Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Síða 11

Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Síða 11
;Ðagur-®mrimT Föstudagur 15. nóvember 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLICIÐ ÚLfur í sauðargæru Anthony Hopkins keyrir þegar hann vill slappa af. Nýlega var hann í frfi og keyrði átta þúsund kílómetra á tíu dögum. g hef verið að leika hálf- dauða menn í mörg ár en Jl—i ég er alls ekki þannig karakter í alvörunni, sagði leik- arinn Anthony Hopkins nýlega í blaðaviðtali. (Ég leyfi mér að minna á hlutverk Hopkins í Ho- wards end, Remains of the day, og Shadowlands). - Og þetta er víst alveg rétt. Hopkins var á árum áður drykkjusvoli sem var þekktin- fyrir svakaleg reiðiköst. - Á leiksýningu á Broadway skammaði hann áhorfendur fyrir að koma of seint og í London strunsaði hann eitt sinn út í miðri sýn- ingu. Hopkins hætti að drekka fyr- ir 21 ári og vinir hans segja að hann hafi meiri stjórn á púkan- um í sér en áður. Reyndar segir leikkonan Emma Thompson að Hopkins líkist eldijalli sem þurfi að senda frá sér spýju við og við. (Móðir Emmu sendi Hopk- ins skilaboð þegar ákveðið var hann og Emma myndu leika saman í Howards end þar sem stóð: Vinsamlega ekki éta hana! og var þar væntanlega að vísa til mannætunnar Hannibals í myndinni Lömbin þagna, sem Hopkins lék af svo mikilli innlif- un. Margir stórleikarar taka leikhúsið fram yfir kvikmynd- irnar, en Hopkins því sem næst hatar leikhúsið. Hann segir að sviðsskrekkurinn sé hræðileg tilfinning, honum finnist hann innilokaður í leikhúsinu og hann þoli ekki endurtekningar. Það er ömurlegt að fara upp á svið og þurfa að gera áhorfend- um til geðs... Mér líkar illa að láta áhorfendur góna á mig - 500 pör af augum sem horfa á mig. Mér líkar betur við kvik- myndaleik vegna þess hve ópersónulegur hann er. Satt og logið Það getur verið erfitt að vera lág- vaxin stórstjarna, ég tala nú ekki um ef maður er karlkyns og gift- ur hávaxinni konu. Sagt var að Tom Cruise væri hundleiður á því að þurfa alltaf að horfa upp til hinnar hávöxnu eiginkonu sinnar, Nicole Kidman. í ör- væntingarfullri tilraun til að bæta nokkrum sentimetrum við líkams- hæðina tók Tom upp á því að hanga á hvolfi í 90 mínútur á hverjum degi. Því var haldið fram að leikarinn gæfi til- rauninni þrjá mánuði til að virka. - Aldrei bárust fregnir af því hvort að þetta bar árangur og líklega var þetta bara skröku-lygi, eins og Eiríkur (jalar segir. A.m.k. sagði talsmaður stór- stjörnunnar þetta alls ekki vera satt. Tom væri fullkomlega ánægður með hæð konu sinnar - og sína eigin. Til fróðleiks má geta þess að Tom er 1,75 metrar á hæð en kona hans er rúmum þremur sentimetrum hærri. Hjónakornin Tom Cruise og Nicole Kidman. Teitur Þorkelsson skrifar Að sá fræjum að er ótrúlegt hverju ímynd- unarafl manneskjunnar get- ur komið til leiðar, sérstaklega ef það fær nægan tima til að reika um alla þá heima sem gætu orðið, allt sem gæti gerst. Þannig er hægt að sá fræjum í huga fólks, fræjum sem munu vaxa og verður hægt að upp- skera þegar fram líða stundir. Stundum uppsker maður ást og stundum vináttu þó flest verði aðeins minningarbrot um fólk sem maður hitti á lífsleiðinni, spennandi afleggjarar út frá þeim vegi sem maður gekk og manni gafst ekki tími til að kanna til hlítar. Nokkur augna- tillit og bros frá sömu mann- eskjunni og maður fer að kunna vel við hana, hún fer að eiga sér stað í hjarta manns. Og hjólin fara að snúast í huga við- komandi, hvort sem um er að ræða sæta strákinn úti í búð eða konuna sem brosir til manns á hverjum morgni í sundlauginni. Öll þessi litlu at- vik eru fræ sem munu vaxa og besti áburðurinn er tíminn. Því þegar þú hefur lagt slíkt fræ inn í huga manneskju gætir þú orð- ið hluti drauma hennar, lausn í hvert skipti sem erfiðleikar steðja að eða þegar hugurinn leitar að einhverjum til þess að deila með lífi. Og ef heppnin er með gætir þú orðið stærri hluti af daglegum raunveruleika þeirrar manneskju sem þú brostir til fyrir tilviljun. Rabbfundur um feröamál Tómas I. Olrich alþingismaður heldur rabbfund um ferðamál á veitíngahúsinu Bautanum á Akuregri föstudaginn 15. nóvember kl. 16.00. Allfr velkomnir! Viðtalstími verður á skrifstofu SjálfstæOisflokks- ins að Haupangi við Mgrarveg laugar- daginn 16. nóvember nk. kl. 10.00 - 12.00 og 13.00 - 15.00. Deildarfundir KEA1996 Höfðhverfíngadeild Deildarfundinum, sem halda átti þriðju- daginn 19. nóvember, er frestað um óákveðinn tíma. Kaupfélag Eyfirðinga. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. nóvember 1996 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 24. útdráttur 1. flokki 1990 - 21. útdráttur 2. flokki 1990 - 20. útdráttur 2. flokki 1991 - 18. útdráttur 3. flokki 1992 - 13. útdráttur 2. flokki 1993 - 9. útdráttur 2. flokki 1994 - 6. útdráttur 3. flokki 1994 - 5. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 15. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆHSSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.