Dagur - Tíminn - 29.10.1996, Blaðsíða 6
18 - Þriðjudagur 29. október 1996
ÍOiigur-íIItmnm
MENNING O G LISTIR
Grillir?
Margir vildu eignast hlutdeild í ummynd-
un náttúrunnar með því að spreyta sig á
að nefna nýja Jjallið í VatnajöklL Lesendur
Dags-Tímans sendu blaðinu nœr tvö
hundruð tillögur sem eru birtar hér til
gamans auk skondinna útskýringa sem
nokkrir létu jylgja með. Ekkert eitt nafn
þótti bera af en Heimir Þór Gíslason, Höfn
í Hornafirði, hreppir útsýnisflugið með
Flugtaki yjir nýja fjallið, sem hann vill að
heiti Grillir.
Rétt er að taka fram að samkeppni Dags-
Tímans hefur ekki formlegt vœgi þar sem
venja er að örnefnanefnd nefni ný börn
náttúrunnar. Nefndin fœr umboð frá
menntamálaráðuneyti og gerir þá tillögu
að nafhL Flestir sem sendu inn tillögur
reyndu að láta nafngiftina fela í sér um-
rœðuna um gosið, biðina eða Magnús
Tuma. Síðan voru hinir sem létu í veðri
vaka að varla væri um myndarlegt Jjall að
ræða og stungu því að heitum eins og
bunga, fell og kollur. Prófessor í Flórída,
sem ann landi voru og tungu, lét ekki sitt
eftir liggja og gaukaði því að okkur að
nefna fjallið eftir frú Vigdísi Finnbogadótt-
ur. Því miður sendi hann engar tillögur
þar að lútandL Tölurnar í svigum sýna ef
fleiri en einn mœlti með tilteknu heitL
-mar
Askur (2)
Álfaran
Bárðarfell
Bárðarfjall
Blekkir (2) (sbr. blekkti fræði
menn og landsmenn stórkost-
lega í óþrcyju þeirra eftir
hamfaraflóði í Skeiðará og
jafnvel öðrum ám!)
Brandur
Bráðnarinn
Bunga
Dísarfell
Dráttólfur
Eftirvænting
Eldbunga
Eldfell
Eldtindur
Éljagrímur
Fjallakirkja
Friðþjófur
Funafell
Funi (2) (minnir á hvernig
fjallið myndaðist og á Tuma
sem annars er ómögulegt nafn
á ijalli því það er dverganafn)
Gaddur (Gosefni valda gaddi í
búpeningi, fjallið er sem gadd-
ur neðan í jöklinum og verður
umlukið gaddi er frá líður)
Galdur
Gáta (eldsumbrot í Vatnajökli
komu stöðugt á óvart og því
allt ein ráðgáta)
TUMALINGUR
Það er sagt að sérhver íslendingur,
sé í orðum bæði klár og slyngur.
Og fyrst þið spyrjið alla,
hvað fjallið megi kalla,
- mér finnst það geti heitið Tumalingur.
(Sent inn undir kennitölu/
Gjáfell (2)
Gjóska
Gjóskufjall
Glóra
Gnýr
Gnæfir
Rökstuðningur jarðfræðings
- nöfnin Mókollur og Undirfell
Aður en ég legg til nafn-
gift á fjallinu tel ég
nauðsynlegt að ræða
forsendur hennar, þar sem
gæta þarf tvenns.
í fyrsta lagi er hér vart um
eiginlegt fjall að ræða; fjall er
skv. Orðabók Menningarsjóðs
„hæð á yfirborði lands sem
gnæfir hátt yftr umhverflð".
Nýja eldfjallið er vissulega
fjall undir ísnum, en er jafn-
framt geil á yflrborði lands-
ins/íssins, sem gnæfir ekki yfir
umhverfið nema síður sé;
nafn á fyrirbærinu þarf að
taka tillit til þessarar tvöföldu
náttúru þess, sem sameinar
hið karllega og hið kvenlega,
jin ogjang.
