Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Qupperneq 14

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Qupperneq 14
26 - Laugardagur 19. október 1996 ^H0ttt-®ítttttttt Jlagur-®tmútn 'lvlatarkrókur FiðluleiJcarinn Ewa Tosik-Warszawiak leggur til uppskriftir að þessu sinni og eru þœr ekki af verri endanum. Banana- súpa og kjúklingur með jarðhnetum. Nammi namm. Ewa er pólsk en hefur búið í Borgarnesi í nokkur ár ásamt manni sínum og syni þar sem hún kennir í tónlistarskóla staðarins. Hún er einnig stjórnandi Kveldúlfskórsins í Borgarnesi. Ewa skorar á dóttur vinkonu sinnar, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, í Beykjavík í nœsta Matarkrók Fordrykkur 50 ml kirsuberjalíkkjör 50mlvodka ísmolar 100 ml greipsafi Blandið saman og berið fram Bananasúpa fyrirjjóra 1 laukur 1 hvítlauksgeiri 30 g smjör 2 tsk. karrý 3 bananar 40 g hveiti 1 lítri kjúklingasoð salt 7-8 msk. sýrður rjómi 1-3 msk. pistasíuhnetur. Laukurinn skorinn í htla teninga og hvítlaukurinn pressaður. Steikt í stórum potti í smjörinu við góðan hita í 1 mínútu og hrært í á meðan. Einn banani er skorinn í sneiðar og bætt í pott- inn ásamt karrýinu. Steikt áfram í stuttan tíma. Hveitinu er stráð yfir og eftir stutta stund er kjúklingasoðinu hellt yfir og suðan látin koma upp. Sett í blandara, eða í gegnum sigti. Salti bætt út í eftir smekk. Bananarnir tveir, sem eftir eru, skornir í sneiðar og bætt út í súpuna og suðan aftur látin koma upp. Áður en súpan er borin fram er sýrða rjómanum bætt út í og söxuðum hnetum stráð yfir. Kjúklingur með jarð- hnetum Fyrir tvo 200 g kjúklingabringur 200 g jarðhnetur / tsk. engifer l'/ msk. sykur 3 msk. sojasósa Z tsk. sesamolía 3 msk. kjúklingasoð 1 msk. vodka 3 msk. sojaolía 1 msk. smjör. Kjúklingabringurnar eru skorn- ar í teninga. Sáldrið engiferi yfir og látið bíða í stutta stund. Soja- olían er hituð á pönnu og kjötið og jarðhneturnar steiktar í 3-4 mínútur. Kjötið og hneturnar þarf síðan að veiða upp úr pönnunni og geyma en olían er notuð áfram. Bætið smjöri, vodka, kjúklingasoði, sojasósu, sesamolíu og sykri á pönnuna. Hrærið vel í og látið suðu koma upp. Hrærið áfram þar til sósan þykknar. Setjið kjötið og hnet- urnar út í og hitið í um 1 mín- útu. Hrærið í allan tímann. Berið fram með hrísgrjónum og salati (sjá næstu uppskrift). Tómatsalat með eggjum 4 tómatar (afhýddir) 2 harðsoðin egg 3-4 hvítlauksgeirar 1 tsk. oregano salt l’/msk. olívuolía. Tómatarnir eru skornir í báta og eggin í sneiðar. Hvítlaukurinn er pressaður, honum blandað saman við saltið og marið sam- an með hníf þar til úr verður mauk. Tómatar, egg og hvít- lauksmauk sett í skál. Olíu og oregano bætt út í og öllu bland- að saman. Ef til vill má bæta smá sítrónusafa útí. Ewa Tosik-Warszawiak. n/P « Lei eimilis- hamið Súkkulaði- “mousse “ terta 400 g marsipan 4 egg 2 msk. kakó Súkkulaðikrem: 2 msk. sykur 200 g suðusúkkulaði 2 eggjarauður 2'/ dl rjómi Rifið hýði utan af 1 appelsínu. Marsipanið mulið niður og hrært vel saman með eggjunum og kakóinu í jafnt deig. Sett í form (ca. 23 sm) með lausum botni og bakað við 175° í ca. 30 mín. Látið kólna í forminu. Kremið: Súkkulaðið er brætt yf- ir vatnsbaði, kælt aðeins. Rjóm- inn þeyttur. Eggjarauður og sykur þeytt vel saman. Rjóman- um blandað saman við ásamt súkkulaðinu og appelsínurasp- inu. Kremið sett yfir kaldan marsipanbotninn og tertan sett inn í kæliskáp í 2-3 klst. Þaö má gjarnan bera þeyttan rjóma með kökunni. Sumarsalat Létt og golt í hádeginu 1 hunangsmelóna 200 g skinka, skorin í rœmur 1 rauð paprika 3 stilkar sellery smávegis ostur, skorinn í