Dagur - Tíminn - 29.10.1996, Page 3
1
Mamma vinmir heima
Meirihluti landsmanna, er skv. skoðana-
könnun Gallup á íslandi, þeirrar skoðunar
að hið besta mál sé að annað hvort for-
eldrið sé heimavinnandi - og þá í flestum
tilvikum móðirin.
Dagur-Tíminn tók hús á nokkrum heima-
vinnandi húsmæðrum sem búsettar eru
bæði fyrir norðan og sunnan. Og þær virð-
ast vera býsna sáttar við sitt hlutskipti.
Vill vera sem
lengst heima
Unnur Friðriksdóttir er
28 ára og á 3 stráka,
einn 2ja ára og 4ra
mánaða tvíbura.
Hún hefur ekki verið í
fullri vinnu síðan sá eldri
fæddist og ekkert síðan
tvíburarnir komu í heiminn.
Unnur er nánast orðin fullgild-
ur hjúkrunarfræðingur, á ein-
ungis eftir lokaritgerðina sem
hún ætlar að vinna á kvöldin í
vetur, en hún ætlar ekki út á
vinnumarkaðinn á næstunni
enda flnnst henni mjög gaman
að vera heima.
„Ég ætla að vona að ég hafi
efni á að vera sem lengst
heima. Helst af öllu vildi ég
vera heima þangað til tvíbur-
arnir verða sex ára og byrja í
skóla."
Ef tekjur eiginmannsins
hrökkva ekki til sagðist Unnur
myndu fara í 50% vinnu, taka
þá kvöld- og næturvaktir til að
fá álagið. Dagvinna myndi varla
borga sig þar sem pössun hálf-
an daginn fyrir 3 börn færi lík-
lega í um 35.000 kr.
Unnur segist ekki undra sig
á því að meirihluti þjóðarinnar
vilji að móðirin sé frekar
heima. Bæði sé stutt síðan kon-
ur fóru að vinna mikið úti og
engin hefð fyrir því að karlarnir
séu heima.
Sjálf treystir hún manni sín-
um til að sinna börnum og búi
eins vel og hún en sagði það
ekki hafa komið til greina að
hann væri heima eftir komu tví-
buranna. „Ég er náttúrulega
með brjóstin.“ En fyrirkomulag-
ið mun ekki breytast þegar
brjóstamjólkina þrýtur. „Hann
er bifyélavirki og þyrfti þá að
segja upp vinnunni. Ég hugsa
að það yrði erfiðara fyrir hann
að fá vinnu en mig. En við höf-
um reyndar aldrei spáð í það
því ég var ekki í fastri vinnu.“
Hún sagðist þó alveg geta hugs-
að sér að karlinn tæki við henn-
ar hlutverki á heimilinu.
Unnur er viss um að mikil-
vægt sé fyrir strákana hennar
að hún sé heima enda hafi hún
þá tíma til að elda, kenna þeim
og lesa fyrir þá. Kvöldin væru
of stuttur tími til þess. LÓA
Unnur Friðriksdóttir með tvíburastrákana sína, sem heita Haukur Ingi og Hákon Örn. Sá elsti heitir Halldór
Friðgeir. Mynd.sg.
Anna Steindórsdóttir á 4
börn á aldrinum 3ja-13
ára. Hún er sjúkraliði að
mennt og vann sem slíkur í
sumar en þarjyrir utan
hefur hún verið heimavinn-
andi sL 3 ár.
Anna er mjög ánægð með
að geta verið heimavinn-
andi. „Við þraukum
svona með því að maðurinn
vinnur 14 tíma á dag. Það er
bara ekki hægt að vera útivinn-
andi frá ijórum börnum. Ég
gæti ekki hugsað mér að fara
að vinna frá þeim á daginn. Það
þarf að sinna þeim það mikið.
Það er svo margt sem þessi
börn þurfa að segja frá þegar
þau koma heim úr skóla. Þá er
mjög mikilvægt að það setjist
einhver niður með þeim og
hlusti á þau.“ Anna segir að
ekki væri möguleiki að sinna
þeim öllum nægjanlega eftir
vinnu á kvöldin. „Kvöldin eru
Anna Steindórsdóttir með
þrjú barna sinna.
að koma sér einhvers staðar
inn og eru jafnvel komin til
hennar kl. 8 á morgnana.
„Þetta heimili hefur nánast ver-
ið félagsmiðstöð og ég kann vel
við það. Það er algjört mottó
hjá mér að heimilið er opið fyr-
ir vini barnanna eins og mína
vini. Þó maður sé oft hund-
þreyttur," segir hún og hlær.
Eiginmaður Önnu var heima
í um hálft ár þegar elsta dóttir
þeirra var lítil og gekk það
mjög vel. „En það er auðvitað
þessi tekjumunur. Og ég hef þá
staðföstu trú að börnin hafi
meiri þörf fyrir móður sína
fyrstu 2-3 árin.“
Sjálf segist hún meta það
óskaplega mikils að móðir
hennar var heimavinnandi. „Ég
man hvað það var mikið öryggi
að koma heim úr skólanum og
sjá mömmu á sínum stað.“ LÓA
oft á tíðum algjör sprengja. Við
þurfum að vera tvö til að ná því
að koma þeim í rúmið þó að ég
sé heima allan daginn.“
„Ég vildi gjarnan hafa þann
möguleika að vinna úti hálfan
daginn og ætla ekki að vera
heima alla ævi.“ Það verður
varla í vetur því skóli barnanna
er ekki einsetinn en á næsta ári
verða eldri börnin þrjú á sama
tíma í skólanum og það yngsta
komið í leikskóla og þá ætlar
hún að fá sér 50% vinnu. En
hún á ekki von á að fara í fulla
vinnu næsta
áratuginn.
Anna er
sannfærð
um mikil-
vægi þess að
einhver sé
til staðar
fyrir börnin
á heimilinu.
Hún segir
börn þeirra
foreldra
sem bæði
eru útivinn-
andi vera
ráfandi um
hálfan dag-
inn að reyna
Mamma á símim stað