Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Blaðsíða 7
JDagur-‘3Imrám Miðvikudagur 20. nóvember 1996 -19 MENNING O G L I S T I R ■■HHHHHGESHHHBHHI Hvar er geðveikin? Draumasmiðjan sýnir: SAFNARINN. Byggt á bók eftir John Fowles. Þýðing: SigurðurA. Magnússon. Leikgerð: Dofri Hermannsson og leikhópurinn. LeikstjórL- Gunnar Gunn- steinsson. Leikmynd: Anna Jóa. Búningar: María Ólafs- dóttir. Ljós: Geir Magnússon. Frumsýnt í Hafnarhúsinu 17. nóvember. Gunnar Stefánsson skrifar um leiklist Ungur leikari les sögu sem hann hrífst af, Safnarann eftir John Fowles, og hugsar: Hvern- ig væri að snúa henni í leik? Þannig er til komin þessi leik- gerð Dofra Hermannssonar á Safnaranum, og er það að vísu flestu algengara í leikhúsum nú á dögum að leika skáldsögur. En hvor tveggja er að sögur eru misvel til leikgerðar fallnar og til þess þarf verulega kunnáttu og þjálfun að útbúa þær á svið- ið. Söguna Safnarann hef ég ekki lesið, en minnist að hafa séð kvikmynd eftir henni. Þetta er sálfræðileg hrylhngssaga. Fjallar um mann sem ákveður að ræna stúlku sem hann hrífst af, lokar hana inni hjá fiðrilda- safni sínu þar sem hún að lok- um lætur lífið. Maðurinn finnur nýtt fórnarlamb. í kvikmyndinni varð þetta býsna magnað, en annað var uppi á teningnum hjá Drauma- smiðjunni á sunnudagskvöldið, þótt mikið hafi verið lagt í leik- gerðina, að sögn leikaranna. Frumatriðið í leikgerð Safn- arans hlýtur að vera það að sýningin miðli þeim óhugnaði sem fylgir hinum sjúka hug Ferdínands. Þessi maður hefur gengið svo inn í heim dauðans í órum sínum að hann er ófær um að mynda eðlileg tengsl við lífið, hvort sem um er að ræða fiðrildi eða manneskjur. Þetta er kannski ekki djúpsætt skáld- verk, en áreiðaniega veiga- meira en sýningin gaf til kynna. Þar kom það til að sálkönnunin fór alveg út um þúfur, sýningin varð aðeins röð snubbóttra svipmynda frá glötunarleið Mi- röndu í haldi Ferdínands. Og umfram allt kom Dofri ekki brjálæðinu til skila. Hann er ungur leikari og geðfelldur að sjá og heyra — en því miður, það var ekki snefill af demón í túlkun hans á Ferdínand. Björk Jakobsdóttur sá ég um daginn í Birtingi í hlutverki Kellingarinnar. Því skilaði hún ágætlega, með ljóslifandi og sterkum leik, svo það varð eitt hið minnisstæðasta í þeirri sýn- ingu. Safnarinn reynist Björk ekki til framdráttar. Það má þó vel sjá að þessi unga leikkona hefur alla burði til að móta per- sónur á sviði. En leikgerðin gef- ur henni ekki nægilegan efni- við. Hún sýnir að vísu vel ótta Miröndu í byrjun. En leikgerðin er of sundurhöggvin til að nið- urbrot Miröndu verði sannfær- andi eða nái tökum á áhorfand- anum. Það er leitt, en eftir sem áður hef ég trú á framtíð Bjark- ar, ef hún fær verðug hlutverk að glíma við. Sagan í leiknum er sögð af Ferdínand, frá hans sjónar- horni. Því er það að mynd hans hlýtur að verða burðarás sýn- ingarinnar. Mér sýnist Ijóst að kunnáttusamur leikgerðarsmið- Menningarvaka á Hvanunstanga Fyrsta menningarvaka MEN- OR verður haldin á Hvamms- tanga á laugardaginn og þar koma fram listamenn í bæði Austur- og Vestur-Húnavatns- sýslum. Hugmyndin er að halda vökur af þessu tagi á fleiri stöð- um á Norðurlandi í vetur. Dagskrá menningarvökunn- ar verður íjölbreytt. Nemendur Tónlistarskóla A-Húnavatns- sýslu á Blönduósi og Tónlistar- skóla V-Húnavatnssýslu á Hvammstanga koma fram ásamt kennurum sínum. Sigríð- ur Margrét Ingimarsdóttir og Halldóra Gestsdóttir munu syngja einsöng og tvísöng og einnig syngur Barnakór Grunn- skólans á Hvammstanga, Lillu- kórinn og kirkjukórar í V-Húna- vatnssýslu syngja saman. Auk tónlistaratriða verður lögð áhersla á talað mál. Ingi- björg Eysteinsdóttir flytur frumsamið ljóð, leikfélögin á Hvammstanga og Blönduósi verða með leiklestur og eins verða vísnaþættir úr báðum sýslum. í tengslum við menningar- vökuna verða settar upp þrjár Ustsýningar. Húnverskar hand- verkskonur verða með list- munasýningu og myndlista- mennirnir Jón Eiríksson á búr- felli og Guðráður Jóhannsson á Beinakeldu sýna myndir. Menningarvakan verður í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga og hefst klukkan 15:00, laugardaginn 23. nóvember. Vagga vmdanna Út er komin ljóðabókin Vagga hafs og vinda, úrval ljóða sænska skáldsins Östens Sjö- strand. Sjöstrand er fæddur árið 1925 og skipaði sér þegar með fyrstu bók sinni, Unio, er út kom árið 1949, í fremstu röð sænskra ljóðskálda. Hið