Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Page 1

Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Page 1
Föstudagur 22. nóvember 1996 - 79. og 80. árgangur - 224. tölublað KVÖLDVAKT í LÚGUNNI „Þú ert að ljúga þessu með djúpsteiktu pylsurnar?“ „Hvaðan kemur þú dreng- ur?“ svarar sú svuntuklædda. Mikið rétt: Verðskrá á veggnum staðhæfir að rétturinn sé til í ýmsum afbrigðum. Sósur, lauk- ur, krydd. „Krydd?“ „Djúpsteikingarkrydd," svar- ar Erla, „eins og á franskar kartöílur." „Og remúlaði?" Hún hlær. „Allt sem þú vilt.“ Ekki rauð- kál? Hún brosir vorkunnsam- lega. Stund sannleikans Pylsan rennur í heita olíuna og baðar sig, það snarkar og kraumar, Erla tekur brauðið og fyllir af steiktum lauk, makar helling af remúlaði, smellir osti á steikarapönnuna, 3 sneiðar, það snarkar meira, pylsan er horfin í ólguna. „Ekki pulsa,“ segir sú húsvíska. „Ég setti nú ekki hráan líka,“ segir hún eins og afsakandi og færir pylsuna upp úr olíubaðinu ofan á gulan sósuhraukinn. Með spaða færir hún bræddan ostinn yfir dökk- Svona gengur það fyrir sig: 4. kryddað... 5. Rétturinn! Erla með meist- arastykkið. 1. Pylsa í olíubaði... 2. ...sett á remúlaðihraukinn. 3. Ostur steiktur, Okulúnir ferðalangar komnir utan úr myrkri og skafrenningi á norðlensk- um vegum - rétt grillti í stik- urnar - ljósin á Húsavík komu loksins gegnum kófið og skær- asta ljósið: Nesti í bílinn. Við er- um komin tU fundar við ærlega norðlenska sælkeramenningu, við finnum það á angan af brasi, við finnum að eitthvað liggur í loftinu... Erla Kristín Hreinsdóttir og Hilmar Birgis- son taka kvöldvaktina í þessu Qölskyldufyrirtæki Árnabarna: Bílamálun, bílaleiga, sjoppa, bflaverkstæði, bflaumboð, -sala, varahlutaverslun, og djúpsteikt- ar pylsur. DJÚPSTEIKTAR PYLSUR!!? Það er fullyrt að þessi sjoppuuppskrift hafi bor- ist héðan úr þingeyska frum- herjaheiminum alla leið til Ak- ureyrar þar sem hún dafnar út um lúgur - en aðrir landsmenn séu afskiptir. Mæra „Kvöldvaktin er lengi að líða,“ segir Erla yfir búðarborðið und- ir lottóskiltinu við ilm af brjóst- sykri (bolsíum?) blandinn sterk- um áhrifum af djúpsteiking- arolíu. Út úr kófinu kemur bfll og fær afgreidda mæru (sælgæti annars staðar á landinu, sbr. mærudagur). Hún og stalla hennar horfa á sjónvarp og ráða krossgátu bakatil ef renn- ingurinn skilar engum að lúg- unni. Hilmar er í bfla- allt hvað er hinum megin í húsinu. Húsavík, sœlkerakvöld, skafrenningur, Erla djúpsteikir pylsur og brœðir ost. Rétt: Djúpsteikir pylsur! brúnan og léttsprunginn kjötr- indilinn sem hverfur í hjúpinn. Bingó. Sælkerakvöldið er okkar. Bjalla „Hvernig smakkast svo?“ Spurn- ing Erlu drukknar í þórdrunum við lúguna um leið og risavaxin remúlaðislumma lendir á gólf- inu. Volkswagen bjalla, engin venjuleg bjalla því þetta er norð- lenskur stórhugur sem rennir að lúgunni: 33 tommu dekk til að koma öllu fríska þingeyska loft- inu fyrir á hagnýtum stað, 120 hestöfl frá Volvo undir kúptri vélarhlífinni að framan. Héðinn Myndir. GS „Þú ert að Ijúga þessu með djúpsteiktu pylsurnar?“ „Hvaðan kemur þú drengur?“ svarar sú svuntuklœdda. Helgason gerir lítið úr öllu. Mað- ur ropar steiktum, remúlaði og osti með pylsubragði. „Ekkert vondur eftirkeimur," segir ljós- myndarinn þegar við hverfum inn í kófið. sjh

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.