Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Page 2
14 - Laugardagur 19. október 1996
!Hagur-®bmrm
Karlakór Reykjavíkur syngur fyrir íbúa Stykkishólms um helgina og verða St. Fransiskusystur heiðursgestir á tónleikunum.
Nunntir heið-
ursgestir hjá
karlakór
Nunnurnar í Stykkishólmi virðast í fljótu
bragði ekki eiga neitt sérstakt sameiginiegt
með karlakór Reykjavíkur. Ef betur er að gáð
koma þó tengsl í ljós því söngstjóri kórsins, Friðrik
S. Kristinsson, er gamall nemandi systranna.
í ár eru 60 ár liðin frá því að St. Fransiskusystur
komu til Stykkishólms og af því tilefni verða þær
sérstakir heiðursgestir á tónleikum sem Karlakór
Reykjavíkur heldur í Hólminum í dag. Kórinn mun
einnig heimsækja nunnurnar og syngja í kapellu
þeirra.
Einsöngvari með Karlakór Reykjavíkur á tónleik-
unum í dag er Sigrún Hjálmtýsdóttir en hún syngur
einnig einsöng á væntanlegum geisladisk kórsins.
Efnisskrá tónleikanna er íjölbreytt og inniheldur
bæði íslensk og erlend lög. Tónleikarnir byrja
klukkan 17:00 og undirleikari er Anna Guðný Guð-
mundsdóttir. AI
unðl«t
Fjölbreytt dag-
skrá norðan og
sunnan heiða
UNGLIST, listahátfð ungs
fólks, hefst f dag og
stendur alla næsta næstu
viku. Eins og fram kom í
blaðinu í gær er hátíðin
ekki einskorðuð við höf-
uðborgarsvæðið líkt og
fyrri ár heldur verður
einnig ýmislegt um að
vera á Akureyri. En lítum
nánar á dagskrána þessa
fyrstu daga hátíðarinnar.
Listahátíðin verður sett í
Ráðhúsinu í Reykjavík
klukkan 12:00 í dag og á
sama tíma verður opnuð sýning
Iðnskólans í Tjarnarsal Ráð-
hússins. Um leið og hátíðin hef-
ur verið sett hefst ljósmynda-
maraþon sem stendur til mið-
nættis og myndlistarmaraþon
sem stendur til klukkan 22:00
annað kvöld. Tvær aðrar sýn-
ingar verða opnaðar í Reykja-
vík. Sýning Bleks, áhugamanna
um teiknimyndaseríxn-, verður
opnuð í Kaffigallerí Amma
klukkan 14:00 og klukkutúna
síðar verður opnuð myndlistar-
sýning í Gallerí Geysi í Hinu
Húsinu.
Á Akureyri verður líka heil-
mikið um að vera í dag. Ketil-
húsið verður opið frá 12:00 til
19:00 og þar sýna nemendur
afrakstur námskeiða í ljós-
myndun, skúlptúr og listmálun,
svo eitthvað sé nefnt, en Ketil-
húsið verður opið alla vikuna
og verða þar ýmsar uppákom-
ur.
í kvöld verður svo slegið á
létta strengi beggja megin
heiða. í Reykjavík verður opn-
unarhátíð Unglistar í Sundhöll
Reykjavíkur þar sem gestirnir
verða ofan í lauginni og fylgjast
með skemmti- og menningar-
dagskrá. Húsvíkingar sjá hins-
vegar um fjörið á Akureyri því
Leikfélag Húsavíkur sýnir leik-
ritið „Auga fyrir auga“ í
Kvosinni í MA.
Og enn meira fjör
Á morgun verður opnuð enn
ein sýningin í Reykjavík, í þetta
sinn á Café au lait, en þar
munu ungar konur í Hússtjórn-
arskólanum sýna ofna hluti og
útsaum. Klukkan 12:00 hefst
stuttmaraþon sem lýkur klukk-
an tíu um kvöldið og um kvöld-
ið flytja ungir tónlistarmenn
klassíska tónlist í Tjarnarbíó.
Heíjast tónleikarnir klukkan
20:00.
Ekki verður minna um að
vera eftir helgina. Á mánudags-
kvöld munu framhaldskólar á
höfuðborgarsvæðinu t.d. taka
höndum saman og halda sam-
eiginlegt listakvöld í Tjarnarbíó.
„Það flottasta og frekasta úr
hveijum skóla,“ segir í dag-
skrárkynningu. Nemendur í MA
og VMA ætla hins vegar að
koma með eigin matarlistaverk
á sýningu þar sem þau verða
eyðilögð í sameiningu. Og þetta
er bara byrjunin... AI
Grænlenskar
bókmenntir
Þegar íslendingar
grúfðu sig yfir skinn-
pjötlur og sköpuðu
ódauðlegar bókmenntir
voru nágrannar þeirra,
Grænlendingar, upp-
teknir við selaveiðar og
snjóhúsagerð. En þó
seint hafi verið farið af
stað eiga Grænlending-
ar sínar eigin bók-
menntir sem þeir eru
stoltir af.
Karen Langgárd, sem í
vetur er sendikennari við
Heimspekideild Háskóla
íslands, hefur unnið ýmsar
rannsóknir í grænlenskum bók-
menntum en hún er dósent í
málvísindum og grænlenskum
fræðum við Háskólann í Nuuk á
Grænlandi. Karen ætlar nú að
bæta úr fáfræði íslendinga um
grænlenskar bókmenntir og
verður með fyrirlestur í Háskól-
anum á Akureyri í dag. Heiti
fyrirlestursins er „Ethnicity and
Natioanality in Greenlandic Lit-
erature“ og íjallar, eins og
nafnið bendir til, um þjóðerni
og þjóðernistilfinningu í græn-
lenskum bókmenntum. Fyrir-
lesturinn verður á ensku en síð-
ar mun Karen flytja fyrirlestur
um sama efni í Reykjavík, og þá
á dönsku.
Stutt bókmenntasaga
Grænlenskar bókmenntir eiga
sér tiltölulega stutta sögu.
Fyrstu bókmenntirnar eru frá
síðustu öld og fjalla mest um
menningu eskimóa sem h'tið
hafði verið til um á prenti fram
að því. „Árið 1861 var fyrsta
dagblaðið stofnað sem var með
grænlenskum ritstjóra og skrif-
að fyrir Grænlendinga. í blað-
inu voru t.d. umræður um veið-
ar á kajak og greinar um ýmis
málefni líðandi stundar. Mikið
var fjallað um kristindóm og
siðfræði," segir Karen.
Þjóðerniskennd Grænlend-
ingar fór að vakna um aldar-
mótin og Karen segir upphaf
nútímabókmennta á Grænlandi
sé hægt að rekja aftur til þess
tíma. Grænlenskar bókmenntir
hafa h'tið verið þýddar yfir á
önnur tungumál. Karen segir
þó að nokkrar nýrri bækur hafi
verið þýddar yfir á íslensku í
tengslum við bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs en
Grænlendingar hafa sent inn
bækur í þá keppni.
Fyrirlesturinn í dag byrjar
klukkan 13:00 í húsnæði há-
skólans við Þingvallastræti. AI