Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Blaðsíða 2
2 - Miðvikudagur 23. október 1996 -ff (Ilagur-'2Inttimt F R E T T I R Fiskvinnsla Kratamir í pottinum voru ánægðir með sinn mann ( gær og sögðu að hann væri háll sem áll allt fram á síðustu formannsstund. Bentu þeir á að Jón Baldvin vildi Sighvat sem sinn arftaka og í því Ijósi væri það engin tilviljun að fjöl- miðlafárið í kringum tilkynn- ingu Jóns geisaði glaðast á meðan bæði Guðmundur Árni og Rannveig væru stödd í út- löndum og Sighvatur væri einn heima. Enda mun hvorki Rannveigu né Guðmundi hafa verið skemmt í gær. Hins veg- ar var haft orð á því að brosið væri límt fast á Sighvat... En það sem djúpsálarfræð- ingarnir í pottinum skilja ekki til fulls er hvað vaki fyrir Össuri. Össur er, segja þeir, slíkur refur og meistari í hinni pólitísku fléttu að ótrúlegt sé að það sé ekki eitthvað sem hangir á spýtunni annað en að verða formaður framkvæmda- stjórnar. Aðal kratasérfræðing- ur pottsins segir þó greinilegt að össur telji sinn tíma ein- faldlega ekki kominn og hafi mottóið „allt kann á sem bíða kann“. Núna sé flokkurinn veikur og lítið spennandi auk þess sem það henti honum vel núna að sinna fjölskyldumál- um. Það ástand kunni hins vegar að breytast á nokkrum árum.... Frá Akureyri bárust þau tíð- indi í pottinn að Óskar Þór Halldórsson fyrrum ritsjóri Dags og nuverandi fréttamað- ur á svæðisútvarpinu sé að fara að vinna fyrir Stöð 2 á Ak- ureyri. Óskar á að taka við af Bjarna Hafþóri Helgasyni sem flutti sig á dögunum yfir til Út- vegsmannafélags Norður- lands... Kaupkröfur þrýsta á breytt launakerfi Breyting á hópbónus í ein- staklingsbónus og á kauptryggingarsamningi fiskverkafólks eru meðal þeirra atriða sem verða efst á baugi í sérkjaraviðræðum samningsað- ila, sem heíjast væntanlega í næsta mánuði. Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslu- stöðva, telur ekki útilokað að gerð verði breyting á bónus- kerfínu, en ítrekar að það verði ekki gert án samninga við fisk- verkafólk. í þeim efnum horfa menn einna helst í það að reyna að samnýta þá kosti sem felast í báðrnn þessum bónus- kerfum, enda telja forráða- menn fiskviimslunnar að ekki sé hægt að hækka laun í at- vinnugreininni öðruvísi en með auknum afköstum. Á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva í sl. mánuði kom m.a. fram að allt að þrefaldur munur getur verið á afköstum Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva Vinna ífiski er alvörustarf en ekki einhver íhlaupavinna. fiskverkakvenna sem vinna við flæðihnu. Þar kom einnig fram að ástæðan fyrir því að bónu- sinn hefur farið hækkandi á liðnum misserum megi fyrst og fremst rekja til vélvæðingar á sama tíma og afköstum einstak- linga í hóplaunakerfum hefur hrakað. Formaður SF telur það ennfremur ekki óeðlilegt að við samningaborðið komi fram ósk- ir frá báðum aðilum um end- urskoðun á svonefndum kaup- tryggingarsamn- ingi fiskverkafólks. Hann segir þennan samning vera al- veg séríslenskt fyr- irbrigði, þar sem litið er á störf fólks við fiskverkun sem alvöru vinnu en ekki einhverja íhlaupavinnu eins og algengt er víða erlendis. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið í sambandi við kauptryggingarsamninginn er sá langi túni sem fólk þarf að vinna til að komast á þennan samning, eða í níu mánuði. En síðast en ekki síst hefur verið kvartað yfir því að einstaka at- vinnurekendur hafa hreinlega hunsað samninginn og ekki gef- ið fólki kost á honum og því at- vinnuöryggi sem samningurinn kveður á um. -grh Viöræðuáætlanir Pappírsflóð í Karphúsinu Pappírsflóð af viðræðuáætl- unum var í Karphúsinu í gær en skilafrestur til að skila inn þessum áætlunum vegna komandi kjarasamninga rann út á miðnætti. Fyrsti samningafundurinn á grundvelli viðræðuáætlana hefst í dag í Karphúsinu á milli Samiðnaðar og Vinnumálasam- bandsins. Þá hefur Félag mjólk- urfræðinga bókað fund með sínum yiðsemjendum þann 8. nóvember n.k. Viðbúið er að mikið verði mn fundabókanir í Karphúsinu á næstu dögum þar sem margt bendir til þess að menn vilji funda þar fremur en á öðrum stöðum. Samkvæmt innsendum áætlunum stefna margir að því að vera búnir með sérkjaraviðræður fyrir lok næsta mánaðar og skrifa undir nýjan kjarasamning eigi síðar en 15. janúar n.k. og sumir jafnvel fyrr. Þá hefur ríkissáttasemjari frest fram í byrjun næsta mán- aðar til að semja viðræðuáætl- anir fyrir þá sem einhverra hluta vegna