Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Page 7

Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Page 7
,21iigur-®trrarm Miðvikudagur 23. október 1996 -19 MENNING O G LISTIR Dýrin í Laugardaginn 19. október frumsýndi Leikfé- lag Akureyrar leikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner. íslensk þýðing taltexta er eftir Huldu Valtýsdóttur en söngtextar eru í þýðingu Kristjáns frá Djúpalæk. Leikstjóri uppsetningarinnar er Ingunn Jensdóttir en leikmynd hönnuð af Guðrúnu Auðunsdóttur. Lýsing er unnin af Ingvari Björnssyni en tón- listarstjórn og útsetningar eru verk Jóns Rafnssonar og Krisfjáns Edelstein. Undirritað- ur sá aðra sýningu verksins, 20. október. Haukur Ágústsson skrifar um leiklist Leikritið Dýrin í Hálsaskógi hefur notið mikilla vinsælda hér á landi allt frá því að verkið birtist fyrst á íjölum Þjóð- leikhússins fyrir áratugum. Efni þess er ævintýri, þar sem dýrin í skóginum taka á sig eiginleika manna. Á meðal þeirra ríkir valdabarátta og ófriður en þau finna til þeirrar nauðsynjar, að í samfélagi þeirra verði að ríkja friður og einlægni. ( þessu er verkið innihaldsrík dæmisaga. í ferli þess fléttast einnig önnur atriði, sem horfa mega til heilla yrðu þau tekin upp í mannlegu samfélagi, en það er í raun um- fjöllunarefni þessa sívinsæla barnaleikrits. Sviðsmynd Guðrúnar Auðuns- dóttur er falleg. Hún byggir fyrst og fremst á skóginum, en inn í hann eru felldar lipurlega aðrar senur sem fyrir koma í verkinu. Lýsing Ingvars Björnssonar gerir leikmyndinni góð skil og eykur dýpt hennar, auk þess sem hún dregur fram þá hluta leik- myndarinnar sem mestu skipta hverju sinni. Aðalsteinn Bergdal er í hlut- verki Liila klifurmúsar. Aðal- steinn fer vel með hlutverk sitt. Hann lifir sig inn það, hefur greinilega gaman af því að Ieika fyrir hina ungu leikhússgesti og nær góðu sambandi við þá. í hlutverki Mikka refs er Guð- mundur Haraldsson. í fyrri hluta verksins er túlkun Guðmundar nokkuð á reiki, jafnt í raddbeit- ingu sem fasi. í síðari hluta kemst Guðmundur mun nær per- sónunni og samfelldri mótun hennar. Þannig á hann góðar senur í stuldinum á svínslærinu og leitinni að Bangsa litla. Guð- mundur hlaut tíðum verulega líf- leg andsvör áhorfenda. Jónsteinn Aðalsteinsson leik- ur Hérastubb bakara og einnig manninn eða bóndann á bænum. Ilann nær lipurlegum og víða skemmtilegum tökum á báðum hlutverkum sínum. Hið sama er að segja um Mörtu Nordal í hlut- verki bakaradrengsins, en hún gerir einnig vel í hlutverki húsa- músarinnar. Marteinn skógarmús er leik- inn af Skúla Gautasyni. Hann kemst of oft ekki meira en svo í samband við hlutverkið og verk- ar því nokkuð stirðlegur. Því miður má hið sama segja um Guðbjörgu Thoroddsen í hlut- verki Ömmu skógarmúsar. Aftur á móti á Guðbjörg talsvert skemmtilegan leik í hlutverki konunnar á bænum. Kristjana N. Jónsdóttir er í hlutverki krákunnar. Hlutverkið er ekki stórt, en Kristjana gerir því skemmtileg skil og nær góðu sambandi fram til áhorfenda. Bangsapabbi er leikinn af Sig- urði Hallmarssyni og Bangsa- mamma af Þóreyju Aðalsteins- dóttur. Bæði skortir nokkuð á innlifun í hlutverk sín og við- brögð við því sem gerist í ferli leiksins. Hið sama má því miður segja