Dagur - Tíminn - 29.10.1996, Blaðsíða 4
T
16- Þriðjudagur 29. október 1996
|Dagur-'3ftmirat
jlnibúd aÉcu lót
Vilt þú leitast við að hafa
Jesúm Krist að leiðtoga lífs þíns?
Friðrik
Erlingsson
skrifar
Einu sinni á ævinni játum
við þessari spurningu
með feimnislegu hvísli,
krjúpandi við altarið á ferming-
ardaginn. Að því loknu er lof-
orðið gleymt og lífið tekur við
eftir fermingarveisluna. Eitt er
sameiginlegt með nær öllum
sem játa þessari spurningu, að
eftir fermingardaginn er játn-
ing trúar á Jesúm Krist orðin
feimnismál, hlægilegur barna-
skapur, rugl. Samt, á okkar erf-
iðustu stundum, snúum við
okkur til veggjar í myrku her-
bergi þar sem enginn sér til
okkar og biðjum til Guðs. Að
biðja til Guðs er nokkurskonar
neyðarlína þegar öll sund virð-
ast lokuð. A stund neyðarinnar
erum við skyndiiega barmafuli
af trúarhita.
Það er athyglisvert að í okk-
ar „kristna" þjóðfélagi er sá
sem játar opinberlega trú á
Jesúm Krist álitinn meðlimur í
sértrúarsöfnuði! En hinn sem
hlær að þess háttar vitleysu, en
segist samt vera trúaður, „bara
svona eins og alhr aðrir“, er
talinn fullkomlega heilbrigður á
geði. Svo magnaður er boð-
skapur Jesú Krists eftir tvö þús-
und ár, að sá sem játar trú sína
á hann er hættulegur og er
brennimerktur sem skrýtinn,
sértrúarsinni, ruglaður, í besta
falli heilaþveginn. AUt er reynt
tU að gera þannig manneskju
ómerka.
f raun hefur viðhorf almenn-
ings ekkert breyst frá því að
Kristur gekk á jörðinni. Orð
hans voru óþægileg þá, því þau
hittu beint í mark og boðskapur
hans gerði of miklar kröfur.
Eitt laugardagskvöldið var
íslenskur „skemmtiþáttur“ í
Ríkissjónvarpinu þar sem eitt
atriðið átti að vera skopstæling
á útsendingu Omega, kristilegr-
ar sjónvarpsstöðvar. En þessi
skopstæling gerði ekki annað
en að hitta þá sjálfa fyrir sem
stóðu að baki þessu „gríni". Því
sá sem hæðist að einlægri trú
annarra er ekki að særa hinn
trúaða. Hann er að troða sjálf-
an sig niður í svaðið.
Ég hef um nokkurt skeið
fylgst með útsendingum Omega
til þess að komast að því sem
þar fer fram. f stuttu máli er
það þetta: Fólk kemur saman
og ræðir í einlægni um trú sína,
hvernig trúin hefur breytt lífi
þess til betri vegar og hvernig
þetta fólk ræktar sína trú.
Þarna eru líka útskýringar á
hinum ýmsu Biblíutextum, lík-
ingar skýrðar og settar í tengsl
við okkar samtíma; fróðlegt,
áhugavert og löngu tímabært
sjónvarpsefni. Það eina sem ég
hef við útsendingarnar að at-
huga er það að íslenski hlutinn
mætti vera mun lengri og
margþættari. Fólki er gefinn
kostur á að hringja inn með fyr-
irbænir og í lok hverrar útsend-
ingar er sameiginleg bæna-
stund fyrir öllum þeim sem
þess hafa óskað. Ékkert of-
stæki, engin dulræna, ekkert
kukl, engin helgislepja eða til-
gerð. Aðeins einlæg, bjargföst
trú á orð Bibhunnar og innileg
sannfæring um tilvist Jesú
Krists og fullvissa um að hann
sé leiðtogi h'fsins.
Hvað er svona hættulegt og
fráhrindandi við það? Jú, líkt
og fyrir tvö þúsund árum gera
orð Jesú Krists kröfur til ein-
staklingsins. Margir segjast
finna frið og fullnægju í hinum
mörgu dulrænu leiðum sem nú
eru í boði. En er það ekki ein-
mitt vegna þess að þær leiðir
eru svo þægilegar? Þar er eitt-
hvað fyrir alla, enginn þarf að
leggja neitt á sig. „Gangið inn
um þrönga hliðið; því að vítt er
hliðið og breiður vegurinn, er
liggur til glötunarinnar og
margir eru þeir, sem ganga inn
um það; því að þröngt er hliðið
og mjór er vegurinn, er liggur
til lífsins, og fáir eru þeir, sem
finna hann.“ (Matt. 6:13).
Sjónvarpsstöðin Omega býð-
ur okkur að verða vitni að lif-
andi trúarsannfæringu venju-
legs fólks. Og það kostar ekki
krónu. Læknamiðill ferðast um
landið og hálftími af dulrænum
skammti kostar fimm þúsund
krónur. Peningar eru afl hlut-
anna, sannarlega, en ef þú hef-
ur eitthvað raunverulega að
gefa, þá gefurðu það líka án
skilyrða og treystir að þér muni
og gefið verða, ekki satt?
