Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Page 5

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Page 5
 ÍDagur-®mmm Föstudagur 25. október 1996 -17 Vinnuskúr orðinn gallcrí Búið er að breyta vinnuskúr Hlaðvarp- ans í gallerí sem hefur hlotið nafnið Tehús. Þar verður opið allan sólar- hringinn - í gegnum gluggana. Settar verða upp sýningar á um 6 vikna fresti og fékk Ragna Róbertsdóttir, myndhöggvari og íjöllistamað- ur, þann heiður að setja upp fyrstu sýninguna sem er unnin með tei en áður hefur Ragna notað rauðamöl, vikur og gróft salt á veggi. - Voru það fyrirmœli frá Kaffileikhúsinu að nota Te? „Nei, nei. Te var eiginlega það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þetta hús. Mér fannst það eitthvað svo tehús- legt.“ - Þannig að þúfórst bara út í kjörbúð og keyptir te? „Já.“ - Og hvað œtlarðu að gera við teið? „Ég lími mismunandi telauf á veggina, svona eins og þau koma fyrir. Efnið, þ.e. teið, vís- ar til nafnsins á húsinu, þetta vísar hvort á annað. Þess vegna nota ég það efni beint á vegg- ina. Efnið sjálft hefur í sér sög- una sem ég vil segja.“ - Er eitthvert sýstem á upp- röðuninni? „Já, já. Ég nota hendurnar í þetta. Ég set límið á, tek mér síðan te í lúkuna og set á vegg- inn, þannig að þetta er svona síendurtekning. Það verður bara munstur af sjálfu sér. Ég bý það ekki til. Munstrið verður tilviljunarkennt." - Á angan tesins að loða við húsið um ókomna framtíð? „Ég veit það ekki. Það er svo kalt þarna inni. Það er engin upphitun. Þess vegna er ekki mikil lykt.“ - Ekki œtlarðu að selja teið? „Nei, ég hugsa að það dytti engum í hug að kaupa það.“ Andvakaá náttsloppnum Að sögn Asu Richardsdóttur, framkvæmdastjóra Kaffileik- hússins og Tehússins er hússins vegna, það er um 15 fermetrar, ekki hægt að gera þarna hvað sem er. „Þó býður húsið upp á mjög fjölbreytta möguleika. Þetta verða ekki bara mynd- verk eða skúlptúrar. Þarna gætu rétt eins átt sér stað gjörningar og lifandi Ustaverk. \Tð ætlum ekki að hafa þetta mjög hátíðlegt og erum voða opnar fyrir alls konar sniðugum hugmyndum." - Hver er saga þessa húss? „Þetta var upphaflega lysti- hús íbúanna á Vesturgötu 3, í kringum aldamótin. Svo hefur þetta verið notað sem verk- færaskúr undir hitt og þetta. Síðan Hlaðvarpinn var stofnað- ur, hefur verið þarna Djúsbar- inn sem Magga Ponzi stofnaði og jólatrés- og kakósala fyrir jól en síðustu ár höfum við aðal- lega notað þetta sem vinnuskúr fyrir verkamennina sem hafa verið að gera upp húsin hjá okkur. En þetta verður gallerí í framtíðinni." - Hvenœr getur fólk komið? „Þetta verður bara opið einu sinni í viku [laugard. 14-17] en svo er opið allan sólarhringinn inn um gluggann. Það eru fjórir gluggar á húsinu og þú getur komið á náttsloppnum þess vegna, ef þú getur ekki sofið...“ LÓA Þetta er að verða skrýtið haust. Hvern morguninn eftir annan mætir okkur hlý gola eins og á vori þegar við komum út í dyrnar. Stundum svolítið blaut. Þegar verst gegn- ir svolítið hráslagaleg. Samt miklu líkari vorgolu en hefð- bundinni haustnepju. Merki hretsins sem kom um daginn eru sem óðast að hverfa að völdum þessarar tímavilltu vorgolu. Við í Stórhríðaraðdá- endafólaginu erum farnir að halda að við fáum ekki að tak- ast á við eftirlætisviðfangsefni Frá Stórhríðaraðdáendafélagiiiu okkar, íslenska stórhríð, fyrr en eftir jól. Ég veit að það fer hrollur um marga ef minnst er á stórhríð. Svona ekta norðlenska stórhríð, norðaustan átta eða níu vind- stig með mikilli fannkomu. Það er ekkert skrýtið. íslensk stór- hríð getur vissulega haft hinar hörmulegustu afleiðingar og þarf ekki að íjölyrða um það. Það er þó sem betur fer sjald- gæf undantekning. Hrollurinn stafar af því að stórhríðin er tákn þess sem maður ræður ekki við. Hún getur lagt menn í ijötra. Lokað menn inni á heim- ilum sínum eins og í stofufang- elsi. Staðið öskrandi fyrir utan dyrnar dægrum saman eins og hvít ófreskja og enginn vogar sér út nema í brýnustu nauð- syn. En þessi ófreskja getur líka verið skemmtilegur andstæð- ingur sem nautn er að sigrast á eins og þegar menn þreyta tafl eða glímu. Þannig stórhríð er gaman að kljást við. Þeir sem aldrei hafa reynt það hafa misst af miklu. Það er einstök tilfinning að koma út að vetrarmorgni og finna bylinn grípa sig föstum tökum við húshornið, taka and- köf, snúa sér undan dálitla stund til að ná andanum, stinga síðan höfðinu í veðrið og bjóða náttúruöflunum byrginn. Berjast áfram, ijúka af leið, sökkva upp undir hendur í dún- mjúkan skafl á óvæntum stað, brjótast um til að losna og sjá ekkert nema iðulaust hvítt kóf- ið. Finna það fylla vitin. Reyna að átta sig á aðstæðum með því að grilla í Ijós gegnum mökk- inn. Komast allt í einu og óvænt á auðan blett handan við skafl- inn. Finna leiðina. Ná í áfanga- stað eftir hálftíma barning á leið sem tekur venjulega tíu mínútur að labba, moka snjón- um frá dyrunum með höndun- um af því að skóflan er ein- hvers staðar í kafi. Komast inn í hlýjuna, hrista snjóinn af gall- anum, rífa klakann úr skegg- inu. Blása mæðinni og njóta notalegrar þreytunnar í skrokknum. Hlusta á ófreskj- una hvítu öskra fyrir utan dyrn- ar, bálreiða yfir því að hafa þurft að sleppa enn einni vesælli mannveru sem bauð henni byrginn. Við í Stórhríðaraðdáendafé- laginu bíðum í ofvæni eftir að hún komi. Það verður gaman þegar hún skellur yfir „einn góðan veðurdag". Hún kemur. Svo mikið er víst. En okkur ligg- ur ekkert á. Við greiðum at- kvæði með vorblíðunni fram yf- irjól.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.