Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Síða 5
®agur-®mmtrt
A
F R E T T I R
Miðvikudagur 20. nóvember 1996 - 5
-gpWPKMHjllil ^ipillM
Talið er líklegt skv.
heimildum Dags-Tím-
ans að ekki verði kos-
ið um prest í Lang-
holti enda sóknar-
börn allflest orðin
þreytt á sundurlyndi
og væringum.
Þó rennur frestur til að
skila undirskriftum ekki
út fyrr en í dag og er ljóst
að einhver hluti sóknarbarna er
ekki sáttur og starfar á laun
eins og meðfylgjandi bréf frá
árinu 1991 sýnir, en það var
sent nafnlaust inn til ristjórnar
Dags-Tímans. Þetta er bréf sem
Jón Stefánsson organisti og sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson,
þáverandi sóknarprestur í
Langholtskirkju, sendu sóknar-
nefnd Langholtssóknar 02.04.
1991 þegar prestskosningar
voru framundan í Langholti.
Þar kemur fram vilji þeirra, að
sr. Jón Helgi Þórarinsson, hijóti
brauðið.
„Niðurstaða okkar er mjög
eindregin, sú að séra Jón Helgi
Þórarinsson, sóknarprestiu á
Dalvík, hafi það til að bera, er
við leitum eftir. Starfa okkar
vegna þekkjum við mjög vel til
presta, og án þess að kasta rýrð
á einn eða neinn, er það bjarg-
fast álit okkar, að séra Jón sé
svar okkar nú“, segir m.a. í
bréfinu sem birt er í heild sinni
hér annars staðar á síðunni.
Dagur-Tíminn hafði sam-
band við Jón Stefánsson og
spurði hvort hann hefði þá á
einhvern hátt beitt sér fyrir því
nú nýverið að sr. Jón Helgi fékk
kosningu sem arftaki sr. Flóka
Kristinssonar, sem hætt hefur
Frá safnaðarfundi í Langholtskirkju í fyrravetur.
störfum í Langholti eftir róstu-
samt samneyti við Jón.
„Ég get sagt það með góðri
samvisku að ég hafði hvorki
samband við Jón
Helga eða sóknar-
nefndina nú, ég beið
eins og allir aðrir sem
létu sig þessi mál
einhverju varða eftir
að heyra fréttirnar
þegar niðurstaðan var
kynnt. Ég lýsti því yfir
við sóknarnefnd að ég
myndi starfa með
hverjum og einum
sem valinn yrði úr
þessum hópi, ég er búinn að
vinna með þessu fólki og þekki
það svo vel að ég hefði í raun
getað stutt hvern sem er.“
Og samstarf þitt við sr. Flóka
hefur þá ekki litast af fyrir-
framvilja þínum að sr. Jón Helgi
myndi starfa með þér í Lang-
holtskirkju?
„Nei, þá voru kringumstæður
einfaldlega allt aðrar, Þá var
ekki komin þessi reynsla sem
nú er af vali presta. Það var t.d.
Mynd: GS
nýbúið að velja sr. Pálma í Bú-
staðakirkju, sóknarnefndin
kallaði hann einfaldlega til
starfa og það var sá háttur sem
búist var við að yrði í Lang-
holtskirkju. Sóknarnefndin
þurfti þá að vita hvort ég væri
sáttur við þennan mann og
þannig var þetta bréf til komið.
Það sótti enginn um á móti Jóni
Helga þangað til að hann dró
sig til baka rúmum sólarhring
áður en umsóknarfrestur rann
út og það var vegna mjög per-
sónulegrar ástæðu. Þetta at-
burðaferli átti sér mjög eðlileg-
ar skýringar og nú er búið að
skýra þessar reglur mun betur
en var á þessum tíma,“ segir
Jón Stefánsson. BÞ
Jón Stefánsson
organisti
„Ég hafði hvorki
samband við Jón
Helga eða
sóknarnefndina nií
Ennþá væringar í Langholti
Til sóknar-
nefndar
Langholts-
sóknar
Kæra samstarfsfólk.
Þar eð prestskosning er
á næsta leyti í Langholts-
prestakalli í Reykjavík,
þykir okkur undirrituðum
ekki óeðlilegt, að við tjáum
okkur um það mál við
sóknarnefnd, sem stendur
frammi fyrir því að velja
öðrum okkar samstarfs-
mann, hinum eftirmann.
Metnaður okkar, eins og
ykkar, er mikill fyrir hönd
safnaðarins og því höfum
við lagt niður fyrir okkur
hver presta væri líklegast-
ur til þess að svara þeim
væntingum. Niðurstaða
okkar er mjög eindregin,
sú að séra Jón Helgi Þórar-
insson, sóknarprestur á
Dalvík, hafi það til að bera
er við leitum eftir. Starfa
okkar vegna þekkjum við
mjög vel til presta og án
þess að kasta rýrð á einn
eða neinn, þá er það bjarg-
fast álit okkar, að séra Jón
sé svar okkar nú. Lög gera
ekki ráð fyrir að við höfum
neitt um valið að segja,
leggja alla ábyrgð á ykkar
herðar, sóknanefndar-
manna, það vitum við, en
þau banna okkur ekki að
segja ykkur okkar áht og
h'tinn vinargreiða teldum
við það við ykkur að þegja
þunnu hljóði, við svo ör-
lagaríka ákvörðun. Ef
sóknarnefnd er okkur sam-
mála, að séra Jón Helgi sé
svarið, munum við beita
okkur fyrir því að hann
sæki.
