Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Page 11

Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Page 11
|Dagwr-®immt Miðvikudagur 20. nóvember 1996 -11 Uppskeruhátíð hestamanna Uppskeruhátíð hesta- manna var haldin á Hótel Sögu 15. nóvember. Há- tíð þessi er orðin árviss við- burður í lífi hestamanna. Eins og fyrr var hún Qölsótt og skemmtu menn sér hið besta. Veislustjóri var Sigurgeir Þor- HESTA- MÓT Kári Arnórsson geirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands. Á Uppskeruhátíðinni er ræktunarmaður ársins heiðrað- ur. Hann er valinn eftir ákveðnu kerfi, sem samþykkt er af Bændasamtökum íslands. Að þessu sinni var það ræktun Sigurbjörn Bárðarson tekur við verðlaunum sem KNAPI ÁRSINS. Ræktunarmaður ársins, Þorkell Bjarnason, tekur við verðlaunum úr hendi Ara Teitssonar, formanns BÍ. þeirra Laugarvatnsfeðga sem þessa viðurkenningu hlaut, en þeirra árangur á þessu ári gaf langílest stig. Þorkell Bjarnason sem er upphafsmaður þessarar ræktunar, þó synir hans hafi nú að mestu tekið við, veitti verð- laununum viðtöku. Lesendum HESTAMÓTA kemur þetta ekki á óvart, því ræktun þeirra feðga hefur verið gerð góð skil á þess- um síðum fyrr á þessu ári og verður ekki endurtekið hér. En þeim er óskað innilega til ham- ingju með verðskuldaða viður- kenningu. Næstir í stigum voru Kirkju- bæjarbræður og þá Magnús Einarsson í Kjarnholtum. Knapi ársins Á þessari hátíð var einnig val- inn knapi ársins. I þetta sinn fór HSÍ fram á það við frétta- menn, sem annast hestafréttir í fjölmiðlum, að þeir veldu knapa ársins. Áður hafði verið sú venja að við þetta tækifæri væri heiðraður íþróttamaður ársins, en þar sem þing HÍS, þar sem íþróttamaður ársins er valinn, hefur nú verið fært fram í febrúar, þá kom það ekki heim og saman við þessa hátíð. Það var Sigurbjörn Bárðarson sem þennan titil hlaut og kemur ekki á óvart, en hann hafði samanlagt besta árangur hvað hestaíþróttir varðar hvort held- ur er hér heima eða erlendis. Hann ætti einnig að fá verðlaun fyrir óvenjulangan keppnisferil. Ætlunin var einnig að verð- launa Ragnar E. Ágústsson fyrir glæsilegan árangur á þessu ári, en það fékkst ekki ieyfi hjá for- ráðamönnum hátíðarinnar til þess. Það bíður því annars tíma. Míkið rannsóknarstarf í gangi s fundi Fagráðs í hrossa- rækt, sem haldinn var 15. nóvember s.l., gerði Víkingur Gunnarsson, kennari á Hólum, grein fyrir því rann- sóknarstarfi sem er í gangi í greininni. Víkingur er formaður rannsóknar- og kennslunefndar Fagráðs. Þessar rannsóknir eru á veg- um bændaskólanna, svo og Bændasamtakanna, RALA og fleiri aðila. Á Hvanneyri er í gangi beit- arrannsókn, sem m.a. lýtur að því að kanna hvern veg hross nýta hagann miðað við plöntu- val og aðgengi. Þessari rann- sókn stýrir Anna Guðrún Þór- hallsdóttir, beitarsérfræðingur og kennari, á Hvanneyri. Þá er Hallgrímur Sveinsson með at- ferlisrannsókn á vegum Hvann- eyrarskóla. Hún felur í sér rannsókn á atferli stóðhesta. Einnig er í gangi rannsókn á hópatferli hrossa. Þá er spattrannsókn í gangi, eins og kunnugt er. Það er Sig- ríður Björnsdóttir, dýralæknir á Hólum, sem hefur umsjón með þeirri rannsókn. Þar er gagna- vinnslu lokið, en 650 hross voru skoðuð. Vonandi gefur þessi rannsókn upplýsingar um hvort um sé að ræða erfðafræðilegan galla. Þá er að fara í gang rann- sókn á sumarexemi, sem Sig- ríður mun einnig hafa yfirum- sjón með. Að þeirri rannsókn munu margir aðilar koma, m.a. útlendingar. Rannsókn á frjósemi stóð- hesta er í gangi og er það Vík- ingur Gunnarsson sem heldur utan um það. í þessari rann- sókn koma líka fram grunnupp- lýsingar um frjósemi hryssna. Þá er hafinn undirbúningur að tilraunum með flutning á fóst- urvísum. Það er Guðrún Stef- ánsdóttir, kennari á Hólum, sem hefur umsjón með því verki. Þá er unnið að þróun aðferð- ar til að mæla hrossahaga, þ.e. finna hentuga aðferð til að kenna mönnum að „lesa land- ið“. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við RALA og Land- græðsluna, en greinilegt er að hrossaeigendur verða að gæta sín vel hvað varðar umgengni um landið og hagkvæma nýt- ingu þess. Þá má minna á þróunarstarf vegna útflutnings á hrossakjöti. Auk þess, sem hér hefur ver- ið getið, eru einstaklingar með rannsóknir og athuganir í gangi. Gunnar Örn Guðmunds- son, dýralæknir á Hvanneyri, er að rannsaka og gera tilraunir með djúpfrystingu sæðis. Þá eru fyrirhugaðar sæðisrannsóknir á stóðhestastöðinni í Gunnars- holti. Þá hefur Ingimar Sveins- son, kennari á Hvanneyri, verið með rannsóknir um níu ára skeið á vaxtarhraða og þroska folalda og tryppa. Björn Steinbjörnsson dýra- læknir er með í gangi atferlis- rannsóknir á stóðhestum. Þær byggjast á því að skoða atferli við mismunandi aðstæður hjá hestumun. Skoðað er atferli hjá tömdum hesti, sem kemur í tamið stóð. Þá er skoðað hvern- ig unghestur hegðar sér, þegar hann kemur í fyrsta sinn í stóð, og síðast en ekki síst er athug- aður nánast villtur stóðhestur í villtu stóði, þ.e. ótaminn full- orðinn stóðhestur í ótömdu stóði, sem hann er með allan ársins hring (Það finnst ennþá á íslandi). Atferlisrannsóknir á stóðhestum er óvíða hægt að framkvæma annars staðar en á íslandi, því hestunum þarf að fylgja eftir allan sólarhringinn og það er ekki hægt að gera nema þar sem eru Ijósar nætur. Það mun óhætt að slá því föstu að aldrei hefur annar eins Qöldi rannsókna verið í gangi í hrossaræktinni. Við eigum nú- orðið ijölmarga menntaða menn og konur, sem slíkar rannsóknir geta stundað. Það er líka mjög nauðsynlegt, nú þegar hrossaræktin er að hasla sér völl sem alvöru búgrein. Fyrirkomulag dóma Á Fagráðsfundinum urðu mikl- ar umræður um fyrirkomulag vinnunnar við dóma á þessu ári. Kristinn Hugason, sem er formaður kynbótanefndar Fagráðs, opnaði þessa umræðu og gerði grein fyrir framkvæmd og þeim breytingum sem hann taldi að þyrfti að gera. Gat hann þess að íslenska dómkerf- ið hefði nú þegar hlotið mikla viðurkenningu í Evrópu. Það byggði á grunni frá 1950, en þá var farið að gefa einkunnir fyrir einstaka þætti bæði í byggingu og hæfileikum, sem á þeirri tíð hefði verið einstakt í heiminum. Eins og menn muna, þá var í sumar horfið að því ráði að hafa þrjá dómara, sem hver dæmdi fyrir sig, og skyldu þeir ekkert samráð hafa sín í milli. Að loknum dómstörfum gæfi hver sína einkunn og síðan yrði meðaltal látið ráða. Dr. Ágúst Sigurðsson kyn- bótafræðingur sýndi með tölu- legum upplýsingum og h'nurit- um hvernig þessir dómar komu út. Það sem var mest sláandi var hvað miðlægni í dómum hafði aukist. Þannig skein það út úr þessum upplýsingum að þeir sem óvanari voru að dæma voru ragari við að nota teygn- ina í skalanum. Áður hafði komið fram að þetta fyrirkomu- Iag er miklu dýrara en það sem fyrr var notað. Niðurstaða varðandi dóma fyrir næsta ár varð sú að menn skrifuðu niður dóm hver fyrir sig, en bæru síð- an saman bækur sínar. Yrðu menn ekki sammála, þá réði meðaltal. Fagráðið er þannig skipað að hrossabændur tilnefna íjóra menn og skal einn þeirra til- nefndur í samráði við LH. Þeir eru Bergur Pálsson, sem er for- maður ráðsins, Þórir ísólfsson, Bjarni Maronsson og Guðmund- ur Jónsson, sem er tilnefndur af LH. Frá bændaskólunum er Víkingur Gunnarsson, frá Bændasamtökum íslands Hrafnkell Karlsson og frá Leið- beiningarþjónustunni í hrossa- rækt Kristinn Hugason, sem er framkvæmdastjóri ráðsins. Félagsfundur HÍDÍ Stjórn Hestaíþróttadómara- félagsins hefur ákveðið að halda félagsfund sunnu- daginn 24. nóvember n.k. kl. 13:30 í húsakynnum ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þar sem nokkuð hefur borið á gagnrýni á störf dómara á und- anförnum árum, hafa dómarar ákveðið að fá til skrafs og ráða- gerða nokkra valinkunna knapa, svo sem Trausta Þór Guðmundsson, Atla Guðmunds- son, Erling Sigurðsson, Sigur- björn Bárðarson o.fl. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem fundur með þessu sniði er haldinn. Því vill stjórnin hvetja félagsmenn til að mæta og ræða málin.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.