nýja úrval hefur að geyma ljóð sem sótt eru í allar útgefnar ljóðabækur höfundar á árabilinu 1949-1987. Sjöstrand er einnig afkasta- mikill ritgerðasmiður og ljóða- þýðandi, einkum úr frönsku og ensku. Hann hefur um árabil átt sæti í Sænsku akademíunni. Þýðandi ljóðanna er Lárus Már Björnsson, en hann hefur áður gefið út söfnin Voraldir, Veraldir og Vargaldir, sem hafa að geyma verk finnskra, finnsk- sænskra og sænskra samtíma- skálda. Útgefandi Vöggu hafs og vinda er bókaforlagið Miðgarð- ur, en það hefur sérhæft sig í útgáfu erlendrar og þó einkum norrænnar samtímaljóðlistar. Bókin er gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðnum. Vagga hafs og vinda er 70 blaðsíður. Verð hennar er kr. 1.080. Orðaskrá um eðlisfræði og skyldar greinar Út er komin Orðaskrá um eðlisfrœði og skyldar greinar, sem unnin er á vegum Orða- nefndar Eðlisfræðifélags ís- lands. Hún er annars vegar ensk-íslensk og hins vegar ís- lensk-ensk. í skránni geta bæði lærðir og leikir flett upp hug- tökum, fræðst um samhengi þeirra og fundið frambærileg íslensk orð um þau. Þeir sem kunna skil á hugtökunum á er- lendu máli, en rekast á ókunn- ug nýyrði í íslenskum textum, geta einnig glöggvað sig á því við hvaða hugtak er átt. Að auki er notkim orðanna sýnd í samhengi í nokkrum textadæm- um aftast í bókinni. Bókin á erindi til allra þeirra sem íjalla um eðlisfræði og skyldar greinar, hvort sem þeir eru höfundar, fréttamenn, þýð- endur, nemendur, kennarar eða almennir lesendur efnis þar sem eðlisfræðin kemur við sögu. Ritstjórar bókarinnar eru Viðar Guðmundsson og Þor- steinn Vilhjálmsson. Útgefandi er Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar, kápu gerði Erlingur Páll Ingvarsson og Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist prentvinnslu. Bókin er 182 bls. og verð er kr. 3.950. ur hefði getað spunnið úr þessu miklu markverðari sýningu. Og reyndur leikstjóri, sem Gunnar Gunnsteinsson er greinilega ekki, myndi hafa getað bjargað miklu. Þá bætti ekki úr skák að aðstæður í Hafnarhúsinu eru ólánlegar og lýsingin, sem miklu skiptir í sýningu sem þessari, var ónákvæm og geig- andi. Búningar voru hins vegar smekklegir, einkum kjólar Mi- röndu — alveg samkynja hinum litskrúðugu fiðrildum sem Ferdínand hefur sett á vegg. Ungir leikarar reyna að hasla sér völl, af djörfung og dug. Draumasmiðjan er eitt dæmi um það. Það lýsir sér stórhugur í því að glíma við að leikgera fræga og vel skrifaða skáldsögu, eins og hér var gert. Næstu ættu þó Dofri og leikhóp- urinn að fást við eiginlegt leik- rit og þá myndi árangurinn vafalaust verða betri. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00: Kennarar óskast eftir Ólaf Hauk Símonarsonar Frumsýning: Föstud. 22. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti laus. 2. sýning: Miðvikud. 27. nóv. Nokkur sæti laus. 3. sýning: Sunnud. 1. des. Nokkur sæti laus. Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Laugard. 23. nóv. Föstud. 29. nóv. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sunnud. 24. nóv. Nokkur sæti laus. Laugard. 30. nóv. Nokkur sæti laus. Ath. Fáar sýningar eftir. Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 24. nóv. Örfá sæti laus. Sunnud. 1. des. Nokkur sæti laus. Aukasýning laugard. 30. nóv. kl. 14.00 ★ ★ ★ Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford Aukasýning í kvöld, miðvikud. 20. nóv. Uppselt. Föstud. 22. nóv. Uppselt. Laugard. 23. nóv. Uppselt. Miðvikud. 27. nóv. Uppselt. Föstud. 29. nóv. Laus sæti. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn i salinn eftir að sýning hefst. ★ ★ ★ Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Á morgun. Uppselt. Sunnud. 24. nóv. Uppselt. Fimmtud. 28. nóv. Laus sæti. Laugard. 30. nóv. Uppselt. Athugið að ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti simapöntunum frákl. 10.00 virkadaga. Sími 551 1200. i. JríOíil ffl rjbi WjfílfriBll I 5 S m y. 7t iGmfri LEIKFÉLAG AKUREYRAR Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner Sýningar: Laugard. 23. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 24. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 17. nóv. kl. 17.00 Laugard. 30. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 1. des. kl. 14.00 MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Simi i miðasölu: 462 1400. - besti tími dagsins!

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.