Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Blaðsíða 6
18 - Föstudagur 25. október 1996 ;iDagur-®mtmrt MENNING O G LISTIR Eiguleg bók og kærkomin „Gísli Jónsson hefði getað skreytt sig ýmsum virðingarheitum í lífinu, en hann kaus að kalla sig menntaskólakennara. Sagði hann það mesta virðingarheiti, sem hann gæti borið.“ Fyrir skömmu kom út hjá bökaútgáfunni Hölum á Akureyri bókin íslenskt mál, sem er sýnishorn af Morg- unblaðsþáttum Gísla Jónssonar, fv. menntaskólakennara, en Gísb varð sjötugur á síðasta ári og vildu vinir hans, samtíðar- menn ' og nemendur heiðra hann með þessari útgáfu. Menningarsjóður og Lýðveldis- sjóður styrktu útgáfu bókarinn- ar. í upphafi bókarinnar segir höfundurinn, Gísli Jónsson, að bókin sé tileinkuð Menntaskól- anum á Akureyri og Amtsbóka- safninu á Akureyri með ævin- legri þökk. Fremst í bókinni eru þrír for- málar eftir þá Harald Bessason, fv. rektor Háskólans á Akureyri, Tryggva Gíslason, skólameist- ara MA, og Matthías Johannes- sen, ritstjóra Morgunblaðsins. Skal nú vitnað í formála þess- ara ágætu manna og það sem þeir segja um höfundinn, Gísla Jónsson. Fyrst er gripið niður í for- mála Haraldar Bessasonar: „Gísli er lærður maður, fróður og orðhagur jafnt á bundið mál sem óbundið. Sakir ritfærm má hiklaust skipa honum í fremstu röð svarfdælskra höfunda og er þá langt til jafnað. Einhvern veginn á það við um þá frændur og fyrrum granna, Gísla og Kristján heitinn Eldjárn, að báðir stæðu þeir djúpum rótum í bernskusveit sinni, fæddir með gullaldarmál á tungu og því sjálfgert að þeir töluðu og rit- uðu með ágætum og að því er virtist án fyrirhafnar...“ Síðar segir: „Þegar háskólakennsla hófst á Akureyri haustið 1987 tengdist Gísli Jónsson því fram- taki með fyrirlestraröð um ís- lenskar bókmenntir. Með þeim var starfi hinnar ungu stofnun- ar tryggður rammíslenskur tónn í upphafi..." Þá segir í for- mála Haraldar: „Þegar Gísh Jónsson Iét af störfum við Menntaskólann á Akureyri árið 1987 hafði hann verið einn af áhrifamestu íslenskukennurum landsins talsvert á fiórða ára- tug...“ Þá skal gripið niður í for- mála Tryggva Gíslasonar, skóla- meistara MA: „Gísli Jónsson hefði getað skreytt sig ýmsum virðingarheitum í lífinu, en hann kaus að kalla sig mennta- skólakennara. Sagði hann það mesta virðingarheiti, sem hann gæti borið, enda var Mennta- skólinn á Akureyri samastaður hans og skjól nær hálfa öld. Menntaskólinn á Akureyri var Gísla Jónssyni því mikils virði. En Gísli Jónsson var líka Menntaskólanum á Akureyri mikils virði. í mínum huga er hann í fremstu röð þeirra íjöl- mörgu sæmdarmanna sem þjónað hafa skólanum, tillögu- góður, traustur og ávallt hollur í huga...“ Síðar segir Tryggvi: „Aldaríjórðung sat hann í bæj- arstjórn Akureyrar og starfaði þar í íjölmörgum nefndum og var m. a. formaður stjórnar Amtsbókasafnsins í fimmtán ár. Um árabil var hann fyrsti vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins „Án íslenzkrar tungu lifði önnur þjóð í landinu og hér réðu önnur viðhorf.“ í Norðurlandskjördæmi eystra, sat hvað eftir annað á þingi og var talinn líklegur til að taka við þingsæti flokksins í fyllingu tímans - en hann kaus að fara annan veg...