Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Qupperneq 7
19 - Föstudagur 18. október 1996 Jlagur-ÍEmtmrt MENNING O G LISTIR Vikuna 19. - 26. október mun Unglist setja svip sinn á Akur- eyri í fyrsta sinn. Þetta er lista- hátíð ungs fólks sem fer nú af stað fimmta árið í röð en hingað til hefur hátíðin einvörðungu verið bundin við framhaldsskól- ana í Reykjavík. Mynd: GS Markmiðið með Unglist- £irviku er að virkja nemendur, efla sam- stöðu milli framhaldsskólanna og að kynna starfsemi fram- haldsskólanna fyrir bæjarbú- um. Unghst er opinn vettvangur þar sem ungt fólk getur notið lista og tjáð sig, gert tilraunir, skapað og komið hugmyndum sínum á framfæri. Menntaskólinn og Verk- menntaskólinn á Akureyri eru að undirbúa vikuna og nám- skeið í ljósmyndun og myndlist er í fullum gangi. Þau Þór Steinarsson, Þórarinn Torfi Finnbogason frá VMA og Freyja Dögg Frímannsdóttir og Ehn Ragnheiður Guðnadóttir frá MA skipuleggja listahátíðina. „Þátttaka Akureyrar er byrj- unin á að undirbúa jarðveginn fyrir Unglist á íslandi 1997 þar sem takmarkið er að allt landið taki næst þátt. Við höfum verið að vinna að því að koma saman dagskrá fyrir Akureyri en fjár- magnið er b'tið og eins njótum við ekki sömu aðstöðu og Reykjavíkurskólarnir. Við reyndum að fá fyrirtæki til að styrkja okkur en fengum heldur dræmar undirtektir og flest fyr- irtækin vildu ekki einu sinni kynna sér málið.“ Listamennirnir sem halda námskeið með nemendum skól- ana gera það ókeypis en kostn- aðurinn við Unglistarvikuna felst í leigu á húsnæði og efnis- gjöldum. Þrátt fyrir fáa kostun- araðila eru nemendurnir bjart- sýnir á að vikan muni takast vel og að Akureyringar mæti á dag- skráratriðin. „Við verðum með aðstöðu í Ketilhúsi og þar verða sýningar alla Unglistarvikuna, eins verða sendar inn stutt- myndir í stuttmyndasamkeppn- ina, Einar Már Guðmundsson kemur á bókmenntakvöldið 24. október og það verða tónleikar í Kvosinni í MA svo dæmi séu tekin.“ mgh Illa farið með gott hráefni Dauðasök (A Time to Kill) ★ ★ Handrit: Akiva Goldman, byggt á samnefndri skáldsögu Joh 5 Grisham Leikstjóri: Joel Schumacher Aðalhlutverh Matthew McConaughey, Samuel L. Jackson, Sandra Bullock, Kevin Spacey, Charles S. Dutton, Donald Sutherland, Kiefer Sutherland, Oliver Platt, Brenda Fricker og Patrick McGoohan Bíóborgin og Bíóhöllin Bönnuð innan 16 ára að er leiðinlegt að sjá illa farið með góðan efnivið. Hvað sem segja má um vinsælar bækur John Grisham þá falla þær vel að kvikmynda- forminu. Umfjöllunarefnið í Dauðasök er viðkvæmt fyrir Bandarfkjamenn og það virðist einnig vera of viðkvæmt fyrir bandaríska kvikmyndagerðar- menn. Mörgu af því sem er mest krassandi í bókinni er sleppt eða fært nær pólitískri rétthugsun, það má engan styggja. Jake Brigance (McConaug- hey) er ungur lögfræðingur í Clanton, smábæ í Mississippi, sem tekur að sér að verja Carl Lee Hailey (Jackson). Sá er þrælsekur um að hafa myrt tvo menn. Það athyglisverða við málið er að þeir myrtu, hvítir menn, nauðguðu ungri dóttur hans. Carl Lee Hailey er liins vegar svartur. Myndin fer mjög vel af stað. Persónur eru kynntar, flestar leiknar af þungavigtarleikur- um, og allar forsendur eru til staðar fyrir spennandi fram- vindu. Haigt og hægt missir hún síðan ílugið, verður