Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Blaðsíða 1
Atvinnuleysistryggingar
Breytingar
gagnrýndar
Stjórnarandstæðingar eru
ósáttir við frumvarp um
atvinnleysistryggingar,
sem félagsmálaráðherra mælti
fyrir á alþingi í gær. I>að er ekki
síst ákvæði um að fólk öðlist
ekki rétt til atvinnuleysisbóta
fyrr en það hefur náð 18 ára
aldri, sem þeir telja varhuga-
vert, en með því á að spara 48
til 56 milljónir króna.
Bryndís Hlöðversdóttir, Al-
þýðubandalagi, sagði launafólk
hafa yfir fáu að gleðjast í frum-
varpinu, enn væri verið að
herða skiiyrði og þrengja rétt
manna á bótum.
Rannveig Guðmundsdóttir,
Alþýðuflokki, gagnrýndi ákvæði
um að atvinnulaust fólk verði
að vera tilbúið að ráða sig í
fullt starf og sagði þar vegið
sérstaklega að fjölskyldufólki
með ung börn. í frumvarpinu
er einnig ákvæði um að ef fólk
segi sjálft upp störfum, fái það
ekki atvinnuleysisbætur fyrr en
að 55 dögum liðnum. Þetta
gagnrýndi Kristín Ástgeirsdótt-
ir, Kvennabsta, og benti á að
fólk gæti neyðst til að segja
starfi sínu lausu af ýmsum
ástæðum, t.d. vegna kynferðis-
legrar áreitni.
Handknattleikur
Enn engar greiðslur
til félaganna
Ekki er enn farið að greiða
handknattleiksfélögunum
þeirra hlut af samningi
HSÍ og Félagi 1 .deildarfélaga
við RÚV og Stöð 3, en félögin
áttu að fá fyrri greiðslu sína af
tveim 1. nóv sl. Að sögn Arnar
Magnússonar, framkvæmda-
stjóra HSÍ, er ástæða þess fjár-
námið sem gert var í samningn-
um, en unnið er að lausn þess
máls. Örn tók það skýrt fram að
RÚV og Stöð 3 hafi staðið við
sitt, það séu HSÍ og Félag 1.
deildarfélaganna sem ekki hafi
sent reikninginn til þeirra.
Einnig tók Örn fram að félögin
sjálf ættu að sjá um að inn-
heimta sinn hluta greiðslunnar.
Páll Alfreðsson, formaður
KA, segist aldrei hafa heyrt að
félögin ættu að standa í að
rukka RÚV og Stöð 3 enda gæti
hann ekki séð hvernig það ætti
að vera hægt þar sem samning-
urinn væri ekki á kennitölu KA
heldur HSÍ. Þá höfðu KA-menn
aldrei samþykkt samninginn
eða skrifað undir hann og því
vissi hann lítið um hvað stæði í
honum. Um skuld HSÍ við KA
frá fyrra ári sagði Páll að upp-
gjöri vegna hennar væri ekki
lokið en eitthvað hefði þó
grynnkað á henni. gþö
Milljónatjón varð þegar sendibíll af Benz-gerð sprakk við Urriðavatn í
fyrrakvöld. Tveir menn voru að störfum skammt frá en sluppu ómeiddir.
Bíllinn var í raun verkfærageymsla á hjólum, notaður af
hitaveitumönnum.
Akureyri
úorsteinn EA-810 tók niðri á hóbnim
Nótaskipið Þorsteinn
EA-810 tók niðri á
hólnum suður af ÚA-
bryggjunum í Akureyrarhöfn
þegar hann var að halda á
miðin í gærmorgun. Grafin er
renna með bryggjunum en
kanturinn þar suður af hefur
stundum orðið til þess að
skip hafa tekið þar niðri.
Hafnsögubáturinn Sleipnir
kippti í Þorstein og tókst að
losa hann, en útfall var þegar
þetta gerðist. Skipið er
væntanlega komið á miðin
þegar þessi lesning kemur
fyrir augu lesenda Dags-Tím-
ans. GG/'v'yna. jhf
Hafrannsóknarstofnun
\1111.600 þús.
tonn af loðnu
Haustmæhngum á stærð
loðnustofnsins sem fram-
kvæmd var á rannsókn-
arskipunum Árna Friðrikssyni
og Bjarna Sæmundssyni, er ný-
lokið. Eins og undanfarin haust
er loðnan alls staðar mjög
blönduð, þ.e. mildð er af smá-
um og ókynþroska fiski saman
við hrygningarstofn og þar með
veiðistofninn. Við útreikning á
aflakvóta út frá haustmælingu
hefur jafnan verið gert ráð fyrir
því að aflinn dreifðist tiltölulega
jafnt yfir þann hluta vertíðar-
innar sem eftir er; 400 þúsund
tonna hrygningarstofni í lok
vertíðar og auk þess nokkurri
þyngdaraukningu og náttúru-
legum dauða. Samkvæmt þess-
ari vinnureglu reiknast leyfileg-
ur hámarksafli um ein milljón
tonna á tímabilinu nóvember
1996 til vertíðarloka 1997.
Vegna þess að ókynþroska
loðna var saman við veiðistofn-
inn víðast hvar á útbreiðslu-
svæðinu er líklegt að stærð
hrygningar- og veiðistofnsins sé
eitthvað ofmetin. Því leggur
Hafrannsóknarstofnun til að
heildarkvótinn á ver-
tíðinni 1996/1997
verði 1.600 þúsund
tonn en það er í sam-
ræmi við fyrri spár um
stofnstærð og afla-
mark. Sverrir Leós-
son, útgerðarmaður á
Akureyri, segir
ákvörðun Hafrann-
sóknarstofnunar skyn-
samlega og hann álíti
að það sé áht all-
flestra útgerðar-
manna enda tryggi ákvörðunin
það að stofnstrætin haldi sér og
áframhald verði á góðum
loðnuvertíðum. GG
Sverrir Leósson
útgerðarmaður
Skynsamleg ákvörðun
og það er sátt um
þessa ákvörðun Haf-
rannsóknarstofnunar
meðal útgerðarmanna
sem tryggir það að
stofhstœrðin haldi sér.
Lífið í landinu
Útivinnandi
konur
SÍMANÚMER
Á RITSTJÓRN ER
800 7080