um flesta leikendur í smærri hlutverkum og virðist sem leikstjóranum hafl ekki tek- ist að móta þessar persónur sem skyldi eða gæða sýninguna í heild því lífi og þeirri samfellu sem í verkinu býr. Þetta kemur ekki síst fram í ýmsum hópsen- um, sem eru margar um of dauf- legar. Undirleikur í verkinu er snot- urlega af hendi leystur og má þar ekki síst til nefna hina yngri úr hljóðfæraleikarahópi, sem léku fallega á hljóðfæri sín. Söngur var almennt góður og líf- legur og framburður greinilegur hjá öllum leikendum, en fyrir kom að framsögn væri nokkuð lesleg og hefði mátt gera betur á því sviði. Einkennilegur ruglingur í töl- uðum texta er í notkun orðanna að borða og að éta, þar sem þau virðast notuð eftir hendinni. Þessu hefði mátt kippa í liðinn eftir einhverri reglu, svo sem þeirri, að almennt er gert ráð fyrir því að dýr éti en borði ekki. Þó ýmislegt megi finna að uppsetningu Leikfélags Akureyr- ar á Dýrunum í Hálsaskógi, náði hún greinilega til hinna ungu áhorfenda á sýningunni sem undirritaður sá. Með því má segja að tilgangi hafi verið náð og þá líka vonandi því að boð- skapur verksins um nauðsyn samhyggðar og kærleika hafi komist til skila. ÞJÓDLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00: Söngleikurinn Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors Fimmtud. 24. okt. Nokkur sæti laus laugard. 26. okt., laugard. 2. nóv. Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Föstud. 25. okt. Orfá sæti laus. Föstud. 1. nóv., Laugard. 9. nóv. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Fimmtud. 31. okt., 70. sýning Nokkur sæti laus sunnud. 3. nóv, föstud. 8. nóv. Ath. Takmarkaður sýningafjöldi Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 27. okt. kl. 14. Örfá sæti laus Sunnud. 3. nóv. kl. 14. Sunnud. 10. nóv. kl. 14. Ath. takmarkaður sýningafjöldi. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford Föstud. 25. okt. - Uppselt. Sunnud. 27. okt,- Uppselt. Föstud. 1. nóv. - Örfá sæti laus. Miðvikud. 6. nóv. - Örfá sæti laus. Laugard. 9. nóv. - Laus sæti. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Fimmtud. 24. okt. Uppselt. Laugard. 26. okt. Uppselt. Fimmtud. 31. okt. Uppselt. Laugard. 2. nóv. Uppselt. Sunnud. 3. nóv. Uppselt. Fimmtud. 7. nóv. Uppselt. Föstud. 8. nóv. Uppselt. Föstud. 15. nóv. Laus sæti. Laugard. 16. nóv. Laus sæti. Athugið að ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. - Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. - Simi 551 1200. §igrún Astrós Sýnlng föstud. 25. okt. kl. 20.30. Sýning laugard. 26. okt. kl. 20.30. Sýning laugard. 2. nóv. kl. 20.30. Dýriní Hálsaskógi ettir Thorbjorn Egner ÞýSendur: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk Lýsing: Ingvar Björnsson Búningar og leikmynd: GuSrún AuSunsdóttir Leikstjóri: Ingunn Jensdóttir. Sýning fimmtud. 24. okt. kl. 15.00 Sýning laugard. 26. okt. kl. 14.00 Sýning sunnud. 27. okt. kl. 17.00 Sýning þriðjud. 29. okt. kl. 15.00 Sýning fimmhjd. 31. okt. kl. 15.00 Muniö kortasöluna okkar Sími 462 1400 Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími! miðasölu: 462 1400. Jlttgur-'ðlutnraT - besti tími dagsins! LEIKFELAG AKUREYRAR

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.