fyrirsjáan- leg og það sem verra er; hún verður væmin með ódýrum lausnum á eldfimu efni. Matthew McConaughey er mjög mistækur í burðarhlut- verki og lokaræðan hans í rétt- arsalnum, sem hann flytur með miklu kjökri, missir algerlega marks þótt hún sé ágæt sem slík. Leikararnir eru samt í heild- ina frekar góðir en upp úr standa Samuel L. Jackson og Patrick McGoohan, sem leikur dómarann í réttarhöldunum. Joel Schumacher gerir sæmi- legar myndir. Þær eru sjaldnast verulega góðar. Hann virðist gera alltof margar málamiðlan- ir því hér hafði hann tækifæri á að gera samskiptum svartra og hvítra í Bandaríkjunum trú- verðug skil í spennandi sögu. Hann klúðrar því með sæmilega spennandi mynd, góðum per- sónum en lausnirnar er ódýrar í öllu sem máli skiptir. Örn Markússon. Sýning föstud. 18. okt. kl. 20.30. Sýning laugard. 19. okt. kl. 20.30. Dýriní Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner ÞýSendur: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk Lýsing: Ingvar Björnsson Búningar og leikmynd: Guðrún Auðunsdóttir Leikstjóri: Ingunn Jensdóttir Frumsýning 19. okt. kl. 14.00. 2. sýning sunnud. 20. okt. kl. 14.00 3. sýning þriSjud. 22. okt. kl. 15.00 4. sýning fimmtud. 24. okt. kl. 15.00 5. sýning laugard. 26. okt. kl. 14.00 6. sýning sunnud. 27. okt. kl. 14.00 MuniS kortasöluna okkar Sími 462 1400 MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00: Söngleikurinn Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors I kvöld, 18. okt. Örfá sæti laus fimmtud. 24. okt. Nokkur sæti laus laugard. 26. okt., laugard. 2. nóv. Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Sunnud. 20. okt. Örfá sæti laus. Föstud. 25. okt. Örfá sæti laus. Föstud. 1. nóv., laugard. 9. nóv. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Á morgun laugard. 19. okt. Uppselt fimmtud. 31. okt. 70. sýning Nokkur sæti laus. sunnud. 3, nóv., föstud. 8. nóv. Ath. Takmarkaður sýningafjöldi Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 20. okt. kl. 14.00. Örfá sæti laus. Sunnud. 27. okt. kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Sunnud. 3. nóv. kl. 14.00. Ath. takmarkaður sýningafjöldi. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Búningar: Filippía Elísdóttir og Indriði Guðmundsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Tónlistammsjón: Þorvaldur Bjami Þorvaldsson. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Leikendur: HilmirSnær Guönason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Stefán Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Edda Amljótsdóttir og Erlingur Gíslason. Sunnud. 20. okt., - örfá sæti laus. Föstud. 25. okt., - örfá sæti laus. sunnud. 27. okt - örfá sæti laus. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30: í hvitu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson íkvöld, 18. okt. Uppselt. á morgun laugard. 19. okt. Uppselt. Fimmtud. 24. okt. Uppselt. Laugard. 26. okt. Uppselt. Fimmtud. 31. okt. Uppselt. Laugard. 2. nóv. Uppselt. Sunnud. 3. nóv., fimmtud. 7. nóv, fðstud. 8 nóv. ★ ★ ★ Miðasalan eropin mánud. og þriðjud. kl. 13.00- 18.00, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tfma. Einnig er tekið á móti símapðntunum frá kl. 10.00 virkadaga. Sími551 1200.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.