Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Blaðsíða 5
ÍDctgur-®mrám Miðvikudagur 23. október 1996 - 5 Húsnæðismál Eigendur þessara húsa geta átt von á að fá 7% meira fyrir þau nú en þeir hefðu fengið í sumar. íbúðaverð í Reykjavík hækkað iim 7% á 2 mánuðum Jón Guðmundsson fasteignasali „ Viðskiptin hafa verið gróskumikil að undan- Jornu. Framhaldið veltur hins vegar heil- mikið á kjarasamning- um sem eru lausir um áramót. “ Ibúðaverð á höf- uðborgarsvæðinu, sem lengi hefur staðið í stað, hækkaði allt í einu um samtals 7% í júlí og ágúst, eða um nær hálfa milljón á meðalíbúð. Fasteignamat ríkisins á að fá alla kaupsamninga sem gerðir eru vegna fast- eignaviðskipta í landinu og not- ar þá m.a. til að reikna út verð- breytingar á íbúðum í landinu. Verð fjölbýlishúsai'búða á höf- uðborgarsvæðinu, sem stóð al- gerlega í stað á fyrri helmingi ársins og raunar miklu lengur, hækkaði síðan allt í einu um 7% í júlí og ágúst — eða um 400 - - 500 þús.kr. á meðal- ibúð. Undanfarna ára- tugi hefur það sýnt sig að raunverð fasteigna hefur gengið í nokkuð reglulegum bylgjum, gjarnan með 7-8 ár á milli toppa. Jón Guð- mundsson fasteigna- sali var spurður hvort þetta væri kannski bara byrjunin og fast- eignaverðið væri nú að fara aft- ur af stað. „Viðskiptin hafa verið gróskumikil að undanförnu. Með þeim hefur verðið auðvitað eitthvað þokast upp á við og til- boðin orðið stabflli en fyrr á ár- inu“, segir Jón og álítur að verðið hafi síðan haldið áfram að þokast upp á við í september og október. „Framhaldið veltur hins veg- ar heilmikið á kjarasamningun- um sem eru lausir um áramót, þ.e. að vel takist til með þá. En þessi mikli bati sem vart varð við eftir síðasta ár og í milliupp- gjörum á þessu ári, er farinn að skila sér að nokkru yfir til al- mennings — þannig að ásamt aukinni bjartsýni um betri tíma þá leiðir þetta tvennt af sér hækkun í náinni framtíð". Þarna virðist bjartsýnin kannski hafa vegið hvað þyngst til þessa, því Jón segist ekki hafa orðið þess var að peninga- ráð fólks hafi aukist að marki enn sem komið er. Fasteignamati ríkisins bárust samtals um 5.530 kaupsamn- ingar vegna íbúðarhúsnæðis á árinu 1995, hvar af rúmur þriðjungur var í einbýli. Tæp- lega helmingur seldra íbúða voru í Reykjavflc en alls um 71% á höfuðborgarsvæðinu. Á höf- uðborgarsvæðinu a.m.k. greiða íbúðakaupendur nú orðið næst- um eins hátt hlutfall kaup- verðsins með öðrum íbúðum og/eða bflum (22%) eins og með reiðufé (24%). Við kaup á stærri íbúðum og einbýli er jafnaðar- lega um 28% verðsins greitt með öðrum eignum en einungis um 23% með reiðufé. Af seldum íbúðum á höfuð- borgarsvæðinu í fyrra voru samtals rúm 53% greidd með öðrum fasteignum, bflum, hús- bréfum sem fólk átti og pening- um, sem má því kallast útborg- un. Ný húsbréfalán, þ.e. frum- bréf sem Húsnæðisstofnun tók í skiptum fyrir húsbréf, námu einungis 18% af kaupverðinu. Afgangurinn, um 29%, voru yfirtekin lán frá húsbréfadeild, Byggingarsjóði og öðrum lána- stofnunum. Yfirtekin lán voru hlutfallslega hæst á minnstu íbúðunum, eða yfir helmingur að meðaltali, en einungis rúm- lega þriðjungur á stærstu eign- unum, þar sem stór hluti kaup- verðsins var greiddur með ann- arri eign. Vísitalan Byggingar- kostnaður sá sami í 3 mánuði Vísitala byggingarkostnað- ar reyndist 217,4 stig í október, eða sú sama og hún var í ágúst, samkvæmt út- reikningum. Síðastliðna 12 mánuði hefur byggingavísitalan hækkað um 5,9% — hátt í þre- falt meira heldur en almennar verðlagshækkanir á sama tíma. Meginhluti