Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Page 4

Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Page 4
Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar Þjóðinni h'ður vel - andlega sem likamlega, hún telur að konur og karlar eigi að hafa sömu atvinnutækifæri en hafi það ekki og eftir því sem vænkast um í ijármálum kýs hún að eyða meira fé í einkabílinn. Hún kvartar reynd- ar yfir streitu en það tengist ef- laust ekki vinnunni. Krafa evr- ópskra launamanna um aukin h'fsgæði í formi meiri frítíma, m.a. til að verja með fjölskyld- unni, virðist eiga langt í land hér. Við viljum bara eignast meira dót, gemsa, jeppa, sötra bjór, eiga fínni föt, fara í fleiri helgarferðir. Við virðumst hafa lítinn áhuga á því að stytta vinnudaginn, að eiginmaðurinn vinni íjórtán tíma á dag, m.a. til að eiginkonan geti verið heimavinnandi, er allt að því sjálfsagt mál. Við erum hætt að setja spumingamerki við lengd vinnuvikunnar og dauðkvíðum því að þurfa að hlíta evrópsk- um lögum um tæplega flmmtíu stunda vinnuviku. Krafan frá kvennaþinginu í Oslo 1988: Við viljum sex, við viljum sex, við viljum sex stunda vinnudag! er ennþá bara brandari í okkar huga. í síðustu viku voru birtar niðurstöður úr könnun um við- horf til jafnréttismála, í þessari viku komu niðurstöður úr neyslukönnun Hagstofunnar og heilsukönnun Heilsueflingar. Afar áhugaverðar niðurstöður og koma margar á óvart. Af hverju eru biðlistar sjúkrahús- anna óralangir ef þjóðin er svona heilbrigð? Af hverju eru ekki fleiri konur heimavinn- andi ef svona margir telja það heppilegasta fyrirkomulagið? Ef helmingur þjóðarinnar er svona meðvitaður um matar- æði sitt, hvernig stendur þá á því að meðalfallþungi barna eykst, sífellt fleiri - og yngri - einstaklingar þjást af átsjúk- dómum, það dregur ekki úr tíðni hjartaáfalla, unga fólkið reykir meira en áður o.s.frv. o.s.frv.? Getur verið að við segj- um eitt en reynum eitthvað allt annað á eigin kroppi. Dagur-Tíminn hefur verið duglegur að slá upp helstu nið- urstöðunum: Mamma vertu heima! Er heima best? Heima- vinnandi húsmæður - og bara býsna sáttar. Ef ég væri ríkur? Ég býð eftir frumlegri fyrirsögn Lífsins í landinu um heilsu þjóðarinnar. Það versta er að besti tími dagsins féll í þá gryfju að rangtúlka niðurstöður jafnréttiskönnunarinnar. Meiri- hluti þjóðarinnar vill ekki að mamma sé heima, það var að- eins þriðjungur hennar. Þannig að þegar viðmælandi blaðsins, ung hamingjusöm húsmóðir x' Reykjavík segist ekki undra sig á því að meirihluti þjóðarinnar vilji að móðirin sé frekar heima, þá er hún að gleypa rangtxílkun blaðsins hráa og festa nýju goðsöguna í sessi. Og þar sem svo fáir lesa í raun niðurstöðurnar sjálfar heldur tyggja þær upp eftir öðrum verða goðsögurnar lífsseigar. Á laugardag heyrði ég tvo ástsæl- ustu útvarpsmenn þjóðarinnar hamra á því að samkvæmt jafnréttiskönnuninni væru karl- ar svona og konur hinsegin. Dagur-Tíminn má eiga að hann fór rétt með niðurstöðurnar úr þeirri spurningu: fólk var spurt hvaða eiginleika það teldi að hæfði kynjunum, ekki hvernig kynin væru. Útvarpsmennirnir hljóta að hafa misskilið spurn- inguna, sem var alls ekki nógu vel orðuð, eða ekki geflð sér tíma til að lesa niðurstöðurnar gaumgæfilega. Ég hefði viljað heyra vangaveltur þeirra um þá „staðreynd" að aðeins 5% þjóðarinnar telja að gáfur hæfi karlmönnum fremur en konum, 81% telja að þær hæfi báðum kynjum en 14% telja að gáfur hæfi fremur konum en körlum. Ég er engin „ímyndarfræð- ingur“ en e.t.v. er það þessi snefill sem eftir er af fræði- manninum í mér sem ergir sig á þessari ónákvæmni. Pví eins og dæmin sanna þá er erfitt að „afturkalla" þær rangfærslur sem einu sinni fara af stað og því er farsælast að