Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Side 4

Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Side 4
16- Fimmtudagur 24. október 1996 iDagurAEmmm Umðúðcáauót Jafnréttið og spangól leikkvenna Jóhannes Sigurjónsson skrifar Ein höfuðástæðan fyrir því að jafnrétti kynjanna hef- ur ekki náð lengra fram framhaldsþátt á einhverri sjón- varpsrásinni. í myndinni var at- riði sem ekki kom beinlínis á óvart. Kona á besta aldri vafr- aði inn í illa upplýst herbergi, hvar á teppi lá kirfilega myrt fórnarlamb. Konan fékk um- svifalaust móðursýkiskast og öskraði af öllum lífs og sálar kröftum um Ianga hríð, eða allt þar til karlmenn úr næstu hús- um dreif að, sem hófu strax um orðum: kona sem lendir í krísu fellur saman og fer á taugum. Ergo: Konur hafa ekki styrk til að takast á við erfið vandamál og bregðast við óvæntum áföllum og því er þeim trauðla treystandi til að hafa mannaforráð og stjórna fyrirtækjum, herjum eða lönd- um. Þetta kann að þykja nokkuð langsótt. Og auðvitað gera fæst- .jséia. t i að ganga en raun ber vitni, er auðvitað skerandi öskur leik- kvenna sem rekast óvænt á fórnarlömb morðingja í bíó- ' myndum. Við félagarnir, Bubbi bók- haldsósómi, komumst að þess- ari niðurstöðu eitt kvöldið í vik- unni þar sem við sátum og horfðum á bíómynd ellegar æðrulausir að hringja í lögreglu og lækni og róa konukindina. Svona atriði höfðum við Bubbi séð um það bil 37.545 sinnum frá líklega 9 ára aldri. Og því er það auðvitað sjálf- krafa greypt okkur í huga, og gildir ugglaust um fleiri, að kona sem finnur lík mun bregð- ast við á þennan hátt. Með öðr- ir sér grein fyrir því að þeir treysta ekki konum af því að þær spangóla svo ámáttlega þegar þær rekast á myrt lík í bíómyndum. En þegar menn hafa séð sama atvikið svona þrjátíuþúsund sinnum, þá síast boðskapurinn eða áróðurinn óneitanlega í einhverjum mæli inn í undirmeðvitundina og hef- ur áhrif á skoðanir manna. Nú er morgunljóst að kvik- myndagerðarmenn frá upphafi vega byggja ekki á vísindaleg- um rannsóknum á viðbrögðum kvenna við líkfundum, þegar þeir skikka leikkonur til þess að góla við slíkar aðstæður. Og það er eins víst að ef minna heyrist í karlmönnum sem fyrir tilvilj- um detta ofan á lík, þá sé ástæðan fremur yfirlið viðkom- andi en ísköld ró á ögurstund. Það er því full ástæða fyrir kvenréttindakonur og jafnrétt- issinnað fólk hvar sem er í heiminum að mótmæla móður- sýkislegum viðbrögðum leik- kvenna við líkfundum. Nema náttúrlega að fram fari vísinda- leg rannsókn á fyrirbærinu, þannig að þegar konur almennt rekast á fórnarlömb morðingja svona hversdags, þá sé ætíð einhver viðstaddur til að skrá viðbrögð viðkomandi konu. Og þá kemur hið sanna auðvitað í ljós. Minn tími er koimnn! Eftir tveggja áratuga starf Kvennalistans eða sérstakra kvenna- framboða í íslenskum stjórnmálum og þrotlausa jafnréttisbaráttu Rauð- sokkahreyfingarinnar og arftaka hennar hefði mátt búast við að kvenfrelsismál- in væru í þokkalegum farvegi hér á landi. Svo virðist þó hreint ekki vera - í það minnsta ekki samkvæmt þeim mæli- stikum sem kvenfrelsis- konur alla jafna leggja á þessi mál. Samkvæmt könnun sem Dagur-Tíminn birti í gær vill unga fólkið á aldrinum 25- 35 ára að konur séu heima hjá börnum sínum en ekki að vingsast úti á vinnu- markaði - enda var fyrir- sögn greinarinnar „Mamma vertu heima“. Blúndu-Rósa Þessi niðurstaða verður ef- laust túlkuð sem mikill ósig- ur fyrir kvenfrelsiskonur en ein manneskja hlýtur þó að fagna niðurstöðunnni sem miklum sigri. Það er Blúndu-Rósa Ingólfsdóttir, sem árum saman hefur tal- að fyrir því að konurnar fari aftur inn á heimilin, hugsi um börnin sín og dekri við eiginmanninn þegar hann kemur þreyttur heim úr vinnunni. Rósa hefur meira að segja fundið svo til með afskiptum og hornreka eig- inmönnum kvenréttinda- kynslóðarinnar að hún daðrar í síma fyrir þá til að auka hjá þeim ímyndunar- aflið og gefa lífinu dálítinn lit. Konur hugsa í hring hef- ur Rósa fullyrt og slík hring- hugsun hentar betur inni á heimilinu en úti í atvinnulíf- inu. Á vinnumarkaði nýtur bein rökhugsun karlsins sín hins vegar betur segir hún. Kvennréttindakonur hafa kunnað Rósu litlar þakkir fyrir þessi afskipti sín af jafnréttisbar- áttu kynj- anna og Garri man ekki betur en á stundum hafi hitnað hressilega í kolunum og jafnvel neist- að á milli, eins og nafn- giftir Rósu á meðvituðum kvenéttinda- konum bera með sér. Hún kallar þær vaðmálskerling- ar. Blúndurnar sigra Lengst af hélt Garri satt að segja að Rósa væri fulltrúi mikils minnihluta og hverf- andi sjónarmiða. Ilún væri eins konar geirfugl í þessari umræðu. Nútímakonurnar hins vegar væru í hinum hópnum og „vaðmálskerl- ingarnar" væru þrátt fyrir allt það sem koma skyldi. En annað hefur semsé korn- ið í Ijós og nú stendur Rósa uppi sem fulltrúi unga fólks- ins, nútímakonan sem talar í takt við meirihlutann. Þetta er auðvitað mikill sig- ur fyrir hana og spurning hvort hún ætti ekki að fara út í stjórnmál, jafnvel með því að stofna sinn eigin flokk, blúnduflokkinn. Nema náttúrulega hún fari fram í formannskjör hjá Al- þýðuflokknum! í það minnsta gæti hún staðið upp á flokksþinginu og sagt með sanni: „Minn tími er kom- inn!“ Garri.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.