Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Page 3

Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Page 3
Jlagur-ÍEfattmn Föstudagur 1. nóvember 1996 -15 asMSMMummm hSBHHHHHHHHI L I F I Ð L A N D I N U Fáum okkur aftur og aftur og aftur...í glas! Einn af hverjum 6 körlum (17%) en mun færri kon- ur (8%) drekka áfengi einu sinni í hverri viku eða oft- ar - um 50% fleiri heldur en fyrir aðeins tveim árum. Þetta er samkvæmt könnunum sem Félagsvísindastofnun gerði 1994 og 1996 fyrir heilbrigðis- yfirvöld. Konum sem drekka 2- 3 í mánuði hefur fjölgað um 50%. Þótt tíðari drykkja komi fram í öllum hópum er hún mest meðal fólks undir 35 ára og síðan meðal þeirra sem komnir eru yflr sextugt. Ekki var spurt hve mikið fólk drekki. Augljóst er því að margir muni túlka niðurstöð- una svo að fólk drekki oftar, en minna í einu - sem að líkindum er heilsusamlegra en blinda- fyllerí stöku sinnum. hafa minni menntun hafa aðra siði. Aðeins 11% karla og 3% kvenna sem einungis hafa lok- ið skyldunámi drekka vikulega. Meðal kvennanna snúast hlut- föllin alveg við þegar kemur að þeim sem aldrei drekka (að- eins 5% háskólakvenna drekka aldrei). Sjómenn og bændur drekka sjaldnast meðal karla. Einung- is 4% sjómanna og bænda (karla) drekka áfengi vikuiega Um 50% fleiri fá sér í glas vikulega en fyrir 2 árum. Menntafólk drekkur oftast! Menntafólk drekkur oftar en þeir sem hafa styttri skólagöngu. Fjórum sinnum fleiri háskólagengnir en með barnaskólapróf kíkja í glas einu sinni í viku eða oftar! Bindindismenn Bindindismönnum ijölgar ekki. Um 14% karla og 17% kvenna drekka aldrei, sem er svipað og fyrir tveim árum. Nærri tvö- falt fleiri drekka sjaldnar en einu sinni í mánuði (sjálfsagt á árshátíðum og þorrablótum eða svo). Yngsti hópurinn (18- 24 ára) drekkur oftast og fólk yfir sextugt langsjafdnast, en hjá öðrum aldurshópum eru drykkjusiðir svipaðir (kringum 60% drekka mánaðarlega eða oftar). Drykkjusiðir eru ólíkir eftir hópum Mismunur á áfengisneyslu er töluverður eftir kyni, menntun, starfsstétt og búsetu. Fjórð- ungur (27%) háskólagenginna karla og fimmtungur (19%) há- skólakvenna drekkur áfengi vikulega eða oftar. Þeir sem Landsbyggðarfólk drekkur mun sjaldnar en borg- arbúar. Áfengis- drykkja vikulega eða oftar er tvö- falt algengari í Reykjavík en á landsbyggðinni og sjómenn og bœnd- ur drekka miklu sjaldnar en aðrir. Fólk drekkur oftar 1996 en 1994 Karlar 1994 1996 Konur 1994 1996 Um sjötti hver karl drekkur nú vikulega eða oftar og þeim sem drekka svo oft hefur fjölgað um 50% á aðeins 2 árum. eða oftar. Þetta er allt öðruvísi hjá tækni- og skrifstofumönn- um þar sem meira en 25% drekka vikulega eða oftar. Þá sem drekka a.m.k. mánaðar- lega er hlutfallslega flesta að finna (78%) meðal karla sem ekki eru útivinnandi, stjórn- enda og æðstu embættismanna (71%) og iðnaðarmanna (64%). Verkakonur drekka sjaldnast allra Konur sem drekka álíka oft og karlar er einungis að finna meðal stjórnenda/embættis- manna, iðnaðarmanna og sér- hæfðra. Konur í tækni-, þjón- ustu-, skrifstofu- og afgreiðslu- störfum drekka miklu sjaldnar en starfsbræður þeirra. Verka- konur drekka sjaldnast af öll- um. Aðeins 1% verkakakvenna drekkur vikulega eða oftar (18% verkakarla) og 73% sjald- an eða aldrei (37% verka- karla). Mismunandi drykkjusiðir eftir landshlutum felast aðal- lega í því að helmingi færra landsbyggðarfólk drekkur vikulega eða oftar. Bindindis- menn eru þó ekkert fleiri á landsbyggðinni: Þeir sem drekka sjaldan eða aldrei finn- ast ekkert miklu fleiri þar. Þeir sem telja að aukið framboð af áfengi í fleiri vínbúðum og bör- um munu eflaust túlka þessar niðurstöður sér í hag. Framboð hafi áhrif á eftirspurn. Tíðari drykkja þéttbýlisfólks bendir til þess. Menntafólk drekk- ur mun oftar en þeir sem hafa styttri skóla- göngu. Tíðari drykkja þarf þó ekki að þýða meiri heildardrykkja. Eru drykkjusiðir að breytast mikið á skömmum tíma? Hversu oft neytir þú áfengis að jafnaði? 40% H Vikulega 2-3 í Mánaðar- Sjaldnar Aldrei eða oftar mánuði lega

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.