Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Page 2

Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Page 2
14 - Föstudagur 1. nóvember 1996 íOagur-Œtnmm HELGARLÍFIÐ í LANDINU pabba Það er algengt að börn á íslandi búi einungis hjá öðru foreldri sínu en dvelji hjá hinu t.d. aðra hvora helgl Slíkar helgar kallast í daglegu tali pabbahelg- arþar sem mœðurnar hafa jafnan börnin. Hvernig er hin ákjósanlegasta pabbahelgi í augum helgarfeðra? Er dagskráin kannski fullskipuð, t.d. vaknað snemma, svamlað í sundi, keyptar pylsur og kók, rúntað niður að höfh með viðkomu í ísbúðinni, farið á þrjú bíó og að lokum brunað á nœsta skyndi- bitastað áður en bardaginn við Óla lokbrá hefst. í sund á simnudögum Annan hvern miðvikudag fær Skúli G. Jensson fjögura ára dóttur sína, Aldísi Hlín, og hefur fram á sunnudag. „Við reynum að hafa virku dagana sem venjulegasta en um helgar gerum við okkur dagamun, segir Skúli.“ Feðginin fara alltaf í sund á sunnudögum og fá sér jafnan ís á eftir. „Það er langbesta að- staðan fyrir börn í sundlaugun- um í Árbæ og Kópavogi.“ Stundum fara þau í Húsdýragarðinn en Aldís Hlín heldur mest upp á sehnn Snorra. Þá bregða þau sér endrum og eins í þrjúbíó, þó ekki nema um talsettar myndir sé að ræða. Ennfremur finnst þeim gam- an að fara í leik- hús, síðast sáu þau Línu Laiig- sokk og skemmtu sér bæði konung- lega. Skúli segir dóttur sína syngja vel og að hún læri fullt af lögum á leikskólanum. „Ég keypti sönghefti af skólanum þannig að nú get óg sung- ið með henni. Við syngjum oft há- stöfum, sérstaklega þegar við erum á ferð í bílnum.“ - Hefur Aldís Hlín eignast leikfélaga í nágrenni við heimili þitt? „Nei, hún er það lítil að ég þori ekki að hleypa henni einni út svo erum við líka alveg á fullu um helgar. Eldri stelpur hafa komið og boðist til að passa en ég vil bara hafa hana út af fyrir mig rétt á meðan hún er hjá mér.“ gos „Fjarlægðin hamlar meiri samvistum“ Dóttir Skúla og Halldóru Geirharðs- dóttur er Steiney, sex ára gömul, dvelst tíðum hjá föður sínum sem starfar hjá Leikfé- lagi Akureyrar. „Ég veit ekki hvort segja skal að ég sé helgarpabbi. Dóttir mín er oft hjá mér, kannski má segja að hún eigi heimili bæði hér á Akureyri og í Reykjavík hjá mömmu sinni og finnst það svolítið spennandi." Skúli segir að hann og dóttir sín geri sér sitthvað til gamans þegar hún dvelst nyrðra. Skautar, sund, hjól- reiðar og gönguferðir eru með- al dagskrárliða - og einnig sæk- ir hún mikið með föður sínum í leikhúsið, þar sem hún er orðin hagvön öllum hlutum. Einnig á hún sínar vinkonur á Akureyri, rétt einsog fyrir sunnan. „Steiney er alveg orðin brynjuð fyrir ofbeldi eða erótískum senum á leiksviðinu. En það fer afskaplega illa í hana að fylgjast með rifrildi fuilorðins fólks á leiksviði. Þeg- ar hún sér það dæmir hún leik- ritið úr leik, hversu gott sem það er að öðru leyti. Kannski er það sársaukafyllsta við að búa hér, að geta ekki verið meira með dóttur minni,“ segir Skúli. -sbs. Athugasemdir ónafngreindra helgarpabba og annarra vidmælenda: „Það er best að hafa ákveðna reglu á því hvenœr pabba- helgarnar eru, allar breytingar /costa bara vesen. “ • „Þarna er enn einn helgarpabbinn hugsar fólk þegar það mœtir manni með barnið. “ „Pabbahelgarnar eru of stuttar. “ • „Það er erfitt þegar maður er staddur á almannafœri með barnið og það fer að suða um hitt og þetta. “ • „Pabbahelgar eru í sumum tilvikum miklu frekar ömmuhelgar. “ • „Efég vœri helgar- pabbi, eins og hinir strákarnar, þá myndi ég hafa afsökunfyrir því að djamma ekki um hverja helgi og gœti þess í stað rölt um bœinn með krakkann, gefið öndunum brauð o.s.frv.“ Dætumar með í ráðum Jón Ingi Árnason á tvær dætur, Lottu 14 ára og Sigrúnu sem er rétt að verða 13. Þær búa hjá móður þeirra í Hveragerði en á sumrin Íh og tvær helgar af hverjum þremur á veturna eru þær hjá Jóni Inga í Reykjavík. „Þessi regla er eitthvað að breyast núna enda eru stelpurnar orðnar það stórar að þær vilja vera með í ráðum,“ segir Jón Ingi. - Hvað gera feðg- inin helst þegar þau hittast um helgar? „Það er svo margt, við förum oft í bíó, bíltúra og í heimsóknir til vina og ætt- ingja. Við gerum líka margt saman hérna heima, erum t.d. mikið í tölvuleikjum en þær eru ekkert voða hrifnar af húsverk- unum.“ - En eru dæturnar með ákveðnar skoðanir á helgar- matseðlinum? „Já, þær myndu helst vilja panta pizzu eða fara á Hlölla og kaupa línubát og pinnabát um hverja helgi.“ Hafa pabbahelgarnar breyst eftir að dæturnar komust á táningsaldurinnn? „í rauninni hafa helgarnar sáralítið breyst - þær eru alltaf jafnt ljúfar - að öðru leyti en því að núna taka stelpurnar oft vinkonur sínar úr Hveragerði með. Svo er félags- lífið farið að verða meira hjá þeim, það eru t.d. stundum uppákomur á föstudagskvöld- um í skólanum." gos Sprækir í sportinu Björn Steffensen er tiltölulega ný- byrjaður að umgangast son sinn Davíð Aron sem er 7 ára. „Við höfum haft hægan stíganda í þessu, ég tók strákinn bara stutta stund fyrst í stað en núna er hann farinn að gista hjá mér.“ Björn hefur farið töluvert í Skálafell með soninn, þar renna þeir sér á skíðum og keyra stundum um á snjó- sleða. „Stráknum finnst þetta mjög gam- an og er orðinn nokkuð spræk- ur á skíðunum. Honum finnst líka mikið sport að fá að taka í stýrið á sleðanum.“ Feðgarnir hafa einnig farið saman á æf- ingar í Eróbiksport, sá litli hleypur þá sem mest hann get- ur á hlaupabrettinu meðan sá stóri fer hringinn í líkamsrækt- artækjunum. Aðspurður segir Björn Hús- dýragarðinn alltaf standa fyrir sínu. Skyndibitastaði borgar- innar hafa þeir feðgar prófað flesta en maturinn hjá ömmu er líka voða vinsæll. gos

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.