Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Side 11

Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Side 11
Jktgur-ÍEmtmtt Föstudagur 1. nóvember 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Missir Ame Brundtland aftur völdin á heimilinu Eg man þetta eins og það hafi gerst í gær,“ segir Arne Olav Brundtland um þá miklu breytingu sem varð á heimilishögum þeirra hjóna og ijögurra ungra barna þeirra einn haustdag 1974. Gro hringdi í hann í vinnuna og spurði hvort skrifstofudyrn- ar væru opnar. Hann skellti í lás því auðheyrt var að henni lá mikið á hjarta. „Tryggve Bratteli spurði hvort ég vildi verða umhverfisráðherra. Hvernig líst þér á það?“ spurði Gro. „Alveg stórvel. Ég tek þá að mér heimavígstöðvarnar - en með því skilyrði að þú blandir þér ekki í málin. Hvort það vantar mjólk í kæliskápinn eða ekki, verður þá mitt vandamál, ekki þitt. Taki ég við stjórn heimilisins geri ég það með mínum hætti. Gro samþykkti þetta. Og síðan hef ég verið eins konar húsmóðir á heimil- inu,“ segir Arne. Hann byrjaði raunar á að segja upp hús- hjálpinni sem þau hjón höfðu haft um skeið, sagði að sér hefði fundist þvingandi að halda heimili með vinnukonu. „í staðinn boðaði ég til fjöl- skylduráðstefnu þar sem öllum var úthlutað fóstum skyldu- störfum, svipað og ég vandist í herþjónustunni. Mig minnir að Gro hafi meðal annars borið ábyrgð á baðherberginu.“ Arne og Gro kynntust á skólaárunum og þau giftu sig árið 1960, hún 22ja og hann 24ra ára. Á næstu sjö árum eignuðust þau fjögur börn, sem hafa því verið á aldrinum 7-13 ára þegar Arne tók við yfir- stjórn heimilisins, sem hann hefur alfa tíð sinnt samhliða starfi sínu sem sérfræðingur í utanríkis- og öryggismálum. Að vera forsætisráðherra segir Arne mjög tímafrekt svo frístundir Gro séu fremur tak- markaðar. Samt takist þeim á hverjum vetri að ganga saman 200-300 km á skíðum á Nord- marka, þar sem þau eiga or- lofshús. Teitur Þorkelsson skrifar Dansið að er stórfurðulegt hversu erfitt er að fá íslenska karlmenn til að dansa. Því ef eitthvað er víst í þessum heimi er það sú staðreynd að konur vilja dansa og að áhrifin sem dansinn hefur á þær eru töfrum líkust. Svo mjög hrífast þær af karlmönnum sem dansa að engu líkara er en að sak- lausustu sveitadrengir verði að blóðheitum suður-amerískum ástmögrum ef þeir bara dansa þokkalega. Og það þarf ekki að koma á óvart. Dansinn felur í sér snertingu, þið haldist hönd í hönd og utan um hvort annað. Flöt hendi hans þétt upp við mjóhrygginn, hendi hennar á sterkbyggðum handlegg. Tveir líkamar upp við hvorn annan, þið finnið ilminn af hvort öðru, horfist í augu og ráðið í hverjar næstu hreyfingar verða. Þið verðið að stilla ykkur saman, vera í takt, stjórna og láta að stjórn. Hverfa sundur, snúning- ur, og koma saman á ný, þéttar og ákveðnar en áður, fótur karlmannsins á milli fóta henn- ar. Hiti. Því segi ég, grípið utan um dömurnar í vinnunni og í skól- anum, á götum úti og heima í stofu. Dansið til að koma á óvart og dansið til að fleka. Því dansinn lífgar ekki bara upp á gráan hversdagsleikann heldur getur hann verið dularfulli takkinn sem karlmenn eru allt- af að leita að. Sá sem kveikir á konunni. Gro er stórskemmtileg og sú persóna sem ég hef lært mest af í lífinu, segir Arne, sem hér hefur fylgt konu sinni í heimsókn til Clintons Banda- ríkjaforseta. Frá því Gro varð ráðherra segist Arne Brundtland hafa verið eins konar húsmóðir á heimili þeirra. Spurningin er hvort hann missir nú völdin á ný. Jurta- og nær- ingarráðgjöf í Heilsuhorninu Heilsuráðgjafinn David Calvillo veitir ráðgjöf um vítamín og notkun jurta. Leiðbeinir einnig um hvern- ig styrkja megi ónæmis- kerfið og hafa áhrif á hormónakerfið, sveppasýk- ingar, blóðsykur o.fi. Áhugasamir láti skrá sig sem fyrst í Heilsuhorninu eða í síma 462 1889. hormo Skipagötu 6 600 Akureyri Sími/fax 462 1889 Tökum nú sem fyrr alla aldurshópa hrossa í fóðr- un og liirðingu. Enn fremur verða Magnús Jóhannsson og Helga Ein- arsdóttir tamningamenn starfandi að Grund. Að vanda verður veittur jóla- og áramótaafsláttur á tamningu. Starfsemin byrjar 1. nóv. Uppl. og pantanir í síma 463 1334 og 463 1398 eftirkl. 19.00. Einnig í síma 897 5616. Hrossaræktarbúið Grund. L«TT« VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN 30.10.1996 AÐALTÖLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð *| . 6 at 6 1 110.110.000 r\ 5 af 6 cL . + bónus 0 1.959.755 3. 5a<6 4 72.400 4. 4 af 6 287 1.600 C 3 af 6 O. + bónus 959 200 Samtals: Heildarvinningsupphæð: Á Isiandi: 113.010.355 2.900.355 Upplýsingar um vinníngstölur fást einnig i símsvara 568-1511 eöa Grænu númeri 800-6511 og I textavarpi á síðu 453. Hestamenn athugið! Félagshaga Léttis á Kaupvangsbökkum verður lok- að sunnudaginn 3. nóvember. Hestaeigendur vitji hrossa sinna fyrir þann tíma og þeir sem eiga eftir að greiða hagagjöld, geri það sem fyrst. Bent skal á haustbeit á Glerárdal, en upplýsing- ar um það veitir Svanberg Þórðarson. Haganefnd Léttis.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.