“ Að síðustu er gripið niður í formála Matthíasar Johannes- sen, ritstjóra Morgunblaðsins: „íslenzkuþættir Gísla Jónssonar í Morgunblaðinu hafa verið ein helzta prýði þess, enda vinsælir og mikið lesnir. Þeir snerta arf- leifð okkar, ræktim hennar og endurnýjun. Af henni má ekki sízt ráða að við erum sérstæð þjóð og sjálfstæð, hvað sem líð- ur því tízkutali nú um stundir að fullveldi skipti minna máli en áður. Þessi arfur minnir okk- ur á það fullveldi innra þreks og sannfæringar sem er öðru mikilvægara í hafróti alþjóða- hyggjunnar. Engum er ljúfara en Gísla Jónssyni að tala máli svo mikillar og raunar mikil- vægrar arfleifðar. Án íslenzkrar tungu lifði önnur þjóð í landinu og hér réðu önnur viðhorf. Veit ég þó vel að tunga okkar er í deiglu eins og allt sem máli skiptir og er lifandi þáttur þjóð- lífsins..." Bókin íslenskt mál er rúmar 300 blaðsíður og hin vandað- asta að allri gerð. Hún er hinn eigulegasti gripur og kærkomin öllum þeim er unna íslensku máli. Hafi höfundur og aðrir þeir sem komu að útgáfu bók- arinnar heila þökk fyrir. Svavar Ottesen. Af brjóstuni og barnaforræði Fatafellan (Striptease) ★ 1/2 Handrit og leik- stjórn: Andrew Bergman Aðalhlutverk: Demi Moore, Burt Reynolds, Ving Rhames, Armand Assante, Robert Patrick og Rumer Willis Laugarásbíó og Regnboginn Bönnuð innan 14 ára Örn Markússon skrifar um kvikmyndir Fjárfestingar í Hollywood eru stundum einkennileg- ar - l£kt og annars staðar - en að fjárfesta rúmlega 12 millj- ónir dollara í brjóstunum á Demi Moore er algjört brjálæði. Það er að sjálfsögðu ekkert yfir þeim að kvarta sem slíkum en það er leiðinlegt til þess að vita að metið - hæstlaunaðasta leik- kona í heimi - skuli slegið vegna brjóstanna á henni. Sölubrellan, sem klikkaði reyndar, fólst í að nú myndi Demi Moore, ein þekktasta leik- kona í heimi, dansa nakin. í markaðssetningu var varla lögð áhersla á neitt annað. Það er síðan kaldhæðnislegt að megin- drifkraftur Fatafellunnar er for- ræðisdeila sem titilpersónan á í við fyrrverandi eiginmann sinn. Demi Moore leikur Erin Grant, fata- fellu, sem vill reyndar að hún sé titluð dansari. Hún er að berjast við að ná dóttur sinni úr höndum fávitans fyrr- verandi mannsins síns. Inn í þetta blandast spilltur og kolruglaður þing- maður, leikinn af Burt Reynolds, sem heillast svo af Grant að hann er tilbúinn til að fórna ferlinum fyrir einkadans. Dansarinn er mikill kvenskörungur, það verðin ekki af henni tekið en trú- verðugt er það ekki. Það er sjaldnast fyndið heldur nema þá helst viðskiptin við þingmanninn. Burt Reynolds sýnir reyndar að hann kann ennþá aðeins að leika og fjöl- margar skrautlegar aukapersónur h'fga aðeins upp á myndina, t.d. tilfinninga- næmur útkastari, vel leikinn af Ving Rhames. Demi Moore er ekki góð leikkona. Brjóstin á henni breyta engu þar um. Það er spurning út af fyrir sig hvort einhver leikari eða leikkona eigi skilið 12 milljónir dollara fyrir leik í kvik- mynd. Ef framleiðendur sjá sér hag í að borga einhverjum slíka fúlgu þá er von- andi að afraksturinn verði betri og meiri reisn yfir honum.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.