Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Side 3

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Side 3
Ptgur-®mrám HJÓNALÍFIÐ í LANDINU Föstudagur 25. október 1996 -15 Uppskrift að góðu hjónabandi Það er ekki ójafnrœðið við eldhúsvaskinn eða bleyjuskiptingarnar, hreingerningarœðið eða kynkuldinn, eilíft daðrið í kerlingunni eða karlinum, sem er að hrjá ykkur í sambúðinnL Frœðingar virðast sammála um að rót erfiðleika í ástarsamböndum liggi dýpra, í til- finningalífinu. Lausnarorð þeirra í stressvceddu nútímasamfélagi koma kannski ekki á óvart: Slakið á! Nú ef það tekst ekki hjálparlaust þá eru til allrar lukku fjölmarg- ir reiðubúnir að leggja ykkur lið í baráttunni gegn ófullnœgjandi kynlífL hringekjurifrildum eða bara við að gera gott hjónaband enn betra. LÓA Vantar íjölskyldustefnu IHjónabandsskólanum er hjónum boðið upp á einka- tíma með sálfræðingi þar sem kenndar eru nýjar leiðir til samskipta. Talið er að hjón sem búa í lukkaðri sambúð noti AÐRAR aðferðir til samskipta en hinir. Halldór Kr. Júlíusson, sál- fræðingur, er skólastjóri skól- ans og segir hann samskipta- erfiðleika langalgengustu ástæðu skilnaða. „Fólk verður ráðþrota þegar það lendir í því að endurtaka sömu rifrildin aft- ur og aftur. Það er hægt að kenna farsælar aðferðir til að leysa ágreiningsmál." Kennslunni er skipt í 10 stundir og fer annars vegar fram í fræðslu og hins vegar samræðuæfingum. Halldór er viðstaddur æfingarnar og þjálf- ar hjónin áfram. „Við byrjum á einföldum hlutum og svo bæt- um við við.“ Halldór segir heppilegast að fólk tileinki sér farsælar sam- skiptaaðferðir þegar það er að byrja sambúð. „Við erum vana- dýr og mótum okkar samskipta- mynstur strax á fyrstu mánuð- um sambúðar. Það eru margir sem hitta ekki á þessar farsælu samskiptaaðferðir, kannski að- allega vegna þess að karlar og konur bregðast misjafnlega við, og hafa ólíka forgangsröð. Körl- um finnst mjög mikilvægt að missa ekki andlitið og sjálfsálit sitt en tengslin eru aftur á móti miklu mikilvægari fyrir konur. Konur vilja yfirleitt ræða um hlutina en karlar eiga erfitt með það.“ Þegar rifrildi snúast einkum um t.d. hver eigi að fara út með ruslið eða ryksjúga segir Hall- dór shkar ástæður ætíð á yfir- borðinu, rótin sé þá að annar aðilinn virði ekki viðleitni hins til að halda heimilinu snyrti- legu. Undir niðri kraumi ævin- lega óánægja vegna brota á eft- irfarandi þáttum sem hann seg- ir grundvallaratriði samskipta í sambúð. • umhyggja • tillitssemi og virðing • jafnræði „Þegar líkm-nar á hjónaskiln- aði eru komnar yfir 40% er þetta ekki einstaklingsbundið vandamál heldur frekar samfé- Helstu hættumerkin: - stirðleiki og þagnir eru farnar að verða einkenn- andi í sambandinu. - deilur hafa tilhneigingu til að stigmagnast og fólk á erfitt með að hcetta. - fólki finnst það vera ein- mana í sambúðinnL lagsvandamál. Við þurfum að fara að marka okkur ákveðna íjölskyldustefnu. Það er mikil- vægt að halda niðri atvinnuleysi og hafa hagvöxt í landinu en ég held það sé jafn mikilvægt að Halldór Kr. Júlíusson. þegnarnir standi ekki uppi með einkalíf sitt í rúst um fertugt vegna vinnuálags og jaðar- skatta." Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur, heldur fyrirlestra á námskeið- inu Listin að elska og njóta sem haldið verður á Hótel Örk Hættum ekki að hrífast við altarið á morgun. Hún ætlar m.a. að spjalla um erótík, kynlíf og af- brýðissemi. „Við hættum ekk- ert að taka eftir hinu kyninu við hjónaband. Slíkt getur valdið vandamálum og það skiptir auðvitað máli HVERN- IG maður horfir.“ ERÓTÍK „Upphafleg merking erótíkur er að vera í ástríðufullu sam- bandi við lífið allt í kringum sig, fegurðina, vinnuna, börn- in, vini og maka. Þegar maður er farinn að upplifa lífið af ástríðu, kominn í gott ástar- samband við sjálfan sig, þá fylgir það oft með að kynlífið verður mjög gott. Því kynhvötin er bara ein mynd af sjálfu lífsaflinu sem knýr okkur áfram. Að upplifa góða djúpa hluti í kynlífinu gefur manni meiri orku til að takast á við allt lífið.“ KYNLÍF „Gallinn við þessa opnu og djörfu umfjöllun um kynlíf í dag er að okkur er sýnt kynlíf sem enn ein neysluvaran. En djúpt kynlíf er leið til persónu- legs þroska. Til þess að ná dýpt í kynlífinu þarf maður að vera nokkuð heilsteypt mann- eskja.“ AFBRÝÐISEMI „Afbrýðissemi er mjög eðlileg tilfinning. En við eigum stund- um erfitt með að kannast við tilfinningar eins og öfund og afbrýði. Bældar tilfinningar eitra meira út frá sér en þær sem maður hleypir upp á yfir- borðið. Fyrsta skrefið er að viðurkenna afbrýðina hjá sjálfum sér. Annað skrefið er að tala saman í einlægni um þær tilfinningar sem að baki henni búa.“

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.