Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 5
iDagur-®tmtmt Fimmtudagur 3. október 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS Listj ámsmiðurinn Þráinn Karisson Nokkur myndverk Þráins minna á galdrastafi en sænsk kona benti honum á víkingakeiminn, sem hann segir að megi til sanns vegar færa. Verkin sem sjást á myndinni heita Siglt inn í sólarlagið og Blasið, blásið vindar. ráinn Karlsson leikstjóri og leikari var á síðasta ári bæjarlistamaður Akureyr- ar. Hann settist ekki við tölvuna og samdi leikrit á árinu heldur kom sér upp aðstöðu í Punktin- um, þar sem hann vann mynd- verk úr járni og timbri. Nokkur verka hans eru nú til sýnis í Samkomuhúsinu og segir Þrá- inn að þetta sé fyrst og fremst til gamans gert. „Hér er hvorki hægt að finna láréttan gólfflöt né veggpláss", segir Þráinn og hlær - þegar hann er spurður um hvort Samkomuhúsið hafi verið valið sórstaklega. Þráinn segir flest myndverk- in tengjast sjónum enda var hann sjómaður í nokkur ár um tvítugsaldurinn. „Já, ég hef gert dálítið mikið af því að vinna með sjóinn og einhvern veginn leitaði hann talsvert á mig í þessu ferli. En svo eru líka fín- legri verk sem tengjast þá einhverju öðru.“ Varstu ákveðinn í að vinna skúlptúra þetta ár sem þú áttir frí frá leiklistinni? „Ég hef alltaf spáð í skúlp- túrverk en kannski annars kon- ar og minni verk enda ekki haft aðstöðuna fyrr en í fyrra. Mér fannst upplagt að spreyta mig og stækka verkin þegar ég gat komið mér upp aðstöðu til að vinna þetta.“ Þráinn er lærður járnsmiður og því má kalla hann listjárn- smið, eða hvað? „Ég hef alltaf litið á mig sem handverksmann og geri enn enda fáfróður um list þótt ég hafi alla tíð haft gaman af henni. Á tímabili hafði ég lif- andi myndlistaráhuga, fór jafn- vel til Reykjavíkur að sjá sýn- ingar en ég hef aldrei neitt spáð í fræðin á bak við.“ Hvernig fæðist hugmyndin að skúlptúrverki? „Þetta byrjar allt sem strik á hvítri örk, ég leik mér dálítið að því að teikna form. Stundum geri ég h'til módel til að sjá verkin í þrívídd. Það er líka svo gaman með járnið að það tekur oft yfírhöndina, maður byrjar kannski að vinna slétta plötu en síðan þegar rafsuðan mætir stálplötunni eru þarna ýmsir kraftar sem gera það að verk- um að efnið vinnur sig sjálft." Þráinn segir að það hafi ver- ið mjög ánægjuiegt að vinna við þessi verk og að sinna sköpun- arþörfinni með eilítið öðrum hætti en hann er vanur. „Þetta hangir þó allt á sömu spýtunni þó fljótt á litið virðist leiklist og skúlptúrgerð ekki líkar list- greinar. í leiklistinni er alltaf byrjað á núllpunkti þegar kom- ið er að nýju hlutverki, alveg sama hvað viðkomandi hefur mikla reynslu og hvað hann er góður leikari. Þegar þú skerð niður járnplötu er ferlið ekki svo ósvipað, allt er þetta vinna og áhuginn skapast af því að sjá endanlega útkomu, - það held- ur manni vakandi." Ertu búinn að fylla íbúðina af skúlptúrum? „Nei, ég fylli hana af gömlum munum sem ég hef safnað, það má segja að hver gripur sé skúlptúr út af fyrir sig, en þetta eru hlutir sem hafa kannski verið í notkun í tvær kynslóðir og því lúðir af notkun." mgh Forgangsröðun loforða Ingvarsson Vákið hefur athygli Ijöl- margra sú umræða sem verið hefur um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) á síðustu vikum. Margir liafa krafist þess að breytingar verði gerðar á reglum um endur- greiðslu lána, þar sem endur- greiðslubyrðin sé svo mikil að ungt fólk, sem komi úr námi, hafi enga möguleika á að koma yfir sig húsnæði án þess að „svindla“ á Húsnæðisstofnun. Afborgun námslána er nefnilega afar há. Hjón, sem bæði eru langskólagengin og með meðaltekjur, greiða um 140.000 krónur árlega í af- borganir af námslánum. Miðað við það launakerfi sem boðið er uppá í landinu, er ljóst að langskólagengið fólk gerir ekki stóra hluti umfram það að fæða og klæða íjölskyldu sína og greiða þessi margumræddu námslán. Sama fólk lendir síð- an í viðjum leigukerfis á hús- næði — vítahring sem erfitt er að losna úr. Þá er ekki úr vegi að benda á að námsmenn frá landsbyggðinni hafa enga aðra kosti en taka þessi lán (nema vinna í lottói). Þeir geta alls ekki fjármagnað nám sitt með öðrum hætti, enda kostar sitt að leigja húsnæði í henni Reykjavík. Menn rekur kannski minni til síðustu kosninga og suma af þeim allra minnugustu til síð- asta kjörtímabils, en þá fór Framsóknarflokkurinn mikinn og barðist fyrir breytingum á LÍN. Flokkurinn klykkti síðan út með að lofa breytingum á sjóðnum hið snarasta, þegar hann kæmist í ríkisstjórn. Margir þingmenn flokksins bentu réttilega á að mildari endurgreiðsla á lánunum kost- aði ríkið ekki neitt, enda væru lánin verðtryggð. Einhverjir hafa orðið til þess að minna framsóknarmenn á þetta loforð. En formaður flokksins kom fram nú á dög- unum með alveg nýja útskýr- ingu á hvernig efna beri loforð. Formaður sagði eitthvað á þá leið, að það væri einkennandi fyrir loforð að þau stönguðust á, og þannig væri óvinnandi vegur að efna þau öll í einu. Aðal loforð Framsóknarflokks- ins hefði verið að ná niður Qár- lagahalla og það yrði að efna fyrst, svo væri hægt að hugsa um eitthvað annað. Þessi yfir- lýsing ráðherra stangast auð- vitað algjörlega á við skoðamr þingmanna flokksins rúmu ári fyrr og sérstaklega í ljósi þess að breytingar á endurgreiðslu lána námsmanna munu ekki kosta ríkið neitt. Þetta vekur upp þá spurn- ingu hvort ekki hefði verið við hæfi að segja kjósendum frá því fyrir síðustu kosningar hvernig flokkurinn hygðist efna loforðin, ef hann kæmist í ríkisstjórn. Það er því tillaga mín að Framsóknarflokkurinn birti forgangsröðun þeirra lof- orða, sem hann gaf fyrir síð- ustu kosningar, svo kjósendur geti betur áttað sig á hvort lof- orðin, sem gefin voru, verði efnd á þessari öld eða þeirri næstu.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.