í öðru lagi er hér um nýtt
jarðfræðifyrirbæri að ræða,
sem verðskuldar nýtt safn-
heiti, þó sjaldgæft sé. Við köll-
um Qöll sem skjóta kollinum
upp úr yfirborði sjávar eyjar
eða sker, sbr. Surtsey. Sömu-
leiðis köllum við fjöll sem
verða til við eldgos undir jökli
móbergsstapa eða móbergs-
hryggi eftir að ísa leysir. Okk-
ur vantar hins vegar tilfinnan-
lega heiti sem nær almennt
yfir eldQöll sem skjóta kollin-
um upp úr þykkri jökulbrynju.
Orðið „kollur" vekur upp hug-
renningatengsl við orðtakið
„að skjóta upp kollinum", um
eitthvað sem kemur upp úr
kafinu, sbr. æðarkollur.
Hugsanlegt safnheiti yfir
eldfjöll af þessu tagi væri mó-
bergskollur, en þar sem gos-
efnin hafa ekki harðnað í berg
enn sem komið er legg ég til
nafnið mókollur, sem er þjált í
munni og næði yfir bæði
hörðnuð sem óhörðnuð eld-
fjöll undir ís.
Heiti eldfjallsins mætti þá
draga af þessu safnheiti og
gæti þá verið t.d. Eldkollur, nú
eða Bárðarkollur, sem er lík-
lega betra, þar sem vísinda-
menn telja að eldfjallið tengist
líklegast megineldstöðinni í
Bárðarbungu og nafnið myndi
þá vísa í það að loksins sæjum
við ofan á hvirfilinn á þessum
e.t.v. virkasta eldjötni Islands,
sem hefur verið grafinn í fönn
um aldir.
Að lokum vil ég koma á
framfæri athyglisverðri til-
lögu, sem kemur frá Sigmundi
Einarssyni jarðfræðingi, sem
er nafnið Undirfell. Þar er vís-
að til þess að fjallið eða fellið
er undir umhverfinu og mun
að líkindum hverfa undir
ísinn innan skamms, verði
ekki frekari eldsumbrot í fjall-
inu/mókolhnum. Nafnið er
myndrænt og tekur að mínu
mati tillit til hinnar tvöföldu
náttúru þessa sérstaka jarð-
fræðifyrirbæris.
Hugi Ólafsson,
BA íjarðfræði.
Gosfell (2)
Gosfjall
Gosgjá
Gosi (5)
Gospilla (fjallið varð til i gosi
og stendur eins og pilla upp úr
öllu saman)
Gráfell
Grillir
Grýla (Hræðir íbúa og
vísindamenn með
Skeiðarárhlaupi)
Grímsfjall
Gunga (dró sig í hlé
áður en það náði al-
mennilegri reisn)
Gýgja
Gýgjarkollur (Gýgur =
skessa, fjallið gæti
minnt á skessukoll
upp úr jöklinum)
Gýmir
Hallgrímur
Hildibrandur
Hjálmur
Hlaði
Hlaupagosi
Hlaupatindur
Hleypir
Hrappur
Hrekkur
Hrellir
Hrollur
Húsa
Hvers manns fjall
Hyrna
ísbelgur
ísbráð (Það bræddi sér leið upp
í heiminn)
fsbunga
ísbúi (2)
ísfell (4)
Ísgrímur (svona í
minningu Ásgríms
héraðshöfðingja
þeirra Austfirðinga)
IsfjaU
ískollur
ísstrompur
Jaki
Jóð (sbr. jökul-jóð)
Jökulbelgur
Jökulbunga
Jökultindur
Jökulfell (3)
Jökulfjall
Jökulund (fjallið er sár í jökJin-
um)
Jötunfell (Jötnar einir ráða við
þau firna átök sem brjótast úr
iðrum jarðar, eins er þá hægt
að nefna fjöll sem myndast í
gosum eftir þetta eftir jötnum
með endingunni fell, líkt og
gert var í Vestmannaeyjum)
Kambur
Kóróna
Kverk
Loki
Magni
Magnúsar-melur (Þctta verður
aldrei annað en melur sem fer
á kaf)
Það rétt grillir í Grilli, sem kannski sést ekki nema í eitt til tvö ár áður en
hann grefst undir jökulinn.
