Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Page 10

Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Page 10
22 - Fimmtudagur 17. október 1996 jDagurÁEínrimT eiðis.. . Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Á sandölum eða ekki í skólum á íslandi er úti um allt verið að gera góða og allt upp í bráðskynsamlega og merkilega hluti sem aldrei heyrist getið um utan veggja viðkomandi skóla. Aftur á móti er mikið skammast ut í getuleysi skóla og kennara. tli félagsfræðingum og sálfræðingum eða öðrum slíkum sem gramsa í hugarfylgsnum manna og sálarlífi, hafi aldrei dottið í hug að rannsaka hvers vegna umræður um menn og málefni snúast alla jafna miklu frekar um neikvæðu hliðarnar en þær jákvæðu? Nú er ég til dæmis í næstum 30 ár búinn að reyna hvað ég get til að vera almennilegur, jafnvel fyndinn og skemmtileg- ur, við þau börn sem hafa lent í því að fara gegnum skyldunám sitt á Grenivík. Aldrei hefur það þó talist til tíðinda. Eru enda ekki tíðindi í sjálfu sér. Ef ég færi hins vegar að snúa upp á eyrun á þeim sem gleyma að læra heima eða rótta þeim kinnhest sem sofa yfir sig mundi það óðara vera komið í blöðin sem stórfrétt af landsbyggðinni. í skólum á íslandi er úti um allt verið að gera góða og allt upp í bráðskynsamlega og merkilega hluti sem aldrei heyrist getið um utan veggja viðkomandi skóla. Aftur á móti er mikið skammast út í getu- leysi skóla og kennara. „Skól- arnir hafa brugðist" er að verða slagorð sem hægt er að nota til að finna skýringu á flestu því sem aflaga fer. „Þess- ir helvítis kennarar," sagði konan sem beið árangurslaust eftir strætisvagninum sínum af því að strætisvagnstjórarnir voru komnir í verkfall. Friðrik Erlingsson rithöf- undur skrifaði umbúðalaust í þetta blað 10. sept. sl. Eins og hans er von og vísa var þetta góð grein og margt sett þar fram af skynsamlegu viti. Hún fjallaði að verulegu leyti um það að nauðsynlegt væri að taka upp heimspekikennslu í grunnskólum. Ef sú skoðun er ekki laukrétt þá er hún í það minnsta allrar athugunar virði. Reyndar er þetta ekki ný bóla. Heimspeki hefur verið til- raunakennd í íslenskum skól- um og hefði að skaðlausu mátt heyrast meira um þá tilraun. Og þótt heimspeki sé ekki kennd sem námsgrein í grunn- skólum þýðir það ekki að heimspekilegar umræður eigi sér ekki stað. Börn eru miklir heimspekingar og í hverjum skóla eru kennarar sem fresta því að leysa jöfnurnar á mánu- dagsmorgni af því að höfuð nemendanna eru full af áleitn- um umhugsunarefnum um vandamál heimsins sem ekki verður komist hjá að reyna að brjóta til mergjar. Þessu og fleiru jákvæðu sem gerist innan veggja skólanna eru skólamenn óduglegir að koma á framfæri. Þess vegna fá menn vitneskju sína um skólamál einatt helst af hinni almennu umræðu sem oftar en hitt snýst um það sem miður fer. Af þeim sökum er sumt í fyrrnefndri grein F.E. ekki al- veg í takt við veruleikann. Hann vitnar í viturleg orð þess mæta skólamanns Þórarins Björnssonar skólameistara xnn að kennarar þurfi að gefa skól- anum sem mest af sál sinni því annars verði enginn merkur í kennarastarfi. Síðan segir í greininni: „Ég er hræddur um að það sé leitun að kennurum í dag sem bera þennan hug til vinnustaðar síns: að þeir eigi að gefa honum af sál sinni. Kennarastofur landsins virðast einsetnar af skandinavískum sandalasauðum sem fengu enga betri vinnu annars stað- ar.“ Svo mörg voru þau orð. Ekki fmnst mér þetta benda til þess að greinarhöfundur sé kunn- ugur á mörgum kennarastof- um. Þetta er a.m.k. ekki sú mynd sem ég sé á þeim kenn- arastofum þar sem ég þekki til. í kennarastéttinni er auðvit- að eins og annars staðar mis- jafn sauður í mörgu fé. Kann jafnvel að vera að hægt sé að finna einhverja sem kenna má við skandinavíska sandala. (Ég skil að vísu ekki alveg samlík- inguna.) En mestu máli skiptir hins vegar það að á hverri einustu kennarastofu landsins er það fólk í meirihluta sem vinnur sitt starf af h'fi og sál. Leitandi einstaklingar sem leggja sig fram á hverjum einasta degi við misjafnar aðstæður. Þau fjölbreyttu umbótastörf sem unnin eru í skólum lands- ins eru ekki í hámælum höfð. Þau heyra ekki undir það sem íjölmiðlum þykir fréttnæmt. Þó eru til gleðilegar undantekn- ingar frá því. Núna í haust fékk Ingibjörg Haraldsdóttir, kennari við Lundarskóla á Akureyri, gull- verðlaun í samkeppni á vegum HELIOS 2, sem er víðtæk sam- starfsáætlun um málefni