Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Page 7
33agur-©mtimt
Þriðjudagur 15. október 1996 - 7
ERLENDAR FRÉTTIR
Svíþjóð
Elgurinn í útrým-
ingarhættu?
Torkennilegur sjúkdómur
hefur hrjáð elgi í Skand-
inavíu undanfarin ár, og
hafa menn átt í mestu vand-
ræðum með að finna skýringar
á því þótt ýmsir hafi látið sér
detta í hug að súrt regn hafi átt
einhvern þátt í máiinu. Hundr-
uð dýra hafa sýkst og dáið af
óþekktum orsökum, en nú virð-
ist sem skýringin sé komin í
ljós.
Ástæðuna fyrir þessu virðist
mega rekja til þeirra aðgerða
sem gripið hefur verið til í því
skyni að vinna gegn afleiðing-
xmiun af súru regni, sem verið
hefur iandfægt í Skandinavíu
um iangt skeið, en súrt regn
stafar af því að brennisteinn og
köfnunarefni berast út í and-
rúmsloftið við brennsiu á jarð-
efnaeidsneyti, þ.e. olíu, gasi og
kolum.
Sýrustig í vötnum í Svíþjóð
og Noregi hefur verið iangt fyr-
ir ofan æskileg mörk um árabil
og hrun hefur orðið í fiskstofn-
um í vötnunum af þeim sökum.
Svíar hafa reynt að vinna bug
á þessu með því að setja kalk-
efni í vötnin, en með því
minnkar sýrustig vatnsins. Hef-
ur í þessu skyni verið varið
meira en sem svarar 160 millj-
örðum íslenskra króna, en svo
virðist sem það séu þessar að-
gerðir sem eiga sök á því að
elgstofninn í Svíþjóð er í bráðri
hættu.
Pað sem gerist virðist vera
það að þegar kalkefnin berast
út í jarðveginn þá breytist efna-
hlutfalhð í þeim plöntum sem
elgirnir lifa á. Þar munar mestu
um molybden, sem er málmur,
en of hátt hlutfall hans veldur
koparskorti í líkama elgsins, og
getur það verið banvænt. Dýrin
horast upp, missa hár í stórum
stíl, ónæmiskerfið fer úr skorð-
um, sjónleysi gerir vart við sig
og hætta á hjartaáföllum eykst.
Það er dr. Adrian Frank,
efnafræðingur við háskólann í
Uppsölum, sem fann þessi
tengsl milli lélegs heilsufars
elgdýranna og súra regnsins.
Hann gerði samanburð á líf-
færum elgdýra sem dóu árið
1982 og dýra sem dóu árið
1994. í ljós kom að magn kop-
ars í lifur og nýrum dýranna
hafði minnkað um helming en
magn molybdens aukist um
40% á þessum 12 árum. -gb
Bandarikin
Ofbeldisglæpum fækkar lítillega
Samkvæmt nýjum upplýs-
ingum frá bandarísku al-
ríkislögreglunni, FBI,
fækkaði ofbeldisglæpum í
Bandaríkjunum um 4% á síð-
asta ári. Glæpatíðni í Banda-
ríkjunum hefur ekki verið lægri
frá því árið 1989. Bill Clinton
var að sjálfsögðu ekki lengi að
notfæra sér þessar upplýsingar
í kosningabaráttunni: „Þær að-
ferðir sem við beitum gegn
glæpum - að setja fleiri lög-
regluþjóna út á göturnar og
vinna jafnframt að því að koma
eiturlyfjum, glæpahópum og
byssum út úr hverfunum - hafa
borið árangur."
Bridge ^6^ Bridge
AKUREYRARMÓT
í tvímenningi - (Barómeter)
hefst í kvöld kl. 19.30 í Hamri og stendur í fjög-
ur kvöld.
Skráning til kl. 19 í dag hjá Ólafi Ágústssyni, heima-
sími 462 4120 eða Stefáni Vilhjálmssyni, vinnusími 463
0363, heimasími 462 2468.
Allt spilafólk hvatt til þátttöku t skemmtilegu
móti.
Stjómin.
Kynningar- WB
fundur um ▼
Sumarháskóla
Starfshópur á vegum atvinnumálanefndar Akureyr-
ar sem unnið hefur að könnun á starfsemi
Sumarháskóla á Akureyri boðar til kynningarfundar
um málefni Sumarháskóla.
Fundurinn sem er öllum opinn verður haldinn
fimmtudaginn 17. okóber kl. 15:30 í stofu 24 í
húsakynnum Háskólans að Þingvallastræti 23.
Samstarfshópur um Sumarháskóla á Akureyri.
Atvinnumálanefnd Akureyrar og g
Samband íslenskra sveitarfélaga l|
Ráðstefna um
framkvæmdir
og rekstur sveitarfélaga
Eiga sveitarfélög að reka eigin þjónustu?
Ráöstefnan verður haldin þann 25. október 1996 á sal Fiðlarans á 4. hæð
í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, Akureyri.
Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 17:00.
Dagskrá:
Setning ráðstefnunnar,
Þórarinn E. Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar
Þjónusturekstur sveitarfélaga,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form. Samb. ísl. sveitarfélaga
Hvernig geta sveitarfélög falið öðrum framkvæmd verkefna?
Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf.
Samningastjórnun - reynsla ríkisins,
Snævar Guðmundsson, Hagsýsla ríkisins
Sýn starfsmannafélaga á þjónustuútboð sveitarfélaga,
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og Jakobína Björnsdóttir, formaður STAK
Samkeppnisstaða þjónustureksturs sveitarfélaga,
Baldur Dýrfjörð, bæjarlögmaður á Akureyri
Reynsla sveitarfélaga af útboðum þjónustu- og verkþátta,
Sigurður Skarphéðinsson, Gatnamálastj. Reykjavíkur og
Sveinbjörn Steingrímsson bæjartæknifræðingur á Dalvík
Reynsla Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra af útboðsmálum,
Guðmundur Svavarsson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra
Reynsla ríkisins af útboðsmálum,
Júlíus Sæberg Ólafsson, forstöðumaður Ríkiskaupa
Sýn verktaka/iðnaðar á rekstur þjónustuþátta sveitarfélaga,
Ásgeir Magnússon, Samtökum iðnaðarins
Væntingar Samtaka iðnaðarins til útboða sveitarfélaga,
Árni Jóhannsson, Samtökum iðnaðarins
Stefnumótun sveitarfélaga í atvinnumálum,
Róbert Jónsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur
Hvernig geta sveitarfélög og atvinnulíf samstillt atvinnusköpun,
Guðmundur Stefánsson, framkvæmdarstjóri Laxár hf. og bæjarfulltrúi á Akureyri
Ráðstefnustjórar verða Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri,
Sveinn Heiðar Jónsson, framkvæmdastjóri og Sigríður Stefánsdóttir,
bæjarfulltrúi.
Ráðstefnugjald er 5000 kr. Hádegisverður og kaffi eru innifalin í ráðstefnugjaldi.
Skráning fer fram á Atvinnumálaskrifstofu Akureyrar í síma 462 1701 og hjá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga í síma 581 3711.