sendu ekki inn við- ræðuáætlun. Miðað við pappírs- bunkann í gær virðast langflest- ir vilja hafa áhrif á gang þess- ara viðræðna fremur en að fela það í hendur sáttasemjara. -grh Reykjavík Reykjavíkur- borg með langflesta ívinnu Um 7. hver vinnandi Reykvíkingur er í vinnu hjá borginni og þar með sjálfum sér Reykjavíkurborg hefur mikla yfirburði yfir aðra vinnuveitendur á lista Frjálsar verslunar yfir stærstu vinnuveitendur með tæplega 5.900 starfsmenn á síðasta ári. í íjórða sæti listans kemur síð- an Dagvist barna Reykjavíkur- borg með 1.500 ársverk. Borg- arstarfsmenn (ársverk) hafa því a.m.k. verið 7.400 á árinu, sem samsvarar nokkurn veginn rnn 15%, eða 7. hluta af öllum Reykvíkingum á vinniunarkaði. Meðallaun hjá borginni voru um 1.242 þús.kr. á árinu, eða liðlega 103 þúsund krónur á mánuði. Ríkisspítalar voru í 2. sæti á Usta Frjálsrar verslunar um stærstu vinnuveitendur, með tæplega 2.600 starfsmenn (á 144.000 kr. meðallaunum). Póstur og sími er í þriðja sæti með 2.240 starfsmenn (á 126.000 kr. meðallaunum). Þrjú fyrirtæki til viðbótar greiddu fyrir meira en þúsund ársverk (full störf) í fyrra. Flug- leiðir með 1.360 störf (208.000 kr. meðallaun). Landsbankinn hafði um 1.120 manns í vinnu og borgaði þeim um 149.000 kr. á mánuði. Þannig að ummönn- um peninga og pappíra er laun- uð um 1 launaflokk ofar en um- mönnun og lækning sjúlkhnga. KEA er síðan sjöundi stærsti vinnuveitandi landsins, með 1.090 ársverk og 120.000 kr. meða.lla.nna.greiðslnr yfir árið FRETTAVIÐTALIÐ „Hoffellið seltog leitað að nótaskipi“ Gísli Jonatansson kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur sýnt mikinn áhuga á því að kaupa nótaskip til veiða á síld og loðnu til að tryggja hráefnisöflunina, en gallinn er sá að ekki er neitt skip á inn- anlandsmarkaðnum sem hef- ur veiðirétt í lögsögunni. Annar togara Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga, Hoffell SU-80, landaði nýlega liðlega 500 kg af flski eftir rannsóknartúr fyrir Hafrann- sóknarstofnun og það var síðasta lönd- un skipsins hérlendis þar sem skipið hefur verið selt til Namibíu, en Kaupfé- lagið á hins vegar engan eignarhlut í því fyrirtæki sem kaupir skipið. Þrettán manna áhöfn togarans hef- ur þegar verið sagt upp störfum en ástæða sölunnar er lítill kvóti, en Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur yfir að ráða 3 þúsund tonna þorskígildis- kvóta. Ljósafell SU-70, fær því allan kvótann til að veiða, en skipið er nú austur í Rósargarði á karfaveiðum og frystir aflann um borð, en það sér að öðru leyti um hráefnisöflun frystihúss- ins en við höfum lítið þurft að leita á fiskmarkaði eða annað eftir hráefni fyrir húsið. Það er stefnt að breyting- um á vinnslunni í frystihúsinu og verð- ur lögð aukin áhersla á vinnslu upp- sjávarfiska, bæði síld og loðnu,“ segir Gísli Jónatansson. „Kaupfélagið hefur rekið frystihús á Fiskeyri þar sem hægt er að frysta um 100 tonn á sólarhring og svo keypti það hlutabréfin í Goðaborg hf. af Frosta hf. í Súðavík og er verið að auka fyrstigetu í því húsi upp í 100 tonn. Þannig verðum við með 200 tonna afköst í vetur. Meðan loðnu- og sfldarvertíðin verður í fullum gangi verður eingöngu um að ræða vinnslu uppsjávarfiska í báðum frystihúsunum. Bolfiskvinnslan verður eins og hefur verið í öðru húsinu utan uppsjávar- fiskavertíðarinnar. “ Hefur Kaupféiag Fáskrúðsfirðinga tryggt sér löndun á síld og loðnu í vetur, baeði til manneldis og fyrir loðnuverk- smiðjuna sem félagið á 40% hlut i? „Við höfum mikinn áhuga á því að kaupa nótaskip til veiða á sfld og loðnu til að tryggja reksturinn og hráefnisöfl- unina og það er nóg framboð af skip- um, en það þarf auðvitað að hafa veiðiréttindi innan lögsögunnar, en mér er ekki kunnugt um slík skip á markaðnum hérlendis. Þau kaup gætu þó átt sér stað innanlands vegna þess að úreldingarrétturinn sem skapast við söluna á Hoffelli SU er um 1.950 rúm- metrar. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga á 40% hlut í Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðs- firði sem tekið hefur á móti 70 þúsund tonnum af hráefni síðan rekstur henn- ar hófst um mánaðarmótin janú- ar/febrúar 1996, þar af 27 þúsund tonn af loðnu og nærri 800 tonn af sfld. Ég er því mjög bjartsýnn á framhaldið í vetur, bæði hvað varðar vinnslu á sfld og loðnu, þetta skapar meiri vinnu og bjartsýni á búsetu hér.“ GG

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.