Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Síða 4

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Síða 4
16- Föstudagur 25. október 1996 ®agur-®mtmn Unðúðaiauat Á gulu ljósi Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar Það er skammt stórra högga á milli. Landinn var rétt að melta það að Jón Baldvin sé á förum úr íslenskri pólitík þegar Gro Harlem Brundtland tilkynnir að hið sama gildi um hana - hún sé á förum úr þeirri norsku. Mér finnst allt að því ósmekklegt af Gro Harlem að stela senunni frá Jóni Baldvin með því að til- kynna afsögn sína strax daginn eftir. Nú hljóta auðvitað að vakna spurningar um hvað þau skötuhjú muni taka sér fyrir hendur. Pau eru jú bæði á besta aldri og eru því hvorugt að setjast í helgan stein. Gro Harl- em hefur verið orðuð við emb- ætti aðalritara Sameinuðu þjóð- anna og vonandi að það verði að veruleika. Hins vegar kann að reynast erfitt að finna Jóni Baldvin starfsvettvang sem er nógu ögrandi fyrir hann, þar sem er nógu mikill hasar til að hann njóti sín. Formannsemb- ætti í Alþýðuflokknum við upp- haf nýs Framsóknaráratugar, ef ekki upphaf Framsóknaraldar, er auðvitað óbærilegt fyrir mann með skapgerð Jóns. For- setaembættið virtist heldur ekki bjóða upp á þann hraða og spennu sem hann sækist eftir. Eg sé hann ekki fyrir mér tal- andi í foðurlegum tón um slæma vegi á Vestfjörðum! Sáttasemjarahlutverk hefur aldrei verið á valdi Jóns enda er hann fremur málafylgjumað- ur en maður málamiðlana. Há embætti á alþjóðavettvangi sem uppgjafa pólitíkusar veljast í eru annað hvort róleg eftir- launastörf eða störf sem kreij- ast mikilla diplómatískra hæfi- leika og nánast embættis- mannaskapgerðar. Hvorugt hef- ur mér hann virst hafa. Gro Harlem segist meðal annars vera að draga sig í hlé til að geta sinnt fjölskyldu sinni betur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún tekur fjölskyld- una fram yfir stjórnmálafram- ann, þegar hún sagði af sér sem formaður Verkamanna- flokksins gaf hún sömu skýr- ingu. Jón Baldvin hefur ekki nefnt fjölskylduna sem ástæðu fyrir ákvörðun sinni en í viðtöl- um við aðra fjölskyldumeðlimi formaður segir að enginn hafi talað við sig. Samt standa þeir sig svo vel í Reykjavíkurlistan- um. Annaðhvort er búið að ákveða að hér skuli ríkja þriggja flokka kerfi - og Fram- sókn fái að vera stóri miðju- flokkurinn sem hún þráir að vera - eða menn vonist til að Framsóknarmenn hlaupist und- an merkjum og innlimist í þessa tvo stóru flokka. Ég verð að viðurkenna að mér fannst óþarfi af Jóni Bald- vin að tilnefnda erfðaprinsa sína. Hann átti að eftirláta hefur komið fram að hann er afar duglegur að passa barna- börnin. En ólíklegt þykir mér að hann sé að fórna pólitíska framanum fyrir þau. Hann seg- ist vilja greiða fyrir sameiningu á vinstri væng. Peir félagar sem geystust um landið á rauðu ljósi hér um árið eru báðir bún- ir að draga sig út úr stjórnmál- unum og margir virðast halda að með því sé hálfur sigur unn- inn. Sameiningasinnar virðast hafa gefist fyrirfram upp á Framsóknarflokknum. Halldór flokksmönnum sínum að velja þá. Það háir honum óneitanlega að geta aðeins valið eftirmann sinn úr röðum flokksbræðra. Enn einu sinni hlýtur Alþýðu- flokkskonum að þykja fram hjá sér gengið. Það er eins og Jón snúi alltaf við þeim blinda blettinum. Samanber um árið þegar Jóhanna sagði af sér ráðherradómi og allir bjuggust við að Rannveig tæki við, en nei, röðin var komin að Guð- mundi Árna og össuri. Þá talaði formaðurinn um kynslóðaskipti í íslenskri pólitík. Hvað er þá að gerast núna? Er Sighvatur ekki af sömu kynslóð og hann? Hvaða fersku vindar munu frekar blása