Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Side 11

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Side 11
ÍDagur-SItntttm Föstudagur 25. október 1996 - 23 FINA FRÆGA FOLICIÐ Hin nýja Bardot Emmanuelle Béart er af ýmsum talin nútíma arf- taki Brigitte Bardot. Hún þykir ótrúlega eggjandi og ávann hún sér César sem besta leikkona í aukahlutverki í mynd Claude Berri’s „Manon des so- urces“. Líkt og Bardot virðist hún hafa hrifist af mótleikara sínum, og eignaðist með honum dóttur. Og hkt og hjá Bardot virðist ástin líka endaslepp, því þau eru ekki lengur saman. Bandaríkjamenn kynntust Em- manuelle fyrst s.l. sumar í myndinni „Mission Impossible". í París komst hún hins vegar nýlega í forsíðufréttirnar fyrir að taka þátt í mótmælum vegna brottflutnings afrískra innflytj- enda. Emmanuelle Béart Engri annarri lík í Hollywood Þegar Caryn Johnson var ung skólastúlka í New York óttaðist hún það að óvenjulegt útlit sitt kæmi í veg fyrir að hún gæti orðið vinsæl meðal skóla- félaganna. Hún lauk ekki framhaldsskóla og tvítug að aldri átti hún að baki bæði hjónaband og skilnað og var búin að eignast dóttur, Alexöndru, sem enn er hennar einasta barn. Sjálfstraust hennar hafði einnig vaxið og hún átti sér draum og flutti til Kaliforníu þar sem hún streðaði árangurslaust í sjö ár við að komast inn í skemmtanabransann. Whoopi Goldberg telst í hópi þeirra kvenna sem farið hefur ótroðnar slóðir og segist hreykin af því að vera eina konan í Hollywood sem ekki lítur út eins og allar hinar. AIWA SAMSTÆÐUR ELndtakur kraftur! Allar gerðir Verð frá 49.900 stgr. HLJÓMDEILD BÓIiVVLS Hafnarstræti 91 Akureyri - Sími 461 3555 Þá datt henni í hug að semja eins konar einleik, undir nafninu Whoopi Goldberg, og hreif áhorfendur með dapurlegum en um leið skemmtilegum persónum sem hún skóp. Rithöfundurinn Ahce Walker var ein af þeim sem hreifst af leik hennar og átti stóran þátt í því að Goldberg var fengin í aðal- hlutverkið í myndinni The Col- or Purple. Hollywood átti síð- an eftir að uppgötva að Whoopi Goldberg var ekki aðeins einnar myndar leik- ari. Síðan hefur hún unnið til Óskarsverðlauna. Nauðungarsala á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiðar og annað lausafé verður boðið upp við lögreglustöðina á Blönduósi Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, föstudaginn 1. nóv. nk. kl. 17.00. FS876, IK197, OT946, IX566, 044, HS031, GÞ156, HL-330, VE792, GÞ368, HK294, Y17116, IÞ860, ZA565 dráttarvél, beltagrafa Fiat Fe-18. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SýSLUMAðURINN Á BLÖNDUÓSI. 23. október 1996. Clótwdífið Emkennisbúnmgar Einbýlishús til sölu í Varmahlíð Undirrituðum lögmanni hefur verið falið að annast sölu á fasteigninni Birkimel 5, Varmahlíð, sem er 158 fm steypt einbýlishús frá árinu 1981 ásamt bílskúr sem er 50 fm. Um er að ræða góða eign og henni fylgir stór og skemmtileg lóð. Allar nánari upplýsingar fást hjá undirrituðum að Húnabraut 19, Blönduósi, eða í síma 452 4030. Stefán Ólafsson, hdl. Teitur Þorkelsson skrifar Af hverju eru konur svona hrifnar af dökk- bláum einkennisbúning- um og hvítum kaskeitum er- lendra sjóliðsforingja, hvítum bómullarfötum lækna eða bara gamla góða lögreglubúningn- um? Og hvers vegna eru karl- menn svona veikir fyrir flug- freyjum, svartklæddum þjón- ustustúlkum með hvíta svuntu og hjúkrunarkonum? Ástar- sögur og bíómyndir eru upp- fullar af karlpersónum sem uppfylla hið hefðbundna hlut- verk karlmannsins, eru ábyrgðarfullir, ákveðnir og karlmannlegir. Þeir hafa vald, sem endurspeglast í einkennis- búningnum og konunni finnst hún vera örugg með slíkum manni. Flugfreyjur, þjónustu- stúlkur og hjúkrunarkonur virðast að sama skapi uppfylla hefðbundið hlutverk konunnar. Mildar og blíðar færa þær karl- manninum mat og drykk og búa um sár hans með mjúkum hvítum höndum. Eftir því sem liin hefðbundnu kynjahlutverk hafa riðlast eru æ fleiri konur farnar að kreijast þess að karl- menn séu mjúkir menn, nudd- arar eða leikskólakennarar, og karlmennirnir farnir að láta sig dreyma um ákveðnar lög- reglukonur í fullum skrúða með handjárn og kylfu. 'Tilkynning til borgarbúa vegna fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 1997 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1997. Athygli borgarbúa, svo og hags- munasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tiilögur og ábendingar varðandi gerð fjárhagsáætlunar- innar þurfa að hafa borist á skrifstofu borgarstjóra fyrir 15. nóvember nk. 18. október 1996. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.