Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Page 19

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Page 19
Það þarf áreiðanlega ekki að minna Akureyringa, aðra Norðlendinga, eða landsmenn yfirhöfuð, á að á morgun, sunnudaginn 20. októ- ber, verða haldnir stórir og miklir tónleikar á Akureyri til heiðurs og í minningu tónlistar- mannsins með gullhjartað, Ingimars Eydal, sem hefði orðið sextugur þennan dag hefði hann lifað. Ekki er heldur ástæða til að tíunda tónleikana mikið frekar, þeim hafa verið gerð rækileg skil á undanförn- um dögum og vikum, bæði hér á síðum Dags- Tímans sem og annars staðar. Fram munu koma margir af helstu tónlist- armönnum þjóðarinnar, þar með taldir margir af vinum Ingimars og starfsfélögum sem leikið hafa með honum í gegn- um tíðina. Fyllsta ástæða er til að hvetja alla sem þess eiga kost, að fjölmenna á þessa merku tónleika sem hafa munu yfirskriftina „Kvöldið er okkar“. Eftir helgina verður svo væntanlega komið í verslanir veglegt safn laga Ingimars og hljómsveitar hans á geislaplötu, sem Jónatan Garðarsson hefur haft yfirumsjón með og Spor ehf. gefur út. Safnið mun einnig heita „Kvöldið er okkar“, en þessi þrjú orð eru, eins og sjálf- sagt allir vita, í upphafi ljóðs Kristjáns frá Djúpalæk, Vor í Vaglaskógi, sem hljómsveit Ingimars flutti við lag Jónasar Jónassonar ásamt Vilhjálmi Vil- hjálmssyni fyrir rúmum 30 ár- um síðan. Ingimar Eydal hefði orðið sextugur á morgun. Af því tilefni er hans minnst með stórtónleikum og útgáfu geisladisks. jDctgitr-Sírtmut Laugardagur 19. október 1996 - 31 Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson Aþessu ágæta sumri sem nú heyrir brátt sögunni tU, hafa vörpulegir ungir menn með hárkollur á höfði og glysgalla á kroppum, reynt að skemmta sér og vonandi nokkr- um fleiri í leiðinni. Hefur þetta víst bara gengið þokkalega hjá þeim, enda ekki beinlínis óvanir eða óreyndir menn á ferð. Má segja að um gamla samstarfs- vini og kunningja úr tónlistare- lítunni sé að ræða, því þeir flestir, ef ekki allir hafa með einum eða öðrum hætti starfað saman áður. Spooky Boogie, eins og þeir hafa kosið mjög svo frumlega að kalla sig, hefur sem sagt verið á þeysireið um landið í sumar við skemmtana- hald, „vopnaðir" áðurnefndum múnderingum og fremjandi gleðipopp, sem hefur verið ein- hvers konar blanda af diskó, fönki og poppi. Platan, „Great- est Hits“ hefur svo verið hluti af dæminu hjá Ný dönsk/Sál- ar/Rikshaw/Rottu/Pláhnetu- drengjunum Richard Scobie, Sigurði Gröndal, Ingólfi Guð- jónssyni, Birni Jörundi Frið- björnssyni og Tómasi Jóhann- essyni, ásamt hjálparkokkum á borð við, Stefán Hilmarsson, Jens Hansson og hinn færeyska James Olsen, en hún kom út eigi fyrir svo löngu. Á henni eru 12 lög, bæði frumsamin og af erlendum toga. Með tilliti til fyrri verka liðs- manna á íslenskum tónaijörs- markaði, er þessi plata engin bylting og almennt séð lítt skapandi. En það er líklega ekki heldur tilgangurinn með henni, heldur að halda áfram uppi ijörinu og það virðist að nokkru hafa tekist. Spooky Boogie. Skraulegur strákaskari. □ead Sea Apple með sfna fyrstu Reykvíska rokksveitin Dead Sea Apple, hefur verið við lýði um þriggja ára skeið, en hefur hingað til aðeins sent frá sér eitt lag. Það var á safnplötunni Ýkt böst frá Spor og nefndist Mist Of The Mourning. Nú hefur