Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Blaðsíða 11
jOagur-Œtntmrt Föstudagur 22. nóvember 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Iistrænt áttræðisafmæU Yehudi Menuhin getur varla komið hnífnum í sjálfa afmælistertuna fyrir alls konar auglýsingaskiltum. Um 35 af helstu fiðluleikurum heimsins léku á sérstökum góð- gerðartónleikiun sem nýlega voru haldnir í París í tilefni af 80 ára af- mæli Yehudi Menuins. Ágóðinn af tónleikunum rann til alþjóðlegrar góðgerðarstofnunar lækna án landamæra, sem heldur upp á 20 ára afmæli á þessu ári. Claude Cirac var fulltrúi manns síns, Frakklands- forseta, á samkomunni. Yul mundaði linsuna Leikarinn með bónskallann, Yul Brynner, hafði mikinn áhuga á Ijósmyndun og tók vél- ina sína með sér hvert sem hann fór. Nú hefur dótið hans verið valið saman í bók um ljós- myndir sem stjarnan tók. Þar er að finna myndir af frægum samleikurum hans, má þar nefna Elizabeth Taylor, Chaplin, Soffíu Loren o.fl. Elizabeth Taylor sagði eitt sinn um Ijós- myndarann Yul Brynner: „Yul var svo heillandi að það var heiður ef hann tók mynd af manni.“ Yul Brynner með myndavélina, þegar hann lék í myndinni „Boðorðin tíu“. Teitur Þorkelsson skrifar Hetjan að virðist lengi hafa verið talið til mannkosta á meðal drengja á unglingsaldri að hafa sofið hjá sem ílestum stelpum. Þegar menn komast til vits og ára minnkar þó glansinn yfir slíkum hausaveiðum enda hef- ur ávallt leikið nokkur vafi á því hvort aðdáunin á slíkum eigin- leikum sé nokkurn túnann til staðar hjá stelpunum sjálfum. Yfirleitt kemur þó að því að lok- um að slíkir riddarar gefast upp á að vinna „sigra“ sína enda verða þeir sjálfir æ ólyst- ugri eftir því sem kemur yfir á tvítugsaldurinn. Er kannski nóg að hinn mikh flagari hnjóti um stól á leið sinni út frá síðasta fórnarlambi til að hann hugsi sig um? Gefum Andra Snæ Magnasyni orðið í Ijóði. Hetjan sem haföi lagt fleiri að velli en nokkur okkar hinna og aldrei dvalist lengur en til dögunar í rúmum þeirra, hnaut um stól á leiðinni út einn laugardagsmorguninn. Honum varð litið til rúmsins og vífsins í rúminu. Þá mœlti hann: Fögur er stúlkan svo að mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir vangar og slegið hár, og mun ég ríða aftur og fara hvergi. I dag búa þau í Árbænum. A KÓPAVOGSBÆR Frá Manntali Kópavogsbæjar Þeir sem flutt hafa í Kópavog og eins þeir sem hafa flutt innan bæjarins, eru beðnir að tilkynna nýtt heimil- isfang fyrir 1. des. nk. á þar til gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi á Bæjarskrifstofunum, Fannborg 2 og á Lögreglustöðinni, Auðbrekku 10. Manntalsfulltrúi. Framsókn í 80 ár FRAMSÓKNARFLOKKURINN ÍQIÓ-1996 24. flokksþing Framsóknarmanna Hótel Sögu 22.-24. nóvember 1996 Dagskrá: Föstudagurinn 22. nóvember 1996 Kl. 9.15 Kl. 10.00 Kl. 10.10 Afhending þinggagna Þingsetning Kórsöngur Félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum Kosning þingforseta (6) Kosning þingritara (6) Kosning kjörbréfanefndar (5) Kosning dagskrámefndar (3) Kosning kjömefndar (8) Kosning kjörstjómar (8) Kl. 10.30 Skýrsla ritara Kl. 10.45 Skýrsla gjaldkera Kl. 11.00 Mál lögð fyrir þingið Skipan í málefnahópa v/ nefndarstarfa Umræður um skýrslur og afgreiðsla þeirra Kl. 12.00 Matarhlé Kl. 13.15 Yfirlitsræða formanns Kl. 14.15 Almennar umræðu Kl. 16.30 Nefndarstörf-starfshópar-undimefndir Laugardagurinn 23. nóvember 1996 Kl. 09.00 Almennar umræður, framhald Kl. 11.00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 12.00 Matarhlé Kl. 13.15 Kosningar: Fulltrúar í miðstjóm samkv. lögum Kl. 13.45 Opin afmælisdagskrá í Háskólabíói Kl. 16.15 Nefndarstörf - starfshópar - undifnefndir Kl. 19.30 Kvöldverðarhóf í Súlnasal Sunnudagurinn 24. nóvember 1996 Kl. 10.00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 12.00 Matarhlé Kl. 13.20 Kosningar: Kl. 14.00 Formanns Varaformanns Ritara Gjaldkera Vararitara Varagjaldkera Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri Tímasetning dagskráliða kann að taka breytingum fram að flokksþingi.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.