Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Blaðsíða 4
16- Miðvikudagur 20. nóvember 1996 jOagur-Cínnmt ísköld, nafnlaus flekun Kynlífið er harður húsbóndi á sumum heimilum og í lífi margra og getur auðveldlega breyst í þráhyggju og fíkn, sem er jafn erfitt að losa sig undan og ofneyslu áfengis eða ofáti. Ofannefndur maður og jafnvel fleiri menn og konur rugla sam- því íjölmiðlar, auglýsingar og kvikmyndir alls staðar í heimin- um eru yfirfull af kynlífsórum, sem oftar en ekki endurspegla augljósa kynóra karlmanna, sem aldrei blygðast sín. Konur og þeirra viðhorf hafa þar lítil áhrif, eins og víðast annars hann og sýgur og talar um að hún eigi hann alveg ein ... kona rennir brúnum íspinna milli brjóstanna á sér ... kona sýgur brúnan íspinna og karlmaður horfir og þau sameinast í sog- kossi ... undir léttgröð tónlist til að vekja kenndir, serðandi an kynlífi og ást; það segir ef þú elskar mig, þá gerirðu hvað sem er fyrir mig í kynlífinu, jafnvel þótt þér þyki það vont, hvar og hvenær sem er. í þrá- hyggjukynlífi snýst nautnin upp í andhverfu sína og verður að ánauð og kvöð, stanslaus full- næging hvatanna yfirskyggir alla heilbrigða nálgun, hvað þá nánd og blíðu sem er undir- staða allra góðra ásta. Þjóðfé- lag okkar í dag er gegnsýrt af kynlífshugmyndinni og hún er ekkert sérfyrirbrigði á íslandi, staðar í þessum heimi. Þær eru sem fyrr hið þögla viðfang. Þessi ríka áhersla á kynlíf hefur orðið til þess að gera kyn- líf að kynlegu lífi, þ.e. sú opnun umræðunnar og frjálslyndi sem margir álíta að búi í þessari áherslu er stundum ekkert ann- að en afhjúpun á dulbúnum kynlífsórum og tilfinningalegri bælingu karlmanna. Tökum íspinnaauglýsingarnar sem dæmi þar sem spilað er sterkt á þessa strengi. Kona fer afsíðis með brúnan íspinna og sleikir C~~y --------------v^_ ko F/NN KomA... ER Aí> KOmA JÁ - EG ER At) FÁ... 000H ? )Xf f £G ER Ab TA..... HAUSMZRK I ------ • Eg þekkti einu sinni mann sem þurfti að fá það minnst þrisvar á dag. Fyrst á morgnana, svo í hádeg- inu og þá á kvöldin. Ef konan hans nennti ekki að gera það með honum á morgnana, þá gerði hann sér sér- staka ferð heim í hádeginu. Af því hún var einfaldlega á kafi í barnastússi og súrmjólkurgjöf, þá læsti hann sig inni í svefnher- berginu þeirra og fróaði sér með lát- um, svo hún myndi örugglega heyra hvað honum var mikið mál. Þegar dró nær háttatíma og maðurinn farinn að gerá sér voiúr, var konan kannski ekki alveg í stuði eftir amstur dags- ins. Þá hélt hann uppi yfirheyrslum fram á morgun, þar til hún lét loks undan þrýstingnum sökum þreytu og svefnleysis og hann kom vilja sínum fram. Hlín Agnarsdóttir skrifar ----------------;---------------------------60061— 77e£Ysr/Æ£)t/ Þ£/z r// /tð ///// augnaráð, tæling sem selur vör- una. Allt þekktar myndir úr spólusafni strákanna, ísköld, nafnlaus flekun, aftenging lims og sálar. Konur hafa sjaldnast eitt- hvað að segja um þessa sýn á kynlífið, hún er sérsvið karla og í kringum hana er sprottinn heill iðnaður kláms og vændis, þar sem konur og börn eru í flestum tilvikum fórnarlömb. Auðvitað á þetta h'tið skylt við kynlíf, þegar allt kemur til alls. Þetta er útrás fyrir aðra heila- og hormónastarfsemi manns- ins, miklu alvarlegri og hættu- legri. Það er starfsemi árásar- hvatar og ofbeldis, sem oft leit- ar