Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Blaðsíða 15
iDagur-©mtmt Föstudagur 1. nóvember 1996 - 27 Uf>páJia£dó útucvtpó- ag, ójéctucvtpóefaií íslensk dagskrárgerð í molum Örn Ingi Gíslason Jjöllistamaður Það fer eftir því hvort ég er latur eða upptekinn hvort ég horfi á sjón- varp. Ef ég er upptekinn get- ur oft komið fyrir að ég sjái ekki sjónvarp í tvo mánuði. Sé ég hins vegar alveg á lausu sækist ég helst eftir íslenskri dagskrárgerð," segir Örn Ingi, ijöllistamaður á Akureyri. Hann er þó ekki sáttur við hvernig þessu uppáhaldssjón- varpsefni hans er háttað og segir íslenska dagskrárgerð í molum. „Stóra gatið er að sjónvarpskvikmyndir eru ekki gerðar. Slíkt hefur ekki verið gert í mörg ár.“ „Mér er alveg sama um fréttir en mér finnst helgarn- ar hálf ónýtar ef ég fæ ekki einhverjar spennumyndir til að halda mér vakandi. Varð- andi útvarp hlusta ég aldrei á Bylgjuna, veit varla að hún sé til. Ég hlusta á Gufuna til svona ijögur og þá skipti ég stundum yfir á Rás 2. Er þó farinn að hlusta meira á víð- sjána hjá Ævari. Einnig hlusta ég á svæðisútvarpið og hef oft gaman af Laufskálanum. Reyndar finnst mér að mætti hafa meira fyrir því að ná í viðmælendur þannig að þeir séu ekki bara einhverjir sem búa í næsta nágrenni við stúdíóið.“ Peir Örn Ingi og Sigurður Valgeirsson hefðu eflaust um nóg að tala myndu þeir hittast. Örn Ingi segir íslenska dagskrárgerð í molum en Sigurður er, eins og flestir vita, dagskrárstjóri innlendrar dagskrár hjá Ríkissjónvarpinu. AHUGAVERT I K V OL D Sjónvarpið kl. 21.15 Landsleikur í handbolta Islenska karlalandsliðið í handbolta á í harðri keppni við Grikki, Dani og Eista um laust sæti á Heimsmeistara- mótinu í Japan. Nýlega vann liðið stór- sigur á Grikkjum hér heima en gerði síð- an jafntefli við þá ytra. í lok nóvember og í byrjun desember verður spilað við Dani heima og heiman en í kvöld og á sunnudagkvöld verður keppt við piltana frá Eistlandi. Sjónvarpið sýnir seinni hálfleiki beggja leikjanna beint. I kvöld hefst útsending frá leiknum klukkan 21.15 en á sunnudagskvöld hefst seinni hálfleikur kl. 20.40. Meimingar- síður DV Fyrir nokkrum mánuð- um fékk flettiþörf rýn- is rækilega útrás við að fá DV í hendurnar. Nú er öldin önnur og er þar fyrir að þakka nýjum liðsmanni ritstjórnar, Silju Aðalsteins- dótttur. Frá því rýnir fór að fletta DV daglega hefur menning- arumijöllun verið illilega af- skipt og helst ekki sinnt nema aðilar menningargeir- ans tækju að rífast, kýta eða haga sér eins og bjánar, t.d. í liðinni deilu Viðars og LR. Þá hljóp dágott líf í umljöll- unina en það sem þetta listapakk var að gera og hugsa sér og stundum öðr- um til skemmtunar vakti sjaldnast áhuga DV. Auðvit- að er hasar spennandi og ekki síst þegar menn fara að rífast af almennilegri heift þannig að í hana slæð- ast einhverjar eftirhreytur tilfinninga og hugsjóna. En þess á milli hefði kannski verið snjallt að bjóða les- endum upp á örlítið meira kjöt en finnst á innslegnum fr éttatilkynningum. Síðan Silja tók við í sum- ar hefur rýnir orðið að leita sér annarra blaða til að full- nægja flettiþörfinni. Menn- ingarsíðurnar hafa tekið á sig fasta og litríka mynd. Og óhkt því sem segja má um menningarsíður risans eru þær hlýlegar. Það er á þeim einhver svona vinalegur tónn - ekki sá hinn sami og útgáfustjóri Vöku-Heigafells finnur í skrifum Skúla Björns sem nú má nefna í sömu andrá og Ilalldór Lax- ness - heldur frekar þannig að skrifin eru ekki upphafin eða ijarlæg heldur íjölbreytt, fljótlesin og upplýsandi. SJÓNVARP - TJ T V A R P o S T O Ð Jj #svn 0 SJONVARPIÐ 16.20 Þingsjá. Umsjónarmaður er Helgi Már Arthursson. 16.45 Leiðarljós. Bandarískur mynda- flokkur. 17.30 Fréttlr. 17.35 Táknmálsfréttir. 17.45 Auglýsingatími - Sjónvarps- krlnglan. 18.00 Malli moldvarpa og Bílaleikur. 18.25 Horfna frímerkið. (Jakten pá Mauritius). 18.50 Fjör á fjölbraut. (Heartbreak' High III). 19.50 Veður. 20.00 Fréttir. 20.35 Happ í hendi. 20.40 Dagsljós. 21.15 Landsleikur í handbolta. Bein útsending frá seinni hálfleik viðureign- ar íslendinga og Eista sem fram fer í Laugardalshöll. 