Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Qupperneq 6

Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Qupperneq 6
18 - Miðvikudagur 23. október 1996 |Oagur-®mmm MENNING O G LISTIR Svanur leggur ást á hjúkku Hann er brjálæðislegur - Hann er að gera eitt- hvað sem ég Hef aldrei séð áður í leikhúsi“ eru athugasemdir sem heyrst hafa um leik Ingvars Sigurðssonar í hlutverki Svansins. „Svei mér ef hann flaug ekki líka!“ sagði gagnrýnandi DV. Jafhvel íþróttasinnaður ljós- myndari Dags-Tímans, sem stundum neyðist til að mynda æflngar leikhúsanna, og er ævinlega snöggur að láta sig hverfa þegar myndatökum er lokið, festist í sætinu og var dol- fallinn yfir leik Ingvars í leikrit- inu Svanurinn eftir Elizabeth Eg- loff, sem frumsýnt var af „skúffuleikhúsi" Maríu Ellingsen um helgina í Borgarleikhúsinu. Þetta er aðeins í annað sinn á 8 árum sem leikfélag Maríu, Annað svið, setur upp leikrit enda segir hún svona uppátæki krefjast mikillar orku. „Maður verður að vera ofsalega ástfang- inn af verkinu til að leggja þetta á sig. Og ég var alltaf að bíða eft- ir því að verða ástfangin." Ástin blossaði sem sagt þegar María hafði lesið nokkrum sinn- um yfir þetta sex ára gamla bandaríska leikrit. Hún tók sig þá til og fetaði í fótspor íslenskra kvikmyndagerðarmanna milli fyrirtækja og sjóða. Þannig tókst að ljármagna uppfærsluna auk þess sem LR lagði til alla um- gjörð. I’á flutti María inn banda- rískan leikstjóra, Kevin Kuhlke að nafni, sem hún hefur áður unnið með og er mjög hrifin af hans vinnuaðferðum. „Hans leik- stfll er mjög líkamlegur þannig að þetta verk hentar honum mjög vel.“ Þrískilin en ástfangin Svanurinn er ævintýraleg ástar- saga um Dóru hjúkrunarkonu í Nebraska, sem María leikur. Dóra er þrígift og þrískilin, svekkt á ástinni, og heldur við mjólkurpóstinn í bænum. (Björni Ingi Hilmarsson). Leikritið hefst með því að svanur flýgur á gluggann hjá Dóru og hún tekur hann inn til að hjúkra honum. „Það hefur ekki staðið lengi þeg- ar hann fellir haminn og er þá fastur í mannslíkama þó hann sé í rauninni áfram svanur." Mjólk- urpóstinum líst ekkert á fram- vindu mála og vill endilega að Dóra setji svaninn í dýragarð eða sleppi honum. „En hún má ekkert aumt sjá og heldur áfram að hjúkra og koma honum til manns. En svo verður svanurinn ástfanginn af henni og hún hættir að ráða við hann og hættir síðan að ráða við sjálfa sig og allt fer í háaloft." - Hvað sér Dóra við Svaninn? „Hann er hreinn og beinn og segir það sem honum finnst, meira en við venjum okkur á - enda kannski ekki hægt. Hann kemur henni alveg í opna skjöldu. Mjólkurpósturinn fer meira í kringum málin, er að bjóða henni ýmislegt, múta henni aðeins. En Svanurinn segir bara: Elskaðu mig. Ég þrái ást þína. Hann heimtar bara.“ Draumaprinsinn í svanslíki virðist fremur eiga heima í Grimms ævintýri en bandarísku 20. aldar leikriti enda segist María greinilega hafa fundið á frumsýningargestum að verkið velti upp mörgum mismunandi flötum á ástinni. „Ég held að ástin sé það sem okkar Iíf snýst um. I>að er ekki bíll og hús. Fólk er annað hvort að leita að ástinni, jafna sig eftir ástina eða reyna að lifa í ástinni. Egloff nær einhvern veginn að snerta á þessu án þess að leggjast ofan á ástina.“ LÓA Fugl ástar og dauða Annað svið og Leikfélag Reykjavíkur: SVAN- URINN eftir Elizabeth Egloff. Þýðing: Árni Ib- sen. Leikstjórn: Kevin Kuhlke. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Frumsýnt á Litla sviði Borg- arleikhússins 19. okt. Gunnar Stefánsson skrifar um leiklist Svanurinn er margrætt og merkilegt tákn í bókmennt- um. Það rekur Guðbergur Bergsson - sem sjálfur hefur skrifað söguna Svaninn - í fróð- legri grein í leikskrá. Svanurinn er tákn fyrir eilífðarþrána, list- ina, ástina, dauðann. Yfirleitt má segja að svanurinn tákni það íjarlæga í lífinu, hugsýn mann- eskjunnar um hamingju handan við hversdagstilveru og „niður- læginguna í mannsmynd", eins og Dora í leik Elisabetar Egloff segir um viðhald sitt, mjólkurp- Póstinn Kevin. Þessi ameríski höfundur notar sér haganlega í leik sínum af hugmyndaforða arfleifðarinnar um svaninn. Beinast liggur við að tengja hann draumnum um háleita ást (sbr. Leda og