Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 2
14- Fimmtudagur 3. október 1996
Jlagur-Œímám
llililiiillilllllllig
L I F I Ð
L A N D I N U
Vort daglega
brauð
BStefánsdóttir
Um allan heim
borðar fólk brauð,
alls konar brauð.
Rúgbrauð,
franskbrauð,
kornbrauð,
sætabrauð,
kúmenbrauð,
súrdeigsbrauð...
/X'-
Lengi hafa bakarar bakað
fyrir fólk brauðið og sjald-
an eins og nú og brauðúr-
valið er gífurlegt, bakað í há-
tækniofnum, þar sem hita og
rakastigi er stjórnað frá upp-
hafi til enda. Engum blöðum er
um það að fletta, að gott og
hollt brauð er góð fæða fyrir
okkur og svo er brauð fremur
ódýr matur og saðsamur. Lengi
hef ég predikað það fyrir fólki
að það sé mikill sparnaður í því
fólginn að baka eigið brauð.
Það er ekki sagt af einhverri
sérstakri illgirni í garð bakara,
þvert á móti, þeir vinna sitt
starf vel og eiga hinar bestu
þakkir skildar fyrir baksturinn.
Hitt er annað mál, að ég er
sannfærð um það, að bakstur
og meðhöndlun deigs sé í sjálfu
sér róandi og hafi góð áhrif á
fólk. Það að geta alfarið ráðið
því hvað fer í brauðið manns er
líka kostur og svo er það bara
miklu ódýrara að baka heldur
en að kaupa brauð. Venjulegt
heilhveitibrauð kostar um 120
kr. í búð, en það er hægur vandi
að baka það fyrir 35-40 kr.
heima hjá sér. Á ársgrundvelli
er þessi sparnaður umtalsverð-
ur, um 30.000 kr. fyrir 1 brauð
á dag, 60.000 kr. fyrir 2 brauð
á dag. Það munar um minna
íyrir 5-10 mínútna vinnu á dag.
Hér kemur svo gull-
trygg uppskrift af
hversdagsbrauði:
Velgið 6 dl. af vatni eða hellið
saman 3 dl af heitu vatni og 3
dl af köldu. Setjið það í hræri-
vélarskál, myljið 1 kubb af
pressugeri (um 40-50 gr) eða 1
bréf af þurrgeri út í vatnið.
Setjið þar útí 1 tsk. af sykri, því
gerið elskar sykur og er mun
fljótara að lifna við ef það fær
sykur. Þegar gerið hefur lifnað,
það flýtur upp, þá sést að það
er lifandi, hellið útí vatnið um
900 g af hveiti, reynið að kaupa
glutenríkt hveiti, það lyftir sér
betur. (5 stjörnu hveiti frá
Kornax er gott), setjið svo 2 tsk.
af salti samanvið, 1 bolla af
hveitiklíði og um 1 dl af bragð-
lausri olíu.
Hnoðið þetta vel í hrærivél-
inni eða höndunum. Deigið á að
vera eins og leir viðkomu,
hvorki þurrt eða blautt. Það má
bæta annaðhvort hveiti eða
vatni útí ef þarf. Vatnið má
gjarnan vera vel heitt ef því er
bætt við. Látið nú deigið bíða í
skálinni í um það bil 1 klst, eða
þar til það hefur tvöfaldast að
rúmmáli. Ath. að það þarf ekki
að horfa á það á meðan, það
má gjarnan nota tímann í ann-
að. Það gerir heldur ekkert til
þó tíminn sé heldur meiri, það
gerist ekkert. Látið nú deigið á
borð, ef þarf má strá svolitlu
hveiti á það fyrst. Skiptið deig-
inu í 2 hluta, hnoðið þá aðeins
og setjið í fremur stór form.
Dökk form eru best, þau leiða
hitann vel. Látið nú deigið bíða
í um 30 mínútur, eða þar til það
hefur tvöfaldast aftur.
Skerið þá 2-3 skurði í hvort
brauð, setjið þau í 200 C heitan
ofn, neðst í hann, bakið brauðin
í 40 mínútur og takið þau út.
Borðist með bestu lyst og
smjöri.
Þetta var ekki svo erfitt, eða
hvað? Ef hægt er að koma
þessu inn í einhverja rútínu, þá
er þetta svo lítið mál að það
tekur engu tali. Heildarvinna
við brauðbaksturinn er 5-10
mínútur, biðtími telst ekki
vinna, þar sem hægt er að nota
hann í annað.
