Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Síða 2
j
14 - Föstudagur 18. október 1996
JDagur-®mThtn
HELGARLIFIÐ
L A N D I N U
Uppskrift
'Arihe 19
að goou Aakureyri
i
Hvað skyldi nú vera hœgt að „hugga sig“ við á
Akureyri um helgina? Enginn er sammála en
allir á því að daðra aðeins við vellíðunar-
púkann. Tœr upp í lofl, kjafta við vinkonuna,
draga andann eða fara á pólitískan sellufund,
er það skemmtilegt?
Annars geri ég
ekki neitt
■ ■ ■
Hver er draumahelgin mín? Hún er
sú að slaka á með ijölskyldunni og
gera ekki neitt. Það getur verið að
vinkona mín komi í heimsókn og þá sitj-
um við saman, kjöftum og höfum það
huggulegt. Finnst þér þetta ekki nógu
gott svar? Eigum við sem sagt að fara á
kaffihús, í leikhús eða á listsýningu? Nei,
annars eins og ég segi þá geri ég ekki
neitt um helgina. Annars ættir þú að
hringja í manninn minn og spyrja hann
hvað hann ætlar að gera, ef til vill hefur
hann hugsað sér að verja helginni allt
öðruvísi en ég,“ sagði Ragnhildur Vigfús-
dóttir, jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akur-
eyrarbæjar, í stuttu og laggóðu samtali,
aðspurð um sína draumahelgi í bænum.
RagnMdur
Vigfiísdóttir
Breytilegar uppskriftir
„Yfirhöfuð að gera ekki
neitt sérstakt nema
það að vera til“
Uppskrift að
góðri helgi
er breytileg
og tekur að sjálf-
sögðu mið af að-
stæðum hverju
sinni. Undan-
farnar vikur
hafa verið býsna
annasamar hjá
mér og helgarnar
þá ekki undan-
skildar, Síðasta
helgi tók þó
alveg
steininn úr vegna Landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins og ýmislegs annars,“
segir Anna Blöndal, tækniteiknari á Ak-
ureyri.
„Af þessum sökum er óskahelgin mín
núna rólegheit, með mikilli heimaveru
með fjölskyldunni. Slappa af á föstu-
dagskvöldi fyrir framan kamínuna og
horfa á góða bíómynd. Vakna
svo á laugardagsmorgni við
nýlagað kaffi, kjallara-
bollur og vínarbrauð
sem einhver annar tek-
ur til.
Eftir svona tarnir
finnst mér eftirsóknar-
verðast að eiga tíma
með manninum mínum
og börnunum, þeim
sem enn eru heima. Við
höfum nefnilega lítið sést
undanfarið. Fá sér jafnvel
göngutúr ef veðrið er gott,
hitta vini og ættingja. Yfirhöf-
uð að gera ekki neitt sérstakt,
nema það eitt að vera til. Eitt
get ég þó nefnt.
Á sunnudag langar mig að fara á
tónleikana „Kvöldið er okkar“ sem
haldnir eru í minningu Ingimars
Eydal.“
Anna
Blöndal
Vatnið virkar vel á mig
Síðan er ekið inn í
Kjarnaskóg og
börnunum sleppt
þar lausum.
Uppskrift að góðri helgi hjá mér
gæti verið að liggja með tærnar
upp í loft frá föstudegi til mánu-
dags. Sofna seint og vakna ennþá
seinna, það er einhvern tímann eftir há-
degi,“ segir Valur Hilmarsson, umhverf-
isfulltrúi hjá
Ferðamálaráði ....
íslands á Ak-
ureyri.
„Um þessa
draumahelgi
myndi ég
borða það sem
mig langaði til,
og ef til vill
færi ég á dans-
leik með góðu
rokkbandi.
Myndi dansa
frá mér allt vit
og síðan færi
ég heim að
sofa. En þar
sem ég er svo
illa gerður að
neyta ekki
áfengis get ég
ekki gefíð nein
ráð um hvaða
víntegund
kemur fólki
helst í stuð.
Vatnið virkar
mjög vel á
mig,“ segir Valur. Hann segir ennfremur
að þar sem hann sé fjölskyldufaðir með
þrjú börn sé algjör draumsýn að ætla að
sofa eitthvað lengur en til hálf níu á
laugardags- og sunnudagsmorgnum.
„Á laugardegi er gott að viðra börnin
og taka þau með út í bíl og fara
- í „bland í poka“ ferð.
Þá er farið út í sjoppu og
keypt bland í poka, ekið inn í
Kjarnaskóg og börnunum sleppt
þar lausum. En við hjónakornin
liggjum undir trjánum þar til
degi tekur að halla, og þá skal
farið heim og grillað,“ segir Val-
ur Hilmarsson.
Helst fyrir utanbæjarfólk ...
Alla þá, sem vilja njóta, býð ég
velkomna á Gjugg í bæ á Ak-
ureyri. Hinsvegar býst ég
ekki við að njóta dagskráratriða
mikið sjálfur, því mér skilst að þessi
dagskrá sé helst ætluð utanbæjar-
fólki,“ segir Þórarinn Egill Sveins-
son, mjólkursamlagsstjóri KEA og
forseti bæjarstjórnar.
„Þegar vinnu í Mjólkursamlaginu
lýkur í dag, föstudag, taka við hjá
mér skyldustörf á vettvangi bæjar-
stjórnar. Þá mun félagsmiðstöðin í
Dynheimum tengjast á veraldar-
vefnum við miðstöðvar ungs fólks
víða um heiminu og ætla ég að vera
viðstaddur opnun þessarar tölvu-
tengingar. Ég ætla þó að vona að ég
geti varið sem mestum tíma í eftir-
miðdaginn með dóttur minni, Þór-
dísi Ingu, sem þennan dag verður
átta ára,“ segir Þórarinn Egill.
„Á laugardagsmorgun efnum við
til pólitísks sellufundar í Framsókn-
arhúsinu, þar sem flokksmenn
munu ræða þau helstu mál í bæn-
um sem að- . , , -..... —
kallandi eru.
Ég vona þó að
ég losni af
þessum fundi
fyrir klukkan
tvö. Þá er mér
boðið að vera
viðstaddur
frumsýningu
Leikfélags Ak-
ureyrar á Dýr-
unum í Hálsa-
skógi,“ segir
„Hinsvegar býst
ég ekki við að
njóta dagskrárat-
riða mikið sjálfur,
því mér skilst að
þessi dagskrá sé
helst ætluð utan-
bæjarfólki.“
Þórarinn E.
Sveinsson
Þórarinn. Annað sem hann stefn-
ir á að gera um helgina er að
fara í gönguferð í Kjarnaskógi,
horfa á ensku knattspyrnuna í
sjónvarpinu og eins og fjölmargir
aðrir Akureyringar stefnir Þórar-
innn sömuleiðis á að fara síðdeg-
is á sunnudag á minningartón-
leika um Ingimar Eydal sem
haldnir verða í íþróttahöllinni. -
sbs.