vanda vel fyrstu túlkun niðurstaðna. Síð- astliðinn föstudag heyrði ég unga skelegga konu tala um ímynd kvenréttindakvenna. Hún var að tala um fyrirrenn- ara sína, konurnar á rauðu sokkunum og hinar sem tóku við af þeim. Samkvæmt henni voru þær allar „mussukerlingar á tréklossum" og í fýlu í þokka- bót. Lýsingar hennar virtust teknar beint upp úr bréfum húsmóður í Vesturbænum í Velvakanda Morgunblaðsins. Mikill er máttur þeirrar konu (eða var hún karl?) að ráða ímynd ungu kynslóðarinnar af þessum baráttukonum. Ég sem dáðist að þeim úr íjarska fannst þær þrælsmartar, klárar og skemmtilegar, enda voru mussur og tréklossar hæstmóð- ins. En kvenréttindakonur töp- uðu ímyndarstríðinu, nú lepur hver upp eftir öðrum klisjurnar og enginn nennir að gægjast undir yfirborðið. Dagur-Tíminn hefur fengið orð á sig fyrir að vera kven- vinsamlegt blað, þess vegna hljóta konur að spyrja hvers vegna hann rangtúlki niður- stöður jafnréttiskönnunarixmar og hamri á því að mamma eigi að vera heima, þar sé hún ánægðust - og e.t.v. best geymd? f mér blundar... Dagur Tímiim birti í gær stjórnmálapróf sem á að gera fólki auðvelt um vik að staðsetja sig á stefnuás frá vinstri til hægri annars vegar og á ási sem mælir frjálsræði og al- ræði hins vegar. Blaðið spyr síðan í fyrirsögn: Blundar í þér Ii'till Hannes Hólmsteinn? Fimm þekktir stjórnmála- menn gangast undir þetta stjórnmálapróf og má segja að þai komi sumt á óvart er annað ekki. Pannig kemur það heim og saman við ímyndina að Húnvetningurinn Páll Pét- ursson skuli vera „alræðis- sinnaður miðjumaður“, en þær Ásta R. Jóhannesdótir og Kristín Ástgeirsdóttir „miðjumenn" par exelance. Það sem hins vegar kemur meira á óvart er að Ilalldór Blöndal, sem fyrirfram hefði mátt ætla að væri „alræðis- sinnaður miðjumaður" eins og Páll Pétursson, reynist vera liægri sinnaður frjáls- hyggjumaður. Ekki er víst að kalkúnalappirnar hans Jóns Baldvins muni samþykkja þessa greiningu, en rétt er að taka fram að samkvæmt greininni í Degi-Tímanum gerði Halldór margar at- hugasemdir við orðalag spurninga og taldi þeim ill- svarað. Frjálshyggju- Steingrímur Það er þó Steingrímur J. Sig- fússon sem hvað öflugast kemur á óvart stjórnmála- mannanna í þessu prófi. Það kemur að vísu ekki á óvart að Steingrímur skuli vera heldur vinstri sinnaður, en hins vegar er hann alveg á mörkunum að vera frjáls- hyggjumaður. Steingrímur hefur einhvern veginn ekki á sér það orð eða þá ímynd að mönnum detti í hug frjáls- hyggja þegar hann birtist. Hann minnir eiginlega meira á Lenín. Því var það tvöfald- ur skammtur óvæntra enda- loka að í bæði Blöndal og Skallagrími skuli blunda lítill Ilannes Hólmsteinn. Garra þótti þetta allt vera hið besta mál og raunar al- veg bráð- smellið, þar til hann tók prófið sjálfur. Þá kemur i ljós að þetta próf er alveg ómögulegt og sýnir eintóma vitleysu eða hvað? Getur verið að það blundi lít- ill Hannes Hólmsteinn í Garra? Er það inögulega rétt? Hitt skal viðurkennt að eftir að niðurstaða prófsins sýndi að Garri mælist sem „vinstri- frjálshyggjumaður" upgvötaði hann að í honum blundar líka lítill Ilalldór Blöndal. Viðbrögð Garra voru nefnilega þau sömu og Ilalldórs, hann fór að geð- illskast út í spurningarnar! Félagshyggjumaður eins og afi Það þarf því ekki að koma á óvart þó þessi pistill sé skrif- aður á léttum bömmer. Garri hefur árum og áratugum saman stært sig af því að vera félagshyggjumaður. Ilann hefur meira að segja sungið hástöfum og af innlif- un Stuðmannalagið þar sem segir „Ég er félagshyggju- maður eins og hann afi ininn". Allt vegna þess að hann var svo sannfærður um hugsjón sína. Sjálfsmyndin er í rúst: í mér blundar fól! Garri.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.