Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Qupperneq 5
^Dagur-'ÍEtmmtt Föstudagur 1. nóvember 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS Vaskurmn skekkir sam- keppnisstöðu handverksfólks Elín Antonsdóttir vonast til þess að handverk geti orðið raunveruleg auka- búgrein íslensks bœnda- fólks en ekki bara baks. Elín Antonsdóttir, atvinnu- ráðgjafi hjá Iðnþróunarfé- lagi Eyjaijarðar, ætlar á málþingi um Handverk og list- handverk á morgun að ræða um hvort menn vilji sjá handverkið sem atvinnu eða afþreyingu. Margir hafa menntað sig á þessu sviði en afskaplega fáir hafa fullt framfæri af handverki. - Hefur handverk ekki tekið mikinn kipp undanfarin ár? „Jú, og ég held að það hafi komið í kjölfar niðurskurðar í sveitum. f>á fóru sérstaklega konur að vinna úr ýmsu hráefni sem annars er hent heima á bæjunum." - Og þá hefur líka sprottið upp fjöldi sölustaða? „Já, sér í lagi yfir sumarið þar sem sölunni er sérstaklega beint að ferðamönnum." - Eru ferðamenn aðalmark- hópurinn? „Já, að miklu leyti. hó ekki alltaf. Hér á Akureyri er t.d. gallerí úti í verslunarmiðstöð- inni Sunnuhlíð sem 15 konur hafa rekið sl. tvö ár. Þær fóru af stað með það rétt fyrir jól og ætluðu að vera með það fram að áramótum. En síðan er alltaf verslun þar og íslendingar kaupa þar til gjafa og fyrir sjálfa sig.“ Karlar í harðari efnum - Eru þetta bara konur? „Það fólk sem ég hef haft af að segja er í miklum meirihluta konur. Það er einn og einn karl.“ - I hverju eru þeir? Út- skurði? „Já, eða renna og vinna svona með harðara hráefni.“ - Hvaða tegundir handverks seljast best? „Ullarvörur seljast náttúru- lega alltaf mjög vel. Sérstaklega til túristanna. Skartgripir úr t.d. horni, beini og hrosshári höfðar líka mikið til þeirra. Keramíkið selst mjög vel núna og skinnavörur talsvert." Samkeppni aukist Að sögn Ehnar hefur sam- keppnin aukist meðal hand- verksfólks og því hefur hug- myndaflugið tekið við sér svo fólk geti markað sérstöðu á markaðnum. - En hvert er vandamálið? Er ekki í fínu lagi að salan fari fram í mörgum sjálfstæðum búðum? Þurfa stjórnvöld eitthvað að hafa með handverkið að gera? „Það er allt í lagi að hafa þessar litlu einingar en það er ekki nóg ef þú ætlar að lifa af þessu allt árið um kring. Þá þarf að koma handverkinu víðar x sölu. Einu sinni lagði ég nú til að það yrði lagður niður eða lækkaður virðisaukaskattur á svona vörum á meðan þetta væri að byggjast upp. Það þótti náttúrulega ótrúlega fáfengilegt. Samkeppnin verður alltaf svolítið á skjön því afþreyingar- fólkið er að framleiða svo lítið. Það má framleiða fyrir upp undir 200.000 kr. án þess að greiða af því virðisauka. En ef ég er að framleiða eitthvað sem atvinnumanneskja og þú svip- aðar vörur sem afþreyingar- manneskja þá verð ég að leggja mín 24,5% ofan á. Svo er þessi háa álagning endursöluaðil- anna, kannski 100% eða meira, alltaf Þrándur í Götu.“ - Það kemst því ekki mikið ofan í vasa handverksfólksins? „Nei, en við vonumst til að þetta þróist í þá átt að geta ver- ið annað starf inni á bænda- heimilum og það hafist nægi- lega upp úr því til að geta kall- ast aukabúgrein. Að þetta sé ekki bara baks.“ LÓA Af spámönnum og -konum og dálitlu af gömum og gróusögum Ingvarsson Helsta tómstundagaman landsmanna er að spá í veður. Þaimig hafa jafn- vel sérstakir klúbbar verið stofnaðir þar sem menn spá og spjalla um veðurfar á komandi tíð. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Mætti segja mér að slíkir spádómar væru sérlega þjóð- legir. Enda hefur þetta verið lenska öll þau árhundruð sem íslendingar hafa tórt hér í um- hleypingunum á norðurhjaran- um. Á haustin kveður sérstaklega rammt að þessari spádómsgáfu landsmanna. Menn sjást útund- ir húsvegg, taka hraustlega í nefið og horfa spekingslega á tunglstöðu, áður en þeir flýta sér inn í hús til að horfa á veð- urskeytin í sjónvarpinu. Þá lesa menn blöðin spjaldanna á milli, hvort ekki sé viðtal við Pál Bergþórsson eða álíka spekúl- ant um horfur í veðurmálum. Menn sem sagt spá, spjalla og spekúlera af svo mikilli inn- lifun að það er umhugsunarefni fyrir íslenskar getraunir hvort ekki væri rétt að efna til al- menns fjárhættuspils um veður- far alveg eins og enska boltann. Hér í Skagafirði eru fjöl- margir meiri- og minnispá- menn sem eru sérlega spek- ingslegir þessa dagana. Einkum er kona ein á Kárastöðum í Hegranesi talin hafa mikla hæfileika í þessa átt, og notar hún garnir sér til hjálpar við veðurspár. Ilvað eftir annað hefur fólk tekið eftir því að spár Laugu á Kárastöðum ganga eft- ir, og hefur það auðvitað aukið hróður hennar mjög. Fyrir nokkru bárust þær fréttir hingað í Krók að Lauga á Kárastöðum væri búin að spá, og sú spá væri ekki kræsileg. Átti hún að hafa spáð hinum verstu veðrum, og þvílíkum snjóum að elstu menn yrðu al- veg agndofa, og það jafnvel meir en endranær. Þessu trúði maður auðvitað eins og nýju neti og var ekki laust við að Skagfirðingar hafi verið heldur niðurdregnir vegna þessarar óspár. En menn kinkuðu þó al- varlegir kolli hver til annars og sögðu að þetta væri svo sem auðvitað, mönnum hefndist fyr- ir veðurblíðuna í sumar og síð- asta vetur. En mikil var gleði manna, þegar Dagur-Tíminn upplýsti Skagfirðinga og aðra urn að Lauga hefði alls ekki spáð slík- um vetri. Spá Laugu væri mun betri og raunar von á all snjó- léttum vetri, þó nokkrir yrðu umhleypingar. Þvx' var ljóst að einhverjir óprúttnir náungar höfðu gert sér að leik að ljúga að fólki með þessum ósvífna hætti. Ekki er nóg með að þessir pörupiltar hafi með athæfi sínu gert mönnurn gramt í geði, heldur hefur þessi falsspá haft veruleg og hugsanlega varanleg áhrif á framtíð héraðsins. Enda komu fregnir um uppsagnir fólks í fiskvinnslu og af annarri efnahagslegri óáran strax í kjölfarið á falsspánni og er ekki séð fyrir endann á því öllu. Þarna eru auðvitað bein tengsl á milli, en vonandi kemur betri tíð fyrir Skagfirðinga sem og aðra landsmenn, þegar þetta hefur verið leiðrétt.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.