21.55 Félagar. (Die Partner). 22.45 Helluparís (Heartstones). Bresk spennumynd byggð á sögu eftir Ruth Rendell um tvær systur sem gruna föð- ur sinn um græsku eftir að móðir þeirra deyr en vandræði þeirra eru rétt að byrja. Aöalhlutverk leika Anthony Andrews, Emily Mortimer, Helen Mitchell og Daisy Haggard. Atriði I myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. STOÐ 2 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn. 13.00 Ys og þys út af engu (Much Ado about Nothing). Rómantískur gam- anleikur eftir Shakespeare. Aðalhlut- verk: Kenneth Branagh, Emma Thomp- son, Michael Keaton, Keanu Reeves og Denzel Washington. 1993. 15.00 Taka 2 (e). 15.30 Hjúkkur (13:25) (Nurses) (e) 16.00 Fréttir. 16.05 Köngulóarmaðurinn. 16.30 Sögur úr Andabæ. 16.55 í Erilborg. 17.20 Mínus. 17.25 Vatnaskrímslin. 17.30 Glæstar vonir. 18.00 Fréttlr. 18.05 íslenski listinn. 19.00 19 20. 20.05 Lols og Clark. 21.05 Karatestelpan. 22.55 Gildran (Trapped in Space). Framtíðarmyndir eru þema mánaðar- ins á Stöð 2 og viö byrjum á þessari spennandi geimmynd með Jack Wagner, Jack Coleman og Kay Lenz í aöalhlutverkum. Stranglega bönnuð börnum. 0.20 Ys og þys út af engu (Much Ado about Nothing). Sjá umfjöllun að ofan. 2.15 Dagskrárlok. STOð 3 08.30 Heimskaup. Verslun um víða veröld. 17.00 Læknamiðstöðln. 17.20 Borgarbragur. (The City). 17.45 Laus og liðug. (Caroline in the City). Bandarískur gamanþáttur. 18.10 Heimskaup. Verslun um víða veröld. 18.15 Barnastund. 19.00 Ofurhugaíþróttir. 19.30 Alf. 19.55 Murphy Brown. 20.20 Umbjóðandinn. (John Gris- ham's The Client). Vinsæll spennu- myndaflokkur sem byggður er á sam- nefndri metsölubók Johns Grisham. 21.05 Réttlæti. (Gunsmoke - One Man's Justice). Spennandi vestri með James Arness, Bruce Boxleitner, Amy Stock-Poynton og Alan Scarfe í aðal- hlutverkum. Myndin er ekki við hæfi barna. 22.35 Skollaleikur. (Blue Murder) 00.05 Ofríki. (Sexual Advances). Paula Pratt er hamingjusamlega gift og forsvarsmaöur blómlegs fyrirtækis. Samstarfsmaður hennar og félagi til margra ára tekur upp á því aö gefa henni undir fótinn og þegar hann finn- ur mótspyrnu Paulu færist hann allur í aukana. 01.35 Dagskrárlok Stöðvar 3. SYN 17.00 Spítalalíf (MASH). 17.30 Taumlaus tónlist. 20.00 Framandi þjóð (Alien Nation). 21.00 Butch og Sundance (Butch and Sundance: The Early Days). Skemmtileg mynd með Tom Berenger, Brian Dennehy, Peter Weller og fl. Leikstjóri: Richard Lester. 1979. Bönnuð börnum. 22.45 Undirheimar Miami (Miami Vice). 23.35 Körfuboltastrákarnlr (Above the Rim). Skemmtileg og heillandi mynd um unglingspilt sem er efnilegur körfu- boltamaöur og samskipti hans við tvo afvegaleidda bræöur sína. 1994. Stranglega bönnuð börnum. 1.10 Spítalalíf (MASH). 1.35 Dagskrárlok. RÁS 1 9.00 Fréttir. 9.03 „Ég man þá tíð“. 9.50 Morgunlelkfimi með Halldóru Björnsdóttur. 10.00 Fréttir. 10.03 Veð- urfregnir. 10.15 Sagnaslóð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í nærmynd. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.20 Há- degisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.50 Auðlindin. 12.57 Dánarfregnir og aug- lýsingar. 13.05 Hádegisleikrit Útvarps- leikhússins. Ástir og árekstrar eftir Kenneth Horne. 13.20 Hádegistónar - létt lög á föstudegi. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, Lifandi vatnið eftir Jakobínu Sigurðardóttur (14). 14.30 Miödegistónar. 15.00 Fréttir. 15.03 Afreksmenn í 40 ár. 15.53 Dag- bók. 16.00 Fréttir. 16.05 Fimm fjórðu. Djassþáttur. 17.00 Fréttir. 17.03 Víð- sjá. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. 18.30 Lesið fyrir þjóðina: Fóstbræðra- saga. Dr. Jónas Kristjánsson les. (Upp- taka frá 1977.) 18.45 Ljóð dagsins. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir. 19.40 Sónata. 20.20 Sagan bak við söguna. 21.20 Heimur harmóníkunnar. Umsjón: Reynir Jónas- son. 22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Orö kvöldsins: Þorsteinn Har- aldsson flytur. 22.20 Tónlist á síö- kvöldi. 23.00 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.