Með bestu kveðjum,
Sigurður Haukur
Guðjónsson
Jón Stefánsson
Suðurland:
Miklu var slátrað
heima í haust
Jafnréttisnefnd BSRB
JaMaunasamningar
Mikið af kjöti sem
tekið var hjá Kamba
kjöti í Hveragerði í
fyrradag var af
heimaslátruðu.
Já, ég hef það á tilfinning-
unni að mikið hafi verið
slátrað heima af sauðfé á
Suðurlandi í haust. Slíkt er
svartur blettur sem til dæmis
forysta Bændasamtakanna
verður að bregðast við. Mikið af
því kjöti sem tekið var hjá
Kambakjöti var af heimaslátr-
uðu, var ekki heilbrigðisskoðað
og tekið til vinnslu fyrir fólk úti
í bæ,“ segir Matthías Garðars-
son, framkvæmdastjóri Heil-
brigðiseftirlits Suðurlands.
Kjötvinnslu Kambakjöts hf. í
Hveragerði var lokað af lög-
reglu í fyrradag en starfsmenn
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
fundu þar mikið magn af kjöti
sem ekki hafði verið heilbrigð-
isskoðað. Kjötinu var fargað og
sölubann sett á þær fram-
leiðsluvörur fyrirtækisins sem
komnar voru í verslanir. Þá
þótti aðbúnaður í kjötvinnsl-
unni ófullnægjandi, þannig að
hreinar línur voru um að loka
skyldi.
„Það þarf ekki nema einn að-
ila til að skemma fyrir hinum.
Svona háttalag setur svartan
blett á alla hina sem standa sig
vel og eru til sóma í sunnlensk-
um matvælaiðnaði. Nei, ég tel
að ekki hafi mikið af vörum frá
Kambakjöti farið í verslanir,
þetta var það lítið fyrirtæki.
Engu að síður töldum við rétt
að vara við þessari vöru - og
það gerðum við í samvinnu við
Hollustuvernd ríkisins," sagði
Matthías Garðarsson.
Það er mat Matthísar að
helst séu það smærri aðilar í
matvælaiðnaði, sem ef til vill
standa veikt peningalega, sem
freistist til að fara út fyrir
ramma reglugerða - með því að
til dæmis að taka inn óskoðað
kjöt eða hafa aðbúnað ófull-
nægjandi. Ilinir þeir sem sterk-
ari standa sjá sér hag í að hafa
allt á hreinu og eiga samstarf
við heilbrigðisyfirvöld. -sbs.
Jafnréttisnefnd BSRB hvetur
aðildarfélög þess til gerðar
jafnlaunasamninga, þar
sem sérstaklega verði hugað að
hækkun lægstu launa og t.d.
með eingreiðslum. Þá er því
einnig beint til aðildarfélaga
BSRB að þau sameinist um að
fá bókun um starfsmat í kom-
andi kjarasamninga.
Áherslur nefndarinnar á
sviði jafnréttis- og ljölskyldu-
mála voru kynntar fulltrúum á
bandalagsráðstefnu BSRB sem
Aðalfundur Félags hrefnu-
veiðimanna skorar á
stjórnvöld að leyfa veiðar
á hrefnu eigi síðar en næsta vor
í samræmi við alþjóðlegar sam-
þykktir um sjálfbæra nýtingu á
auðlindum hafsins. Jafnframt er
minnt á að hrefnuveiðar tilheyra
menningu þjóðarinnar.
í ályktun fundarins kemur
fram að vísindaleg sjónarmið
standa ekki í vegi fyrir því að
lauk í gær. Þar kemur fram það
sjónarmið nefndarinnar að
stytting vinnutíma samfara
hækkun grunnlauna muni jafna
stöðu karla og kvenna jafnt á
vinnustað og heimilum og gefa
báðum kynjum aukin tækifæri
til að sinna sameiginlegum mál-
efnum íjölskyldunnar. Síðast en
ekki síst mun það koma konum
sérstaklega til góða ef tekst að
semja um það að flytja hluta af
yfirvinnutekjum yfir í grunn-
laun. -grh
veiðar geti hafist að nýju. Þá
sýnir reynsla Norðmanna að
engin ástæða sé að óttast að
hrefnuveiðar muni hafa skaðleg
áhrif á markaði fyrir íslenskar
afurðir. Þvert á móti telja
hrefnuveiðimenn að veiðar á
hrefnu geti stuðlað að fjölgun
ferðamanna til landsins og auk-
ið umfang hvalaskoðunarferða.
-grh
Hrefnuveiðimenn
Hrefnuveiðar í vor