Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Side 1

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Side 1
Verið viðbúin vinning u Verið viðbúin vinningi! LÍFIÐ í LANDINU Föstudagur 25. október 1996 - 79. og 80. árgangur - 204. tölublað AÐ GERA ALLA AÐ AULUM Thor Vilhjálmsson rithöfundur. ÞJÓÐBÚN- INGURINN Thor Vilhjálmsson er ekki að skafa utan af því þeg- ar rætt er við hann um fjölmiðlana. Það sem átti að verða örstutt spjall um uppá- halds sjónvarps- og útvarpsefni skáldsins vatt upp á sig! Thor vill horfa á apa og eðlur í sjón- varpinu en hefur litla trú á að afþreyingarefnið svokallaða hvfli áhorfendur í reynd. Og „fyndnu" þættina gefur hann lítið fyrir! „Ég sækist í efni sem einhver næring er í. Eitthvað sem vekur umhugsunina. Mér leiðist hamagangur sem slævir hugsun og áróður fyrir því að allir þurfi endalaust að slappa af. Hama- gangur sem miðast að því að Ég veit um fólk sem er miður sín þegar það á að mæta til vinnu eftir afþreyingu sem stendur kannski langt fram á nætur í sjónvarpi. gera menn að aulum, dáðlausa með öllu. Ég sá sjónvarp á sín- um tíma þegar það kom. Ég fékk mér sjónvarp og féll fyrir því þegar öll kóngaleikritin hans Shakespeares voru sýnd, svoleiðis efni vil ég fá. Nú hafa komið kynslóðir síðan og þetta efni vil ég fá aftur.“ Þættir úr dýraríkinu eru aft- ur rithöfundinum að skapi. „Mér finnst ágætt að sitja við sjónvarp og horfa á ljón og apa og eðlur og fiðrildi, að ég tali nú ekki um gíraffa og gasellur, útlistaðar af mönnum sem hafa ást á slíku lífi. Þá líkar mér fróðleiksþættir, ekki síst þeir sem fjalla um forna menningu, skoðaðir af viti og hugkvæmni samtíðar okkar. Slíkt efni.“ En hvað með afþreyinguna? „Ég hef þá trú að það sé engin hvfld í þessari innihaldslausu mötun og ég veit um fólk sem er miður sín þegar það á að mæta til vinnu eftir afþreyingu sem stendur kannski langt fram á nætur í sjónvarpi. Það er varla nothæft til verka fyrir bragðið. Ég held að besta hvfld- in ef menn eru hvfldarþurfi sé að sofa. Mér þykir afskaplega gott að sofa við sjónvarp en ef fólk vill slaka á þá ætti það að einbeita sér að því sem krefst einhvers af því, reyna eitthvað nýtt.“ Um fyndnina segir Thor eft- irfarandi: „Sjálfvirkir gaman- þættir eru iðulega kallaðir fyndni en fyndni er ekki fyndni nema eitthvað finnist. Leitið og þér munið finna. Það er allt of mikið af vitleysu hér en í fyndni þarf að vera vit. Menn hafa flæmst um landið og þóst vera að skemmta í öllum plássum. Þeir hafa vakið upp einhvern hlátur en á röngum forsendum sem byggjast á aðhlátri, en ekki hlátri fólks með fólki.“ Vandaðir viðtalsþættir eiga betur upp á pallborð Thors Vil- hjálmssonar og nefnir hann út- varpsþætti Ævars Kvaran sér- staklega til sögunnar. „Það er ekki oft sem ég finn efni sem heldur mér vakandi en þó má nefna nokkra mannlífsþætti. Til „Þvílík ósvífni að leyfa einum manni að velja Ijóð í heilt ár og troða upp á aðra tíðindum úr eigin sálarkytru.“ dæmis þegar talað er við fólk sem hefur mikla lífsreynslu, hefur lært af henni og getur sagt fólki frá því. Það að blanda geði við fólk sem hefur einhverju að miðla. En það er allt of mikið af hinu, einhverju blaðri þeirra sem kunna ekkert mál. Hvorki íslensku né þau út- lendu sem það slettir iir.“ í útvarpinu hlustar Thor aukinheldur allmikið á klass- íska tónlist en nefnir einnig at- riði er varðar hans eigið starf, bókmenntirnar. „Stundum koma góðar hugmyndir sem eru rangt framkvæmdar. T.d. þessi hugmynd að hafa eitt ljóð í Ríkisútvarpinu á dag. En því- lík ósvífni að leyfa einum manni að velja ljóð í heilt ár og troða upp á aðra tíðindum úr eigin sálarkytru og lita ljóðið slíku ISOKN! morgun verður hátíðis- dagur þjóðbúningsins okkar - en við tökum forskot á sæluna með les- endum Dags-Tímans, sjá myndaopnu okkar í Líf- inu í landinu! tíðindaleysi. Þetta varðar mann ekkert um. En af því að ég drep á þetta þá eru Jónar tveir sem sjá um bókmenntaþætti í út- varpinu - Jón Hallur og Jón Karl - gáfaðir menn. Þeir vanda sín verk, og hafa ást á bókmennt- um. Slíkt er frumskilyrði en það er ekki líð- andi að troða sjálfum sér fram fyrir efnið og ónýta það þar með. Og þar sem að þú ert að norðan þá get ég ekki annað en beðið þig að margblessa Gísla Jónsson sem hefur með frá- bærum hætti ræktað og gætt íslenskunnar árum sarnan." Er Thor Vilhjálmsson venju fremur sérvitur mað ur? -Ég er náttúr- lega fullur af sér- visku en ég held að það sé ekkert slæmt ef maður ræktar sína eigin greind eftir megni og nærist á annarra manna viti. Björn Þorláksson.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.