svanurinn í grískri goðafræði), en það er líka ljóst að hann tengist ekki síður dauð- anum, snjónum, kuldanum. f lok leiksins, þegar svanurinn nemur Doru á brott, er það inn í ríki mjallar og kulda, ekki síður en í sæluríki þeirrar stóru ástar sem hún hafði verið að leita að allt sitt líf. í öllum ytri sniðum er þetta dæmigert amerískt nútfmaverk. Það gerist á heimili hjúkrunar- konunnar Dóru í bæ í Nebraska. Hún er margfráskilin, en hefur árum saman haldið við giftan mann, mjólkurpóstinn Kevin, sem heldur henni raunar uppi eins og eiginkonunni, en hefur aldrei leitað eftir að giftast henni, enda samband þeirra dæmigerð nútímahálfvelgja. Kevin og Dóra geta hvorki lifað saman né slitið sambandi sínu og lausn á samskiptavandanum er auðvitað ekki að finna nema í tíma hjá sálfræðingi! En nú ger- ist það að inn um gluggann hjá Dóru flýgur svanur sem breytist í mann. Þetta umsnýr stöðu henn- ar algerlega, sjálft ævintýrið er komið inn í líf hennar. Kevin verður sem vænta má aíbrýði- samur, sjálf streitist hún á móti þessu „stóra tækifæri“, sem Kevin segir auðvitað að sé ekki til. En að lokum fer þetta eins og vænta mátti. Hitt er opið mál hvort túlka ber endalokin sem tilfinningalega frelsun eða dauða - líklega er þetta tvennt sam- slungið. Svanurinn er kunnáttusam- lega samið verk, af leikni spunn- ið um goðsögnina um svaninn, sem hér er tengd við jarðbundið hversdagsraunsæi nútímalífs. Goðsögnin ræður að vísu yfir leikritinu og hvergi lagst í djúpar pælingar, persónurnar fremur einhliða týpur til að segja dæmi- sögu en að þær verði manneskj- ur af holdi og blóði; svanurinn er það auðvitað ekki, eðli málsins samkvæmt, nema að hálfu. Við getum túlkað verkið á bjartsýn- an hátt og sagt að höfundurinn vilji leiða það í ljós að hið hálfa líf Dóru verði heilt í lokin úti í snjónum fyrir tilverknað svans- ins. En jafnljóst er þá hitt hve aumkunarverð tilvera Kevins er, þegar hann hefur misst allt og glatað sínu stóra tækifæri. Leikurinn býður þannig upp á ýmsa möguleika í túlkun og leik- stjórinn ýjar að nokkrum í leik- skrá, þar á meðal kvenfrelsis- sjónarmiði, þar sem hér sé lýst baráttu nútímakonunnar við að horfast í augu við volduga og skelfilega hluta af sjálfri sér. Það felast því í þessu stutta leikriti ýmsir áhugaverðir kostir fyrir leikhúsmenn. Að vísu sýnist mér, af því að lesa leikinn, að leikstjóri fylgi býsna fast leið- beiningum höfundar, sem eru ít- arlegar, og þeim áherslum sem hann virðist vilja leggja. Hefði verið fróðlegt að sjá hvort ís- lenskur leikstjóri hefði tekið verkið öðrum tökum. Annars er Kevin Kuhlke greinilega mjög fær leikstjóri, sem fengur er að fá hér til starfa og sýningin er vandlega unnin og stílhrein. Leikmyndin er alveg sam- kvæmt fyrirmælum höfundar og styður vel við þá mynd sem verk- ið sjálft bregður upp af tilveru Dóru og Kevins. Þýðingin er lip- ur, en að vísu með nokkuð hráu þýðingarbragði á stöku stað. Leikarar eru aðeins þrír. Björn Ingi Hilmarsson leikur Kevin. Hann hefur náð sér æ betur á strik sem leikari upp á síðkastið og nær býsna öruggum tökum á þessum hversdagslega, níska og umkomulausa mjólkur- pósti. María Ellingsen er með okkar fremstu leikkonum af yngri kynslóð, öguð í hvívetna og fer létt með að sýna þessa hjúkr- unarkonu, sem hefur synt í gegnum h'fið í almennum sljó- leika þar til svanurinn kemur. Svaninn sjálfan leikur Ingvar E. Sigurðsson. Ilann er að sjálf- sögðu miðpunktur verksins og skyggir þannig óhjákvæmilega á hina tvo leikendurna. En hann gerir það líka í ótrúlega snjöllum leik. Líkamstækni hans er ótrú- leg, en á hana reynir heilmikið í þessu verki, hann tjáir sig í hreyfingunum. Návist svansins á sviðinu verður nánast yfirþyrm- andi, raunar ekki síður meðan hann er mállaus en eftir að hann hefur ljóðrænt tal sitt. Það er orðið margtuggið í leikdómum að benda á afburði Ingvars á sviðinu, en svanurinn er næsta sérstætt sýnidæmi um þá. Það er augljóslega forsenda fyrir því að sýning á Svaninum nái tilætluð- um áhrifum að hafa á að skipa snjöllum leikara í hlutverk fuglsins. Ég býst við að fyrir leik Ingvars umfram annað verði sýning þessa nútímaævintýris höfð í minni.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.