Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Qupperneq 2
14- Fimmtudagur 24. október 1996 |Dagur-®tOTmn I L í F I Ð í L A N D I N U Ekki „mni“ að vilja vera heima ✓ IMenntaskólanum á Egils- stöðum er nú boðið upp á nám í ferðamennsku. Um er að ræða nám sem á að vera góður grunnur til nánast allra starfa er tengjast hótel- og veit- ingarekstri. Vigfús Friðriksson, 19 ára Fljótsdælingur í húð og hár, var einn þeirra fyrstu sem innrituð- ust í þetta nám, einn af sjö. Hann segir námið hugsað þannig að nemendur séu eins nálægt atvinnumarkaðnum - fólkinu sem er að snúast í ferðaþjónustu og ferðamálum - og hægt er. „Þetta er rosalega góður stökkpallur, myndi ég telja, fyrir frekara nám í ferða- málum. Það er farið inn á alveg ótrúlega mikið.“ Verklegi hlut- inn leikur stórt hlutverk í þessu námi og er meðal annars ein önn kennd í Hússtjórnarskólan- um á Hallormsstað. Vigfús segir það mjög gagnlegt, þar sem nemendur eiga að geta gengið í hvaða störf sem er, t.d. á hótel- um, að námi loknu. „Hér fáum við ofboðslega góðan grunn.“ Til að byrja með hefur verið boðið upp á tveggja ára nám. „í mínu tilfelli er ég mjög sáttur við það, þar sem ég ætla mér ekki í stúdentinn. En ég veit að það eru margir í Menntaskólan- um ósáttir við það, því segjum að þú ætlir að taka málabraut með þessu þá lengir þetta skólavistina um hálft til eitt ár. Menn vilja geta tekið stúdents- próf af ferðaþjónustubraut." Vigfús segist stefna í ákveðna átt með sínu námi. „Það sem ég er að vinna mér inn er þessi blessaði ferðamála- grunnur. Nú hef ég ákveðnar hugmyndir um hvað mig Iangar til að gera og eitt af því sem mig hefur lengi langað til að gera, ég veit ekki hvernig það verður eftir 10 eða 20 ár, er að koma einhverju af stað uppi í Fljótsdal. Ég sé svo mikla ónýtta möguleika þar. Félags- heimilið þarna er t.d. ónýtt mestallt árið, ég tala nú ekki rnn á sumrin. Þar væri hægt að vera með upplýsingamiðstöð og smá verslun. Það væri hægt að selja hestaferðir sem boðið er Vigfús Friðriksson við kökubakstur í Hússtjórnarskóianum. upp á, miðstöð fyrir bændagist- ingu á svæðinu, selt það sem verið er að framleiða í dalnum, t.d. leðurvörur. Það er hægt að vera með leiðsögumann og bjóða upp á skipulagðar göngu- ferðir og ferðir upp á hálendið. Það eru Qölmargir möguleikar. Það veltur náttúrlega allt á í]ár- magni, en þetta eru hugmyndir sem mér detta strax í hug þeg- ar minnst er á Fljótsdal og ferðamál. Draumurinn er síðan náttúrlega að virkja Skriðu- klaustur.“ Vigfús segist ekki vera alveg viss um hvort halda skuli í frek- ara nám í ferðamálum, en eitt sé víst, leiðin liggi heim. „Það sem mig langar mest til að gera er að geta nýtt það sem ég læri, hvað sem ég læri, hérna heima fyrir. Mönnum finnst ég kannski vera svolítið gamaldags, en ég er ekki að fara neitt. Ég er kannski ekki sú týpa sem er „inn“ hjá ungu kynslóðinni í dag. Það eru allir að fara, allir að tala um hvað allt sé vonlaust og allt sé ömurlegt. Einhvern veginn hef ég alltaf verið talinn frekar heimakær, en mér finnst það eiginlega ekki skipta máli. Ég sé mikið af möguleikum á Héraðinu í mörgu og vil nýta þá.“ Námskeið í þjóð- legri matargerð Ferdaþjónusta bænda mun um næstu mánaðamót efna til nám- skeiðs í matargerð og verður það haldið að Hólum í Hjaltadal. „Þetta verður matreiðslunámskeið með ívafi annarra þátta,“ sagði Helgi Thorarensen, kennari við Bændaskólann að Hólum, í samtali við Dag-Tímann. s námskeiði þessu verður lögð sérstök áhersla á fræðslu um úrvinnslu ís- lensks hráefnis í matartilbún- ingi á ferðaþjónustubæjum. Þar má meðal annars nefna mat- reiðslu og úrvinnslu á bleikju, grænmeti og kjöti. Þá verður einnig íjallað um brauðgerð, grænmetisrækt og framreiðslu matar. Sérfræðingar og kennar- ar við Hólaskóla kenna á þessu námskeiði sem ætlað er bænd- um í ferðaþjónustu. Á námskeiði þessu, sem haldið verður dagana 31. októ- ber til 1. nóvember, mun Ilall- gerður Gísladóttir, þjóðhátta- fræðingur, fjalla um íslenska matarmenningu eins og hún hefur birst þjóðinni og lifað með henni í gegnum aldirnar. -sbs. í eldhúsi Hólaskóla i Hjaltadal. Björg Pálsdóttir og Bryndís Bjarnadóttir, sem þar er ráðskona. Mynd: -sbs. LJ| j 'ijj, v ÉPfi! y » ',v

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.