fern- inga agúrka Út á látum við svo: Sýrðan rjóma, 2 dl, bragðaðan til með karrý eða papriku og sinnepi. Melónan skræld, kjarn- af teknir úr og ávöxturinn skor- inn í teninga. Settir á fat, raðað saman. Skinkuræmum eða ferningaskorinni papriku, osti, selleryi og agúrku öllu raðað fallega á fatið. Hér berum við með gróft brauð, smjör og sam- anhrærðu sósuna. Greipaldin m/fyllingu í forrétt 3 stór greipaldin 250 g majones 1 dl sýrður rjómi 200 g rœkjur og humar ef til er f dós góður aspas steinselja í skraut Skerið greipaldin til helminga. Losið innan úr þeim og skerið hvítu himnuna af, skerið hitt í smábita. Majonesið og sýrði rjóminn hrært saman og bragð- að til. Ávaxtabitarnir, rækjurn- ar og smátt skorinn aspasinn hrært út í. Best er að setja fyll- inguna í greipaldinskálarnar rétt áður en þær eru bornar fram. Skreytt með steinselju- kvisti. Gott brauð borið með. Epladessert Fyrir 8 6 stór epli 100 g smjör 2 dl púðursykur 125 g hveiti 50 g saxaðar möndlur Eplin eru skræld, kjarnar teknir úr og eplin síðan skorin í báta. Eldfast mót smurt og eplabát- unum raðað þar í. Smjör, hveiti og sykur mulið saman og því stráð jafnt yfir eplabátana í forminu. Söxuðum möndlum stráð yfir síðast. Formið sett í 200° heitan ofn og bakað í ca. 40 mín. Dessertinn er svo bor- inn fram með þeyttum rjóma, vanilluís eða sýrðum rjóma. Appelsínusnittur Skúffukaka 100 g smjör 120gsykur 4 eggjarauður 90 g hveiti 3 msk. kartöflumjöl 2 tsk. vanillusykur 100 g muldar möndlur 3 tsk. rifið appelsínuhýði Safi úr 1 appelsínu 4 eggjahvítur Glassúr: 200 g flórsykur 4 msk. appelsínusafi V, iðhrosum „Ilvað finnst þér um alla þessa brandara um sparsemi Skotanna?" spurði Skotinn McMuggins landa sinn. „Mór finnst að það mætti nú spara eitthvað af þeirn," svar- aði hann. Tveir stúdentar ræddu sam- an. „Ég skrifaði heim og bað for- eldra mína um peninga fyrir nýjum leslampa," sagði annar þeirra hálffúll. „Fékkstu senda peningana?“ spurði vinurinn. „Nei, ekki aldeilis. Ég i'ékk sendan leslampa!“ Maðurinn hafði nýlega tryggt húsið sitt brunatryggingu. Þegar hann hafði skrifað und- ir, sneri hann sér að sölu- manninum og spurði: „Hvað fengi ég út úr þessu, ef húsið mitt yrði eldi að bráð á morg- un?“ Sölumaðurinn horfði graf- alvarlegur á manninn og svaraði svo: „Li'klega 5 til 10 ár, gæti óg trúað.“ M issirþúað... l.Samkvæmt könnun, sem gerð var í Gautaborg f Sví- þjóð, eru karlmenn þar 50 ára og eldri 3 sm hærri en feður þeirra voru á sama aldri. Og svo hafa þeir líka stærri maga! 2. Það var Kjartan Ragnars- son sem samdi leikgerð af bók Þórbergs Þórðarsonar „Ofvitinn“. 3. Steingrímur Hermannsson hljóp fyrsta spölinn í friðar- hlaupinu á íslandi árið 1987. 4. Það var árið 1987 sem þing bresku biskupakirkjunnar samþykkti að leyfa konum að stunda prestsstörf. 5. Við notum ekkert lyftiduft í hina einu sönnu „sand- köku“. 6. Varalitirnir, sem mest eru í tísku í ár, eru í brúnum lit- brigðum. Brúnn litur á föt- um er iíka í tísku. Smjör og sykur hrært vel sam- an. Eggjarauðunum hrært sam- an við, hrært vel á milli. Bland- ið saman hveiti, kartöflumjöli, möndlum, vanillu, appelsínu- raspi og safa og hrærið saman við eggja-, smjör- og sykur- hræruna. Eggjahvíturnar stíf- þeyttar og þeim blandað var- lega saman við deigið. Deigið sett í pappírsklædda skúffu (ca. 25 x 35 sm). Kakan bökuð við 180° í ca. 15 mín. Glassúrinn hrærður saman og settur yfir kökuna, þegar hún er orðin köld. Stráið rifnu appelsínuhýði yfir áður en glassúrinn er orð- inn alveg stífur. Kakan skorin í ferkantaða bita.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.