með honum en t.d. Rannveigu? Er aldur hans kannski helsta ástæða þess að hann er valinn? Vill Jón tryggja að nýi formaðurinn stoppi stutt við, rétt á meðan hinn raun- verulegi erfingi lýkur sér af á öðrum vettvangi? Það eru nær allir sammála um það að Jón Baldvin er slyngur stjórnmála- maður og yfirgefi leikinn þá hæst hann stendur. Jóhanna meira að segja allt að því kom- in heim aftur. Aðdáendur hans eru því sannfærðir um að hann sé búinn að leggja drög að næstu leikfléttu. Að ætlun hans sé sú að „hann“ - hinn eini og sanni erfingi - komi í fyllingu tímans, sameini alla sem hvorki geta hugsað sér Framsókn né Sjálfstæðisflokk - og nái völdum á landsvísu. Jón Baldvin verður eftir sem áður atvinnulaus frá og með næstu alþingiskosningum vorið 1999. Reyndar hef ég litlar áhyggjur af því að hann bjargi sér ekki, hann hefur fjölhæfa reynslu, hefur verið skólameist- ari, ráðherra, togarasjómaður og guð má vita hvað. Hann er vel kynntur erlendis, sannur Evrópusinni og allt að því þjóð- hetja í baltnesku löndunum. Eiturklár, sjarmerandi og skemmtilegur þegar hann vill það við hafa. Sem er annað en hægt er að segja um flesta pól- itíkusa. Það verður spennandi að sjá hvar hann ber niður. Jón il Sung Fráfarandi formaður Alþýðuflokksins geng- ur nú undir nafninu Jón il Sung hjá alþýðu manna, vegna framgangs hans við að ráðstafa eftir- mönnum í hin ýmsu emb- ætti flokksins eftir sinn for- mannsdag. En þó þessi ráðstöfun á „erfðagóssinu" sé vissulega einstæð er það annað fram- lag frá Jóni il Sung sem vek- ur enn meiri athygli. Það eru yfirlýs- ingar hans um sam- starfið með Davíð. Þetta samstarf var vont. Það var raunar skelfilegt síðustu tvö ár Viðeyjar- stjórnarinn- ar. Jón il Sung lýsir því í hverju viðtalinu á fæt- ur öðru hve raunamæddur hann var orðinn og kvalinn í sambúðinni og ef ekki hefði verið vegna heimilis- böls hjá Alþýðuflokknum þá hefði hann slitið samstarf- inu og skilið við formann Sjálfstæðisflokksins. Kvöl og pína Kvöl og pína Jóns á Viðeyj- arkrossinum er áhugaverð vegna þess að nú fyrst er hann að viðurkenna það sem allir þóttust vita á sín- um tíma. Jafnframt er hann með þessu að koma út úr skápnum og játa á sig kenndir sem ekki hafa verið hafðar í hámæli í íslenskum stjórnmálum hingað til. Hinn ástæli leiðtogi Jón il Sung er að tilkynna þjóðinni að liann sé pólitískur masókisti. Eftir kosningarn- ar síðustu var Jón il nefni- lega manna ákafastur í að halda áfram að kveljast með Davíð. Hann hélt meira að segja uppi miklum leik- sýningum um svik og óheil- indi sjálfstæðismanna að vilja ekki framlengja líf Við- eyj arstj órnarinnar. Davíöskvalir Hin masókíska ósk um „Davíðskvalir“ er þó tæp- lega guðfræðilegt hugtak í þessu sam- bandi þrátt fyrir bibl- ískan und- irtón. „Davíðs- kvalir" Jóns il og pólit- ískur masókismi er pólitísks eðlis. Hann er nýmæli í pólitískri greiningu á fslandi, sem virðist hins vegar geta verið nokkuð gagnlegur - ekki síst við greiningu á Alþýðuflokkn- um. Pólitískur masókismi gæti t.d. skýrt þá þversögn sem Jón il Sung hefur sjálf- ur upplýst um, að jafnvel svörnustu fjandmenn hans í flokknum komu til hans og grátbáðu hann um að hætta ekki! (sbr.“Lemdu mig,“ sagði masókistinn. „Nei,“ sagði sadistinn). Flokkur sem vill hafa áhrif klýfur sig hvað eftir annað til áhrifs- leysis, er önnur þversögn sem nú skilst. Og formaður- inn - hinn mikli og ástsæli leiðtogi sem vill innst inni ekki hætta (sbr. erfðaskrána og tilraunir til að stýra at- burðarás flokksins langt inn í framtíðina) lætur sig hafa það að hætta - allt í nafni hins pólitíska masókisma. Garri.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.