Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Page 1

Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Page 1
Verið viðbúin vinningi! LÍFIÐ í LANDINU Föstudagur 1. nóvember 1996 - 79. og 80. árgangur - 209. tölublað Verið viðbúin vinningi! Fyrsta parið til að vinna smalahundakeppni á íslandi, Dagbjartur Kort Dagbjartsson smali ásamt smalatíkinni Týru. íGEf'PNi essi keppni er þriggja ára gömul, þetta er í þriðja sinn sem hún er haldin,“ sagði Dagbjartur Kort Dag- bjartsson, bóndi og hundeig- andi í Hálsasveit, í samtali við Dag-Tímann, en hann var fyrsti íslendingurinn til að vinna svo- kallaða smalahundakeppni ásamt tíkinni Týru. „Guðmund- ur nokkur góði á Kaðalstöðum vann í fyrra og Sokki heitir hundurinn." Næsta sunnudag strax eftir hádegið munu galvaskir smalar með hunda sína keppa um smalahundabikarinn á túnun- um á Hesti í Borgarfirði. Þetta er keppnisgrein sem er nýtil- komin hérlendis en nýtur mik- illa vinsælda í Bretlandi og segja aðstandendur keppninnar hér að vinsældir smalahunda- keppna á Bretlandi séu ámóta og hestamannamóta hérlendis. Keppnin er fólgin í því að smal- inn lætur hund sinn sækja kind- Nœsta sunnudag strax eftir hádegið munu galvaskir smalar með hunda sína keppa um smalahundabikarinn. ur um 150 metra vegalengd og koma þeim til sín. Síðan á hundurinn að reka kindurnar í sveig í gegnum tvö hlið, stöðva kindurnar og róa þær í afmörk- uðum hring. En að lokum á hann að reka þær inn í litla rétt. „Það er nú fyrst og fremst að kenna þeim að fara í kringtmi fé og kenna þeim að hlýða ákveðnum skipunum,“ segir Dagbjartur, aðspurður um það hvernig þjálfunin fari fram. Dagbjartur segir smalahimda hafa verið til lengi, en það hafi elcki verið fyrr en um 1980 sem Gunnar Einarsson á Daðastöð- um í Öxarfirði hafi komið með þessa skosku hunda. „Það var nú búið að flytja inn hunda áð- ur. Guðmundur Ásmundsson frá Krossi í Haukadal flutti inn hunda, líklega um eða fyrir 1940, og þaðan komu þessir skosku hundar og kleifahund- arnir sem kallaðir voru, margir mjög svona sjálfvirldr. Þeir urðu feikigóðir margir þeirra hjá mönnum sem kunnu svo sem ekki mikið að nota þá.“ En Dag- bjartur segir að það hafi ekki verið fyrr en nú á síðustu fimm til sjö árum sem menn hafi af alvöru farið að leggja sig eftir því að læra að nota smala- hunda. Aukin notkun smalahunda fylgist að við fækkun sauðfjár og í fljótu bragði mætti halda að þar væri um kaldhæðni örlag- anna að ræða, en raunin er sú að mönnunum sem smala fækk- ar, en landið sem hver þarf að smala stækkar því bændur þurfa oft að smala heimalönd nágranna sinna meira og minna. Fólk er þá ýmist flutt burtu, „eða menn hættir að Keppnin er fólgin í því að smalinn lœtur hund sinn sœkja kindur um 150 metra vegalengd og koma þeim til sín. Síðan á hundurinn að reka kindurnar í sveig í gegnum tvö hlið, stöðva kindurnar og róa þœr í afmörkuðum hring. vera með fé og hugsa þá ekkert um það, þó þeir smali kannski, hugsanlega þegar best lætur lögboðnar smalamennskur. En svo dreifist féð aftur og það er oft ekki það minnsta að ná þessu saman á haustin síðast. Það voru ijórir eða fimm í fyrsta skipti, ég held það hafi verið sjö í fyrra,“ segir Dag- bjartur um íjölda keppenda, og tekur fram að það sé skráð eig- inlega alveg fram á síðustu sek- úndu. En ætli smalamennskurnar hjá Dagbjarti séu léttari nú með aðstoð tflcurinnar Týru en þær voru áður? „Ég hef reyndar alveg frá fyrstu tíð verið með sæmilega hunda. En það má kannski segja að það sé ekki endilega þar með sagt að sá hundur sem er bestur til að vinna svona smalahundakeppni sé sá sem er bestur akkúrat í aksjón eða að minnsta kosti ekki í allt. En samt sem áður er þetta ákveð- inn grunnur sem hundar eiga að hafa þarna.” -ohr

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.