Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Qupperneq 11

Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Qupperneq 11
J)agur-®œrám Fimmtudagur 24. október 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Joan Collins er hér með öðrum eiginmanni sín- um, Anthony Newley, ásamt dóttur þeirra og syni, Töru og Sacha, og yngstu dótturinni Kasthy sem Joan á með þriðja eiginmanninum. Tilefnið er ævisaga leikkonunnar sem er nýkomin út. Joan Collins þótti hafa náð sérlega góðum samningum þegar samið var um endurupptöku The Nanny. Ekki aðeins að hún fengi það skriflegt í samningnum að hún mætti eiga allan fatnaðinn sem hún klæddist heldur líka að hún fengi sjálf að velja hverju hún klæddist. Sagt er að jafnvel stórstjörnum í aðalhlutverkum veitist erfitt að ná slíku fram í samningum. Joan Collins. Rhea hætt á barmim og komin í háskóla Aldarijórðungs ástarævin- týri þykir tíðindum sæta í Holywood. Rhea Perlman sem varð víðfræg í hlutverki orðheppnu gengilbeinunnar Cörlu á Staupasteini, og litli grínistinn hennar, Danny De- Vito, virðast hafa dottið ofan á hina vandfundnu leið til að njóta ánægjulegs ijölskylduh'fs, eftir áralanga trúlofun. Öðru hverju þykir þeim samt nauð- synlegt að bregða sér af bæ og eiga rómantískar helgar tvö ein. Pað var ást við fyrstu sýn þegar Rhea og Danny hittust árið 1970, þá ungir leikarar (22 og 25 ára) í New York, enda fóru þau að búa saman stuttu seinna. Hún vann þá fyrir sér sem þjónustu- stúlka á bar og Danny hafði lagt stund á hár- greiðslu. „Lengi vel héldum við þó að fjölskyldu- h'f félli ekki inn í okkar lífsstíl,“ segir Rhea. Parið frestaði líka brúðkaupi og barneignum á annan áratug, en drifu þá í hlutun- um og eiga nú þrjú börn; 13, 11 og 8 ára. Rhea er byrjuð í nýrri grín- þáttaröð, Perlu, hjá CBS sjón- varps- stöðinni. Þar leik- ur hún miðaldra „Okkur finnst gaman að leika okkur með eins og börn, t.d. að horfa á teiknimyndir, fara í koddaslag eða á línuskauta". Rhea er aðeins 155 cm á hæð en samt hálfu höfði hærri en eiginmaðurinn. konu, Car- aldo, sem er ekkja og í háskóla í fyrsta sinn. Ánægðust segist hún þó þegar þau hjónakornin geta unnið að sama verkefninu, eins og þau gerðu nýlega í barna- myndinni Matildu. „Eldhúsið er hins vegar eini staðurinn þar sem Danny er allsráðandi," segir Rhea. „Minn elskulegi eiginmaður hefur kennt mér allt sem ég kann í eldamennsku og sérstaklega í þeirri ítölsku." Teitur Þorkelsson skrifar Þríhyrn- ingurinn P ríhyrningurinn er tákn- rænn fyrir sköp og skap- arhár konunnar og þær gersemar sem þau gefa karl- manninum fyrirheit um. Enda er hann yfirleitt það fyrsta sem unglingsstrákar teikna á stræt- isvagnaskýli og skólaveggi landsins. Fyrsti stafur stafrófs- ins, A og Alpha á grísku eru þríhyrningslaga. Alpha þýðir upphaf og upphaf okkar allra er einmitt að finna í þríhyrn- ingnum á milli fóta konunnar. Stafurinn Delta, sem er full- kominn þríhyrningur hefur í þúsundir ára táknað árósa sem voru frjósamasta landið, upphaf alls lífs í eyðimörkinni. Ekki að undra þó að heilu menningar- heimarnir, trúarhópar og heim- spekiskólar hafi notað þríhyrn- inginn sem tákn fyrir hið dular- fulla og kraftmikla, upphaf lífs- ins. En krafturinn stafaði ekki bara af því að þríhyrningurinn væri upphaf lífs. Menn (aðal- lega karlmenn) trúðu því að karlmennskan hlyti að vera hið máttugasta í heimi hér. En hvernig fóru svo leikar þegar uppreistur limurinn, aðaltákn hinnar ósigrandi karlmennsku, fór til móts við þríhyrninginn, sköp konunnar? Hann kom ávallt gjörsigraður út. SONY PLAY STATION Verðlœkkun! Áður 35.500 stgr. Nú 22.950 stgr. HLJÓMDEILD HÓKWIS Hafnarstræti 91 Akureyri - Sími 461 3555 Tökum nú sem fyrr alla aldurshópa hrossa í fóðr- un og hirðingu. Enn fremur verða Magnús Jóhannsson og Helga Ein- arsdóttir taimiingamenn starfandi að Grund. Að vanda verður veittur jóla- og áramótaafsláttur á tamningu. Starfsemin byrjar 1. nóv. Uppl. og pantanir í síma 463 1334 og 463 1398 eftir kl. 19.00. Einnig í síma 897 5616. Hrossaræktarbúið Grund. 42. kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eysta verður haldið á 4. hæð Alþýðuhússins Skipagötu 14, Akureyri 25. og 26. október 1996. Þingið hefst kl. 20.00 á föstudagskvöld með hefðbundn- um þingstörfum. Kl. 21.00 ávarpar formaður Framsóknarflokksins, Hall- dór Asgrímsson, utanríkisráðherra þingið. A laugardaginn hefst þingfundur kl. 9.30 með ávörpum gesta. Þá verða mál afgreidd og síðan kosningar. Ráðstefna um heilbrigðismál Kl. 14.00 hefst Ráðsefna um heilbrigðismál, með áherslu á hlutverk heilsugæslu og smærri sjúkrahúsa. Framsöguerindi flytja: Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, Valþór Stefánsson, heilsugæslulæknir Akureyri, FriSfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Húsavíkur. Þá verSa pallborSsumræSur þar sem þátttakendur, auk fram- sögumanna verSa: GuSrún Eggertsdóttir, hjúkrunarfræSingur á Kópaskeri og Magnús Stefánsson formaSur læknaráSs F.S.A. RáSstefnustjóri: Elsa B. FriSfinnsdóttir, hjúkrunarfræSingur og lektor viS háskólann á Akureryi. RÁðSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN. Á laugardagskvöld verSur samkoma á vegum Framsóknarfé- lags Akureyrar, sem hefst meS borShaldi kl. 19.30. ÞríréttuS máltíS. SkemmtiatriSi. VerS kr. 2.500,- Veislustjóri: GuSmundur Stefánsson. Þátttökulisti liggur frammi á kjördæmisþinginu á föstudags- kvöld. Allt framsóknarfólk velkomið meðan húsrúm leyfir. Stjórn K.F.N.E.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.