Eg vil benda öllum þeim sem
erfiði og þunga eru hlaðnir, sem
sitja við sjónvarpið á kvöldin og
reyna að gleyma áhyggjum sín-
um yfir spennumyndum, sápu-
óperum og morðsögum, að
skipta öðru hverju yfir á Omega
og verða vitni að einlægni fólks
sem er ekki að þykjast vera
neitt annað en það er: Fólk,
eins og þú og ég, sem leitast við
að hafa Jesúm Krist að leiðtoga
lífs síns. Horfðu með opnum
huga, hlustaðu og spurðu sjálf-
an þig: Ef þetta fólk hefur rétt
fyrir sér; ef eina lausn alls
vanda er í raun að játa Jesúm
Krist sem leiðtoga lífs míns,
ekki aðeins með vörunum held-
ur líka með hjartanu, hverju
get ég mögulega tapað ef ég
fylgi því ráði?
Játningin sem þú hvíslaðir
feimnislega við altarið á ferm-
ingardaginn, er hún svo óskap-
leg og ógnvekjandi að þú, sem
fullorðinn einstaklingur, getur
ekki endurtekið hana upphátt
óhræddur?
Að sturla
heilbrigðisstétt
virkaði
Sturla Böðvarsson,
varaformaður ijárlaga-
nefndar, vann mark-
visst að því í gær að sturla
heilbrigðisstéttirnar með
krafmiklum yfirlýsingum.
Þessar sturlandi
yfirlýsingar
Sturlu snerust um
það sem allir vita
en aðeins fáir
hafa haft kjark til
að segja. Hann
sagði að niður-
skurðurinn og
sparnaðurinn í
heilbrigðiskerfinu
miklu meiri en hann raun-
verulega er. Ástæðan væri
fyrst og fremst sú að heil-
brigðisstéttirnar væru svo
vel menntaðar að þær ættu
auðvelt með að setja á svið
leikrit um vandræðagang
með sjúklinga og óþægindi
sem af sparnaðartillögum
hljótast. Érfiðleikar heil-
brigðiskerfisins eru því að
verulegu leyti tilbúningur,
tálsýn sem dregin er upp af
snjöllum leikritahöfundum
og leikurum inni á spítulun-
um. Garri hefur enda oft
velt því fyrir sér hvers
vegna svo margir úr Herra-
nótt MR eða meðlimir leik-
félaga framhaldsskólanna
hafa endað í heilbrigðis-
stéttum, ýmist sem læknar
eða húkrunarfræðingar.
Banna leikhúsferðir
Einfalda leiðin til að spara í
heillbrigðiskerfinu með góð-
um pólitískum árangri er
því augljóslega sú að draga
úr möguleikum heilbrgiðis-
stétta til að kynna sér
grundvallaratriði leiklistar
og dramatúrgíu. Þetta mætti
eflaust gera með ýmsum
hætti en ágætt byrjunar-
skref væri að banna heil-
brigðisstéttum að fara í
leikhús eða lesa fagurbók-
mentir og skikka þær til að
horfa á Hemma Gunn alla
laugardaga. Þannig væri
vandinn úr sögunni.
En það sem Sturla sá
ekki fyrir þegar hann tók að
sér að sturla heilbrigðis-
stéttirnar var
mótleikur þess-
ara stétta.
Gunnar
formaður
Fréttir berast nú
af því að heil-
brgiðisstéttirnar
ætli að stilla upp
sínum eigin pólitíska kand-
ídat og vinna nú að því að
gera sjálfan læknaforingj-
ann, Gunnar Inga Gunnars-
son, að næsta formanni
Jafnaðarmannaflokks ís-
lands, Alþýðuflokknum.
Gunnar Ingi gat sér gott orð
á dögunum fyrir að setja á
svið heimilislæknaleikrit
sem olli gríðarlegri röskun
á þjóðlífinu og kom átakan-
lega niður á þeim sem síst
skyldi. Hann náði í leiðinni
umtalsverðum kjarabótum
fyrir skjólstæðinga sína
heimilislækna, sem voru
fyrir mikill hátekjuhópur.
Það er því sérstaklega við
hæfi að slíkur maður verði
foringi jafnaðarmanna, því
auk þess að jafna kjörin hjá
þeim launahæstu í samfé-
laginu gæti hann orðið af-
bragðs leikstjóri í heilbrigð-
isleikritinu. Ef Gunnar yrði
formaður Alþýðuflokksins
gæti hann líka einbeitt sér
að því á hinum pólitíska
vettvangi að sannfæra vara-
formann íjárlaganefndar
um ágæti og nauðsyn stærra
og dýrara heilbrigðiskerfis.
Þannig myndi hann geta
lokað hringnum. Hann
myndi einfaldlega sturla
Sturlu, af því að Sturla
sturlaði heilbrigðisstéttirnar
1'gær- Garri.