út gegnum kynhvötina t.d. með nauðgunum jafnt leyfileg- um sem óleyfilegum. Þeir sem nauðga hefur oftast verið nauðgað sjálfum eða niður- lægðir sálrænt, eins og sjá má gleggst í stríðum. Niðurlæging og einelti tilfinninganna fer líka fram í uppeldi og síðar í skóla og á vinnustað. Því miður snýst öll þessi svo- kallaða „opinskáa" umræða um kynh'f sjaldnast um það sem skiptir mestu máli, þ.e. ekki um hvað fólk fær það oft, heldur um samtengingu líkama og sál- ar. Frumstæðar kynórahug- myndir misþroska og ofvirkra karla hafa dómínerað umræð- una of lengi og viðhorf kvenna hafa í þessu sem öðru orðið út- undan og ósýnileg. m w n Nektardansmær á borð ríkisstjómarinnar Fatafellur eru hið stóra og knýjandi mál ís- lenskra stjórnmála þessa dagana. Hjörleifur Guttormsson, alþingismað- ur, hefur tekið málið upp á þingi og spurt hvern ráð- herrann á fætur öðrum hvort þeir telji nektardans vera klám eða list? Garri ætlar ekki að endur- taka fréttaflutn- ing af málinu í einstökum atrið- um, en vill þó rifja upp nokkur aðalatriði. Páll Pétursson vill ekki kveða upp úr með hvort nektardans sé klám eða list og vísar slíkum úrskurði til menntamálaráðherra, sem hafi með menningarlega lögsögu að gera. Hins vegar segist hann sjá fyrir sér ým- is vandamál ef veita þarf fatafellum atinnuleyfi og þá helst að samþykki verka- lýðsfélga þarf ef veita á út- lendingum atvinnuleyfi. Mál margra ráðherra En ef dansararnir þurfa at- vinnuleyfi þá þurfa þær líka að greiða skatta og skyldur þannig að málið kemur inn á borð fjármálaráðherra. Dómsmálaráðherra hlýtur óhjákvæmilega að koma að þessu máli líka því spurn- ingin um klám eða list er jafnframt spurning um hvort hér er um refsivert mál á ferðinni eða ekki. Þá er heldur ekki hægt að und- anskilja viðskiptaráðherra frá þessu máli því ekki ein- asta er maðurinn ungur og vel ger heldur er hér um talsverða fjármagnsútflutn- ing úr landi að ræða eins og málin standa í dag. Konurn- ar koma tómhentar til landsins og fara klyfjaðar gulli! Og vegna þess hversu líkamleg þessi list er (eða klám) er ljóst að áhrifin á heilsufar þeirra sem hennar njóta geta verið mikil. Þannig sá Garri t.d. tvo sjúkrabíla fyrir utan Vegas í Reykjavík um daginn - ábyggilega að sinna einhverjum feit- um köllum sem fengu hjartaslag við listskoðun sína! Heilbrigðis- ráðherra kemur þetta mál því stórlega við líka. Hvort landbún- aðarráðherra eða forsætisráð- herra þurfa að koma að málinu skal ósagt látið, en ljóst er að báðir eru lífskúnstnerar, sem gætu lagt eitthvað gáfulegt til málanna. Inn á ríkisstjórnarfund Það er því einsýnt að hér er á ferðinni slíkt stórmál að ríkisstjórnin öll þarf að taka á því. Alþingi hefur þegar rætt málið og því ekkert eðlilegra en að nektardans- inn fari inn á borð ríkis- stjórnarinnar, og helst á fund hennar strax á föstu- dag. Garri veit að borðið í fundarherbergi ríkisstjórn- arinnar er bæði stórt og traust og gæti vel borið nokkrar erlendar fatafellur á meðan ráðherrar ríkis- stjórnarinnar vega og meta hvort þetta brýna pólitíska málefni - nektardans - sé klám eða list. Það væri ekki fyrr en eftir slíkan ríkis- stjórnarfund, sem raunhæft væri að vonast eftir skilvirk- ari stjórnun og úrlausnum hjá öllum þeim ráðherrum sem málið varðar. Garri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.