fatl- aðra innan ESB og EFTA. Verkefni hennar fjallar um nýj- ar leiðir í aðlögun fatlaðs nem- anda að venjulegu skólastarfi. Dómnefndin sagði m.a. í um- sögn sinni að þarna væri um að ræða framúrskarandi dæmi inn góð vinnubrögð og að öll aðstaða innan skólans og kennslugögn væru til fyrir- myndar. Þá var lokið lofsorði á samstarf kennara og samvinnu við foreldra. Þetta verkefni Ingibjargar og þeirra í Lundarskóla snertir ekki bara einn fatlaðan ein- stakling. Það er dæmi um framsækið og metnaðarfullt starf sem unnið er af venjuleg- um kennurum í venjulegum skóla og sem betur fer ekkert einsdæmi. Ótal slík dæmi má finna í því sem sandalasauð- irnir eru að gera víðs vegar um landið. Þeirra er bara hvergi getið af því að þau hafa ekki fengið gullverðlaun frá ESB. Þarna barst íjölmiðlum óvænt hvatning til að kynna sér hvort e.t.v. mætti finna fleiri dæmi um merkileg þró- unarstörf í öðrum skólum. Ekki hefur mikið bólað á við- brögðum í þá átt. Aftur á móti eyddi eitt dagblaðanna ótrú- lega miklu plássi í að reyna að gera gera sér mat úr einhverju leiðindamáli í fámennum skóla úti á landi þar sem kennararn- ir og skólabílstjórinn og sveit- arstjórnin voru upp á kant. Mál sem átti í rauninni ekkert erindi á síður dagblaða. Svona er nú þetta. Fjölmiðl- ar virðast halda að það fari betur í fólk að segja frá einhverju sem má skammast út af eða hneykslast á heldur en hinu sem hægt er að lofa. Þar með sé ég ekki betur en ég sé farinn að vaða í því feni sjálfur svo mál er að hætta. Björn Ingólfsson. JVleinfuvtnið r hie. E ú ert gelgja með filapensla og vaxtarverki sem hefur hitt kynið á heilanum en fólk vill fá að vita hvað þú ætlar að leggja fyrir þig. Hvað ætlar þú að læra? PÞ ' Ertu 1 f>V: ofnir ^Þ r íi nnnr ú ert að klára langskólanámið, ert að und- irbúa útskriftarveisluna, en það eina sem fólk langar að vita er hvort þú hafir vinnu. Ertu búin/n að fá vinnu? ‘innan er komin og þú ert loksins með frambærilegan félaga þér við hlið þá spyr fólk hvenær eigi að fara búa? ambúðin hafin og steinsteypustríðið komið á fulla fart en fólki er spurn hvort ekki sé kominn tími á eitt lítið. Er ekki eitthvað í ofninum? að er komið eitt lítið, steinsteypustríðið er í algleymingi, og fólk spyr hvort ekki sé annað á leiðinni. Á ekki að fara skella í annað? Nýjasta tíska Landinn er ekki lengi að uppgötva eitthvað nýtt. Rit- ari S&S brá sér í burtu sumarlangt og varla að hann væri viðræðuhæfur þegar hann kom til baka. „Kanntu ekki að dansa Magarena? Hvar hefur þú eiginlega verið?“ var svarið þegar spurst var fyrir um þetta „Magarena". Og ekki er eitt æði nóg. Nú er það „Línudansinn“ sem er það allra flottasta, a.m.k. á Ak- ureyri. Flugleiðir farnar að markaðssetja bæinn sem kúrekabæ og heyrst hefur að kúrekastígvél séu að seljast upp! Hvað ætli komi næst? í klippingu Þessi er nú svolítið gömul en látum hana flakka. Það er sagan af ljóskunni sem fer í klippingu. Hún er að hlusta á spólu í vasadiskói og biður hárgreiðsludöm- una að hrófla alls ekki við heyrnartólunum. Nú vill svo til að ljóskan dottar á meðan verið er að klippa hana. Sú sem klippir er í hinum mestu vandræðum með að klippa í kring um eyrun út af eyrnartólunum og ákveður að það hljóti að vera í lagi að Ijarlægja þau í smástund. Hún hefur ekki fyrr tekið tólin af en stein- líður yfir ljóskuna og hún fellur í gólfið. Hárgreiðslu- daman skilur ekki neitt í neinu og prófar heyrnar- tólin. Og hvað haldið þið að hún heyri? „Anda inn, anda út, anda inn, anda út...“ Orðaleikir Nýlega kom út bókin „ís- lenskt mál“ sem er sýnis- horn af Morgunblaðsþátt- um Gísla Jónssonar, fyrr- verandi menntaskólakenn- ara. í bókinni kennir margra grasa og m.a. er þar að finna nokkur sýnis- hom af nokkrum „veltum". Hér koma nokkur dæmi: Ég var að velta því fyrir mér... ...hvort leiðinleg blöð séu ekki dauf í dálkinn. ... hvort stærðfræðikenn- ari geti nokkurn tíma verið dæmalaus. ...hvort hús á traustum grunni geti verið sívalt. ...hvort menn, sem styggja endur á tjörninni, séu ekki andstyggilegir. ...hvort góðir spilamenn fái ekki oft slag. ...hvort trúlofun sé ekki hringavitleysa. ...hvort gamlir fálkar geti verið ernir. ...hvort ritmálið í Finn- landi sé ekki skriffinnska. ...hvort bruggarar þurfi ekki að læra landafræði. Og að lokum ...hvernig framsóknar- menn fari að því að drepa tímann! Umsjón: Auður Ingólfsdóttir

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.