Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 4
16-Fimmtudagur 3. október 1996
Jlagur-ÍEtmuui
lÁm&úðcdauót
Óþekkt borgar sig
Jóhannes
Sigurjónsson
skrifar
Skynsamir og skikkanlegir
íslenskir foreldrar vilja
jafnan ala börn sín upp í
guðsótta og góðum siðum og
innprenta þeim gömul og góð
gildi á borð við sparsemi, hæ-
versku, jafnlyndi, sáttfýsi, kurt-
eisi og orðheldni. Foreldrarnir
segja börnum sínum auðvitað
að hátterni sem mótað er af
þessum góðu gildum verði þeim
mikilvægt veganesti í lífinu, því
fólk sem svo prúðmannlega
hagar sér sé ævinlega í miklum
metum og ávinni sér traust,
vinsældir, virðingu og metorð,
sem síðan hafi svo auðvitað í
för með sér góða afkomumögu-
leika, sem sé monnípeninga.
Þetta innprenta góðir for-
eldrar börnum sínum. Og vara
þau um leið við óæskilegri
hegðan, svo sem ókurteisi,
frekju, ósáttfýsi, eyðslusemi og
óráðvendni, því svoddan leiði
einungis til glötunar — félags-
legrar, sálfræðilegrar og fjár-
hagslegrar.
Uppeldi af þessu taginu er
auðvitað til fyrirmyndar og
glögg og réttsýn börn gleypa við
þessu í góðri trú og leitast við
af fremsta megni að fylgja ráð-
leggingum foreldra sinna og
beina lífi sínu í þann farsæla
farveg sem þeim hefur verið
beint í. Og blessuð börnin
myndu ugglaust una sæl við sitt
í þessum farvegi, ef þau væru
ekki svo óheppin að vaxa að
visku og þroska og fara að
skoða þjóðfélagið með gagn-
rýnu hugarfari. Og komast þá
auðvitað fljótlega að því að
gömlu góðu gildin, sem foreldr-
ar þeirra lögðu að þeim að
fylgja, eru oftast til fárra fiska
metin í samfélaginu og leiða
síst til virðingar. En óartin aftur
ámóti, frekjan og óþekktin,
varðar oftar en ekki leiðina til
frægðar, íjár og frama á íslandi.
Hverjir eru hæst metnir af
okkar háttvirtu stjórnmála-
mönnum? Að sjálfsögðu frekju-
hundarnir og kjaftaskarnir og í
minnstum metum eru náttúru-
lega hinir hógværu og hljóðlátu
pólitíkusar, sem vinna sín störf í
kyrrþey. Hverjir berast mest á í
þjóðfélaginu? Þeir ýtnu, þeir
freku, þeir samviskulausu sem
valta yfir náungann og skeyta
aldrei um annarra hag. Og
hvað um þá sem skapstyggir
eru, ósáttfúsir og einþykkir? Á
þeim skal tekið með silkihönsk-
um, reyna að tala úr þeim
óþekktina og mæla upp í þeim
dyntina.
Nýjasta dæmið um þetta er
ákvörðun ríkisstjórnar íslands
að leggja fram litlar 5 milljónir
til þess eins að hafa einn tiltek-
inn óþekktar-klerk góðan. Þetta
er svipuð upphæð og klípa á af
framhaldsskóliun í Þingeyjar-
sýslu, sem dregur úr menntun-
armöguleikum ljölda ung-
menna í því héraði.
En hvers virði er framtíð
þeirra þegar leysa þarf deilur
óþekktaranga, sem hafa öðlast
víðtækari þjóðfélagslegri skiln-
ing en unglingarnir og eru því
fullkomlega meðvitaðir um að
frekja er allt sem þarf og
óþekkt borgar sig þegar upp er
staðið.
fljúgan*1
eosei
£G ÆTLO /JÐ BJÐJ/J Jb/G OM
/JÐ/Ár/J J//J/VA/ M/JG/s/ÓS
SJC/JKP//ÉÐ/A/SSO// /JllSPKKJ
V/T/J OM//r/MSÓKN/N/) !
Tekur lag
í Tungnarétt
Tungnaréttir í Biskups-
tungum voru á dögunum
og mætti þangað mann-
Ijöldi mikill. Segja kunnugir að
aldrei hafi mannfjöldinn verið
meiri, en féð var að sama skapi
óvenju fátt. í fyrsta skipti nú
voru réttirnar á laugardegi og
var það gert til að trekkja að
íleiri ferðamenn. Sú markaðs-
setning heppnaðist.
Alþingismenn létu ekki hjá
líða að mæta í réttir og saman á
vettvang komu þeir Þorsteinn
Pálsson, Árni Johnsen, þing-
menn Sunnlendinga, ásamt
séra Hjálmari Jónssyni sem er
þingmaður Norðlendinga vestri,
en er fæddur og uppalinn að
hluta í Borgarholti í Tungum.