þessarar hækkunar varð í tveim mánuðum, 1,5% í janúar og síðan 3,3% í júlí. Samkeppnisráð Þóknun fyrir enga sölu erlögbrot Samkeppnisráð telur það brot á samkeppnislögum að fast- eignasali krefjist þóknunar fyrir sölu á fasteign, sem hann hefur ekki selt Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að tvö ákvæði í stöðluðu söluum- boði Félags fasteignasala, þ.e. um rétt fasteignasala til sölu- þóknunar og um gildistíma og skriflega uppsögn einkaumboðs, brjóti í bága við samkeppnislög. Um þetta mál fjallaði Sam- keppnisráð vegna kvörtunar frá Neytendasamtökunum, en þau töldu óeðlilegt að fasteignasali, sem hefði einkasöluumboð, gæti kraflst sölulauna enda þótt ann- ar aðili seldi síðan eignina. - Niðurstaða ráðsins er sú að slík sölumennska sé brot á góðum viðskiptaháttum, enda þótt einkasöluumboð hafi verið til staðar. Hins vegar telur ráðið ekkert við það að athuga að fasteignasali krefjist í slflcum til- vikum þóknunar fyrir sannan- lega framlagða vinnu og greiðslu vegna sölutilraunar. Ennfremur segir Samkeppn- isráð að nauðsynlegt sé að ákvæði um gildistíma og skrif- lega uppsögn einkasöluumboðs verði flutt til í eyðublaði söluum- boðs, þannig að það komi í beinu framhaldi af ákvæði um tilhögun á sölu fasteignar og sé skýrt fram sett. -sbs. Lögverndunarlög Leikskólinn með í fyrsta skipti Skeiðarársandur Áfram lokun Almannavarnir ríkisins meta ástandið þannig að vegurinn yfir Skeiðarársand verði lokaður að næturlagi þangað til Gríms- vötnin hlaupa. „Þó svo að gosið sé hætt, þá segja okkar vísinda- menn að það sé jafnmikil hætta á hlaupi. Við getum búist við þessu hvenær sem er,“ segir Sól- veig Þorvaldsdóttir fram- kvæmdastjóri Almannavarna. Hún segir að þótt búið sé að aflétta ferðabanninu á jöklinum sjálfum sé stórhættulegt að vera þarna á ferðinni. „Myndun nýrra sigkatla er talin úr sög- unni og nú er ósköp lítið annað sem við getum gert annað en að bíða eins og öll þjóðin. Vega- gerðin hefur staðið sig mjög vel í undirbúningi," segir Sólveig. BÞ Réttindi ófaglærðra starfs- manna í leikskólum verða aukin með nýjum lög- verndundarlögum sem stuðla að meiri stöðugleika í starfs- mannahaldi leikskóla. Við endurskoðun á lögvernd- unarlögum verður leikskólinn með í fyrsta skipti en lögin hafa hingað til aðeins náð yfir grunn- og framhaldsskóla. Fé- Iag íslenskra leikskólakennara bindur miklar vonir við end- urskoðun laganna sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu og þá einkum vegna þess að með lögunum er talið að meiri stöð- ugleiki verði í starfsmannamál- um leikskóla. En verið er að endurskoða lögin vegna flutn- ings grunnskólans yfir til sveit- arfélaga og er búist við að frumvarp um ný lögverndunar- lög verði lagt fram á Alþingi í vetur. Björg Bjarnadóttir, formað- ur Félags ísl. leikskólakennara, segir að með lögunum verði ófaglærðir starfsmenn leikskóla ráðnir til eins árs í senn. Hún segir að með þessu sé verið að tryggja ófaglærðum meiri rétt en þeir hafa haft og þá um leið aukið atvinnuöryggi. Auk þess munu lögin hafa þau áhrif að leikskólakennarar geta ekki gengið að sínum störfum jafn vísum á öllum árstímum. Það helgast m.a. af því að starfstími leikskólans verður uppbyggður eins og skólaár þar sem gengið verður frá ráðningum í upphafi hvers skólaárs, eins og raunar hefur verið á hverju hausti. -grh SONY PLAY STATION Verðlœkkiui! Áður 35.500 stgr. Nú 25.500 stgr. HLJÓMDEILD BÓKVAIS Hafnarstræti 91 Akureyri - Sími 461 3555 (

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.