hljómsveitin, sem m.a. inniheldur söngvarann Steinar Nflson, hins vegar gert samning við Spor og er fyrsta platan að koma út nú í byrjun næsta mánaðar. Mun hún bera titilinn Crush. Safn frá Jefc Black Joe Mitt í því að framtíð hinnar hafnfirsku rokk- sveitar Jet Black Joe, virðist að einhverju marki vera í óvissu, söngvarinn Páll Rósin- krans að huga að einherjaplötu sem koma á út fyrir jólin og Gunnar Bjarni gítarleikari í skóla hjá Paul McCartney í Liverpool, er nú komin út 20 laga safnplata með sveitinni þar sem flest ef ekki öll hennar vinsælustu lög er að finna. Nefnist safnið You Can Have It All og geymir lög eins og Rain, Fly Away með söngkonunni Sigríði Guðnadóttur, Higher and Higher, Titil- lagið og Freak Out. Eins og gengur kann ein- hvers að verða saknað, t.d. er ein albesta ball- aða JBJ, Coming In, ekki með, en þannig er það með safnplöturnar. Ekki kemst allt á þær. ...og líka frá Brimkló Brimkló, sem var ein af vinsælli poppsveitum landsins á áttunda áratugnum, með kappa á borð við Björgvin Iialldórs, Guðmund Bene- diktsson og íleiri góða innanborðs, á líkt og Jet Black Joe safn sinna vinsælustu laga í útgáfu nú. Munurinn hins vegar hjá Brimkló er sá að sveitin hefur hafið störf að nýju nú í sumar og hefur verið á fullri ferð í ferðaátakinu „Gjugg í bæ“ og verður t.d. á Akureyri um þessa helgi. Þá er á safninu þeirra eitt nýupptekið lag, Ef rótarinn kjaftar frá, auk samtals 19 eldri laga. Þeirra á meðal eru: Sagan af Nínu og Geira, Ég las það í Samúel, Þjóðvegurinn, Síðan eru liðin mörg ár, auk fleiri vinsælla laga, að svo ógleymdu Herbergið mitt, einu albesta lagi Brimkló fyrr og síðar við ljóð Vilhjálms frá Skálmholti. Koss HarðarTorfa „Trúbadorinn eilífi“, Hörður Torfason, lætur ekki deigann síga frekar en fyrri daginn og hefur nú sent frá sér enn eina plötuna sem hann nefnir Kossinn. Er dugnaðarforkurinn þegar byrjaður að fylgja verkinu eftir með tón- leikum, suður, austur og norður um land. Haukur Morthens kom á óvart á sínum tíma með plötunni Lítið brölt. Endurútgáfur Endurútgefnar plötur eru og verða nokkuð áberandi í haust- og jólaútgáfunni. Hefur fyrr verið minnst á Megasarplöturnar tvær sem nú eru að koma frá Skífunni og frá Spor hafa nú þrjár slíkar bæst við og eru fleiri á leiðinni. Þetta eru plöturnar Fagra veröld, sem Sigfús Halldórsson tónskáld með meiru gerði ásamt Guðmundi Guðjónssyni söngvara fyrir 17 árum og naut mikilla vinsælda; Þegar mamma var ung, sem Diddú, Egill Ólafs o.fl. gerðu árið 1978 með 13 sígildum revíulögum, og síðast en ekki síst er það svo Lítið brölt með Hauki heitnum Morthens. Sú plata kom fyrst út fyrir 16 árum og vakti mikla athygli. Þar söng Haukur 11 ný lög eftir Jóhann Helgason við undirleik ungra manna í djassrokksveitinni Mezzoforte. Á útgáfunni nú eru svo þrjú auka- lög, þar af eitt sem ALDREI hefur komið út áð- ur og heitir Hvar ert þú? Þessar þrjár plötur eru allar í útgáfuröð- inni „Hornstein- ar íslenskrar tónlistar“. liiftiiLÍkiiuAiki áii L, á.i a k ÍÁí ikA iu.ÁlL.iíiÆk á & i íMIé ii.i, liii.HáiUi á L.ii.li r * ’ f f * h > ? pm L p O P P r " , i Éái, r ■1 ii, m 1' i .i a it. ’V wv f t •. i m 1 ái A ».M 4 * hwif-i f ir ’ f ▼ r! 1 i ii ki i : . i i .k Á í i . a T TH!'Tf ?!P ' r V wr vVV'T'"" TfT 1 Spooky Boogie sprell Minnumst Ingimars

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.