Hrmmir og Gjálp
Guðrún Larsen, jarðfræð-
ingur á jarðfræðistofu
Raunvísindastofnunnar
Háskólans, sendi Magnúsi
Tuma Guðmundssyni jarðeðl-
isfræðingi tvær jötnanafnatil-
lögur á nýja fjallið en eins og
fram kom í Degi-Tímanum
fyrir helgi er oft farið eftir
fornum sögnum þegar nefna á
náttúruvætti. Magnúsi Tuma
fannst bæði nöfnin góð en þau
eru Hrímnir og Gjálp. „Hrímn-
ir er elds- og jötnaheiti en
hrím getur þýtt bæði sót og
héla sem á ekki illa við gýg
sem varð strax hvítur af snjó
þegar gosinu lauk og sem á
nú eftir að hyljast ís,“ segir
Guðrún. „Gjálp er gýgjar- eða
tröllkonunafn sem kemur fyr-
ir í Snorra-Eddu. Gjálp var
jötnadóttir sem gerði mikinn
vatnsflaum á Ása-Þór. Þar
segir: „Þá sér Þór upp í gljúfr-
um nokkrum, að Gjálp, dóttir
Geirröðar stóð þar tveim meg-
in árinnar, og gerði hún ár-
vöxtinn. Þá tók Þór upp úr
ánni stein mikinn og kastaði
að henni og mælti svo: -Að ósi
skál á stemma. Eigi missti
hann, þá er hann kastaði til.
Og í því bili bar hann að Iandi
og fékk tekið runn nokkurn og
steig svo úr ánni. Því er það
orðtak haft, að reynir er björg
Þórs.“
Norðurbunga
Nýborg
Nýbúi
Ólgandi
Órói
Ragnarsfell
TUMATINDUR
Dýrð þín himnesk, Drottinn minn,
döprum slysum varni.
Þar sem Tumi tindinn sinn
teygir upp úr hjarni
Vigfús Sigurðsson frá Brúnum.
Risi
Seiður
Sést varla (Ég hef aldrei komið
auga á fjallið á myndunum
sem sýndar eru í sjónvarpi og
blöðum)
Skelfir
Skorri
Skrattakollur (Eftir allan hit-
ann og gauraganginn sem
fylgdu fæðingunni)
Sindri
Snæfell
Sporður
Stokkur
Storka
Strompur (3)
Strókur
Syðribunga (sbr. tengshn við
Bárðarbungu)
Tumabunga
Tumafell
Tumagjá
Tumatindur (8)
Tumaþumall (sbr. fjallið Þum-
all á sama svæði)
Tumi (3)
Tunga („anatómísk" líking)
Undur (sbr. und-úr)
Týndur
Upprisa
Vatnabunga
Vatnafeh (3)
Vatnagjá
Vatnalaki
Vatnajökulsfjall
Vatnar (2)
Vatna-Tindur
Virapi
Vísundur (Gosið í Vatnajökli er
búið að vera vísindamönnum
mikið undur)
Þarna er það („There it is“ frá
Steve)
Þrumutindur
Þrymsfell
Þrymur
Þurs
Leiðrétting
Kjartansson
ekki Kvaran
Þau mistök áttu sér stað í fróð-
legu viðtali við Thor Vilhjálms-
son skáfd í föstudagsblaðinu að
hann var sagður halda upp á
Ævar Kvaran þegar hið rétta er
að Thor nefndi Ævar Kjartans-
son sem ágætismann í útvarpi.