Vigdis Stefánsdóttir.
Ýmislegt smálegt
Veistu að með því einu að
slökkva ljósið í herbergi
sem enginn er í, má
spara umtalsverðar upphæðir.
Hús þurfa ekki að vera upp-
ljómuð eins og jólatré, það er
hægt að kveikja ljós um leið og
gengið er inn í herbergi og
slökkva um leið og farið er út.
Það sama gildir um tæki eins og
t.d. útvarp og sjónvarp. Það er
alltof algengt að koma í hús þar
sem kveikt er á útvarpi og sjón-
varpi, það látið vera í gangi
stanslaust meðan íjölskyldan er
á fótum án þess að verið sé að
hlusta. Þetta kostar ef til vill
smá nöldur til að byrja með en
það borgar sig í beinhörðum
peningum, sem ekki vaxa á
trjám á íslandi.
Þurfa gjafír að
kosta peninga?
Stundum langar mann til að
gleðja einhvern, en á litla
eða enga peninga. Þá
reynir á ímyndunaraflið. Ef um
barn er að ræða, má skrifa kort
og lofa því að gegn framvísun
kortsins, eyði viðkomandi tíma
með barninu að þess ósk.
Fullorðnum má gefa tíma
líka, það má bjóðast til að gæta
barna fyrir þá, sendast eða
vinna einhver önnur störf í
þágu viðkomandi.
Ástvinum má helga algjör-
lega kvöld eða helgi og láta við-
komandi vita með fyrirvara svo
hann/hún geti hlakkað til dálít-
inn tíma.
Áttu of mikið?
Ha, hvað á konan við?
Auðvitað á ég ekki of
mikið, maður á aldrei
nóg. Eða hvað? Hvað með öll
gömlu fötin í geymslunni, allar
bækurnar og tímaritin sem eng-
inn les? Styttur sem eru árum
saman í geymslunni, samsafn
af gömlum leikföngum, hálf-
kláraða handavinnu, gamlar
gardínur, gömul húsgögn? Jú,
flest eigum við heldur meira en
við þurfum, það er vandi nú-
tímavelferðarþjóðfélags (vá,
þetta var langt orð). Dót sem
safnast fyrir hjá okkur, ár frá
ári og við vitum ekki alveg hvað
við eigum að gera við.
Ekki er hægt að henda
þessu, dýrmætar minningar
kannski tengdar við hlutina, svo
vill nú áræðanlega enginn eiga
þetta dót, eða hvað? Jú, leik-
skólar, barnaheimili og skólar
geta notað bækur, gömul heil
leikföng, jafnvel gömul föt sem
má leika sér í. Á elliheimilum
er talsvert af fólki sem hefur
tíma og þolinmæði til að ljúka
við handavinnu, Rauði kross-
inn, flóamarkaður íslenskra
dýraverndunarfélaga, hjálp-
ræðisherinn og fleiri taka við
fötum, gardínum og húsgögn-
um, líka búsáhöldum og skraut-
munum. Safnarar taka við
gömlum tímaritum. Mæðra-
styrksnefnd og Kvennaathvarfið
taka við ýmsu líka. Svo eru það
aðilar sem senda ýmislegt úr
landi, t.d. nunnurnar í Karmel-
klaustrinu, Steinar Waage og
fleiri.
Ekki henda hlutum, einhver
annar gæti notað þá.
Endurnýting
ápappír
/
IDanmörku er það fjáröflun endurnýtingarstöðvum. Þetta er
að safna pappír. Félög eitthvað sem mætti athuga hér.
ganga í hús og safna papp- Vigdís Stefánsdóttir
ír og fá greitt fyrir hann hjá
Búðarugl
að er eitthvað undarlegt
að gerast í búðamenningu
hér á landi. Einu sinni gat
maður gengið inn í bókabúð og
verið viss um að geta keypt þar
bækur, farið á bensínstöð og
keypt þar bensín og svo fram-
vegis. Nú hefur orðið einhver
ruglingur í þessu öllu saman.
Matárbúðir selja bækur og rit-
föng, bensínstöðvar selja mjólk
og brauð og mat, brauðbúðir
selja kartöflur og bókabúðir
selja kjöt. Er eitthvað skrítið þó
hinn venjulegi neytandi verði
dálítið ruglaður og fari bara til
útlanda að versla?
Bara grín, Vigdís.