í réttunum vatt sér að þeim
félögum Eyvindur Erlendsson
leikstjóri, dróg koníakspela úr
jakkavasa og bauð þeim að
dreypa á. Allir kváðust þeir
bindindismenn vera - og af-
þökkuðu boðið. Þá fór Erlendur
í hinn vasann á jakka sínum,
tók þaðan upp lýsisflösku og
bauð þeim að dreypa á. Árni
kvað já við - en gekk í gildru
því það var koníak í lýsisflösk-
unni. Var svo haft að gaman-
málum hjá þeim Hjálmari og
Þorsteini, það sem eftir lifði
dags, að Árni væri við skál og
því skyldu menn taka fyrirvara
á orðum hans.
Séra Hjálmar kvað síðan svo
um Árna í sambandi við þetta
mál:
Tekur lag í Tungnarétt,
tóninn hátt þó rísi.
Er kynstur haföi um kverkar sett,
af koníaki og lýsi.
Umsjón:
Sigurður Bogi Sœvarsson.
Námsmenn eru
afgangsstærð
Hún er alltaf að koma
betur og betur í ljós
menntastefna Sjálf-
stæðisflokksins. Þessi stefna
er þó hvorki mikið auglýst né
er henni hampað í litprent-
uðum bæklingum flokksins.
Þó þætti Garra eðlilegt að
hún yrði gerð opinber á yfir-
vofandi Landsfundi flokksins.
Glöggir menn, eins og Garri
hafa hins vegar ekki komist
hjá því að taka eftir þeim
áherslum sem aftur og aftur
koma upp hvar sem þjóð-
frægir sjálfstæðismenn koma
að málum.
Á dögunum varð það að
fróttaefni að Eggert Haukdal
fyrrum þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins og einn af héraðs-
höfðingjum flokksins á Suð-
urlandi og formaður skóla-
nefndar í heimahéraði sínu
hefði gegnið frá ráðningu
skólastjóra í grunnskólanum,
en síðan hafi komið í ljós að
engin börn voru í skólanum.
Þetta litla atvik sýnir hverjar
áherslurnar eru: aðalatriðið
er að fræðararnir séu til
Staðar og hafi störf, nemend-
ur eru afgangsstærð.
Menntaþingið
Hafi menn ekki áttað sig á
þessu grundvallaratriði
hinnar nýju sjáfstæðisstefnu
ætti efa um málið að hafa
verið eytt með nýjustu frétt-
um af menntaþingi mennt-
málaráðherra Sjálfstæðis-
ílokksins. Þar hefur verið
safnað saman öllum helstu
mennta og menningarspekú-
löntum úr skólakerfinu og úr
atvinnulífinu, auk þess sem
sett hefur verið upp eins
konar vörusýnig í tengslum
við þingið. Á vörusýningunni
sýna hin ýmsu fyrirtæki
„menntavörur" sínar og á
menntaþinginu sjálfu er mik-
ið fjallað um gæði og gæða-
eftirlit í námi og um upplýs-
ingasamfélagið og fleira og
íleira fínerí, sem krefst þátt-
töku mikilla fræðimanna og
fræðara úr hinum ýmsu
greinum.
Nú hefur hins vegar kom-
ið í ljós að það var ekki gert
ráð fyrir nemendum á þessu
menntaþingi og þrátt fyrir
hetjulega baráttu stúdenta-
ráðs, sem m.a. er lýst í
fréttaviðtali Dags- Tímans í
gær, tókst stúdentum ekki að
fá inni á menntaþinginu
nema sem einhver afgangs-
stærð. Þeim var boðið að
vera ofan í kjallara að
dúllast eitthvað á meðan
þinginu stóð en sættu sig
ekki við það. Og í staðinn
fyrir að verða að afgang-
stærð á menntaþingi
menntamálaráðherra Sjálf-
stæðisflokksins hafa stúdent-
ar ákveðið að halda sitt eigið
menntaþing í tjaldi fyrir utan
Háskólabíó í Reykjavík, en
þingið sjálft verður haldið í
bíósölunum þar inni.
Út úr skápnum
Þrátt fyrir hina augljósu til-
hneigingu þeirra sjálfstæðis-
flokksfélaga Eggerts og
Björns Bjarnasonar til að líta
á nema sem afgangsstærð
virðast þeir hvorugur tilbún-
ir til að viðurkenna þessar
hneigðir sínar. Því hafa þeir
verið að koma fi'ain í íjöl-
miðlum og afneita þessari af-
stöðu sinni. Þeir eru í raun
hvorugur komnir út úr
skápnum með þetta þó „ten-
dennsinn" sé augljós hjá
báðum. Garri trúir því að
þeir muni nota tækifærið
sem býðst á landsfundinum
eftir nokkra daga til að koma
fram í dagsljósið með þetta
og viðurkenni einfaldlega að
þeim finnist að námsmenn
séu og eigi að vera afgangs-
stærð. Geri þeir það, bjarga
þeir um leið fundinum frá
þeim skelfilegu leiðindum
sem nú stefnir í. Auk þess
verða þeir menn að meiri.