Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Blaðsíða 10
22 - Föstudagur 22. nóvember 1996 JDagur-'ðlmTOm 80 ára afmæli Guðvarður Jónsson, málara- meistari, Aðalstræti 10, Akur- eyri, verður áttræður laugar- daginn 23. nóvember. Hann tekur á móti gestum í Húsi aldraðra frá kl. 16 til 19. Söngtónleikar í Freyvangi Tónlistarskóli Eyjaíjarðar held- ur söngtónleika í Freyvangi í Eyjaíjarðarsveit sunnudaginn 24. nóv. kl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í stigsprófi Önnu Júlí- önu Þórólfsdóttur, sem er að ljúka áttunda stigi í söng frá skólanum. Auk Önnu Júlíönu koma fram söngnemendur og kennarar og flytja Qölbreytta efnisskrá. Aðgangur er ókeypis. Spilakvöld Nú er komið að hinum vinsælu spilakvöldum í Eyjaíjarðarsveit. Fyrsta spilakvöldið verður í Sól- garði sunnudagskvöldið 24. nóv. kl. 21. Skákfélag Akureyrar 15 mínútnamót verður haldið sunnudaginn 24. nóv. í Skák- heimilinu og hefst það kl. 14. Allir velkomnir. KVAK Næstkomandi sunnudag, 24. nóv., mun Kvikmyndaklúbbur Akureyrar (KVAK) sýna mynd- ina Jerúsalem. Sýnt verður í Borgarbíói kl. 17. Myndin er eftir danska leikstjórann Bille August og er gerð eftir sögu Selmu Lagerlöf. Með aðalhlut- verk fara Maria Bonnevie, Ulf Friberg, Max von Sydow og Olympia Dukakis. Sönghópurinn Sólar- megin Út er kominn geisladiskurinn Sólarmegin með sönghópnum Sólarmegin. Eilíft líf - Kökubasar Núna um helgina eru síðustu for- vöð að sjá sýningu Þorvaldar Þor- steinssonar, Eilíft líf. í Listasafn- inu á Akureyri. Sýningin hefur vakið mikla athygli og fengið mjög góða aðsókn. í tengslum við sýninguna heldur Slysavarna- deild kvenna á Akureyri laufa- brauðs- og kökubasar í Listasafn- inu á laugardaginn kl. 15. Heimsmetabók Guiness Einn viðskiptavina Foldu á Ak- ureyri hefur beðið fyrirtækið að hjálpa sjö ára, alvarlega veikri stúlku að fá draum sinn upp- fylltan. Hana langar til að kom- ast í „Guiness Book of World Records" með stærsta safn við- skiptanafnspjalda í heimi (ath! aðeins eitt kort á fyrirtæki). Við biðjum ykkur að senda henni eitt nafnspjald: Sonja-Christi- ana Magalhaes-Sememe, Rue de Saint Lucain 763 1 A, 420 Proto, Portugal. Ljóðakvöld í Deiglunni Á sýningu Haraldar Inga í Deiglunni á Akureyri föstudaginn 22. nóv. kl. 20.30. mun Þorsteinn Gylfason prófessor lesa úr ljóðaþýðingum sínum auk þess sem Michael Jón Clarke flyt- ur sönglöng í þýðingum Þorsteins. Undirleik annast Richard Simm. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Á sýningunni Haraldar Inga eru 14 verk í tímaritsformi sem eru sam- stofna verkum úr túnaritinu SÝNEX. Sýningunni lýkur sunnudaginn 24. nóv. Deiglan er opin frá kl. 14-18. Frá æfingu á leikritinu Undir berum himni sem er jólaverkefni Leikfélags Akureyrar. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Listaklúbburinn fær einstaka heimsókn næsta mánudag 25. nóv., en þá ætlar Leikfélag Akureyrar að bregða undir sig betri fætinum og halda glæsilega afmælisveislu í Leikhús- kjallaranum. Leikfélag Akureyrar hefur aldrei fyrr gert slíka bæjarför til Reykjavíkur, enda tilefnið ærið, 80 ára afmæli þessa helsta menningarfélags norðan heiða. Höfuðborgar- svæðið Árnesingafélagið Árnesingafélagið í Reykjavík heldur aðalfund á Grand Hótel, Sigtúni 28, mánudaginn 25. nóv. kl. 20.30. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Félagsvist í Risinu kl. 14. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu inn borgina kl. 10 laug- ardag. Almennur félagsfundur verður í Risinu kl. 17 þriðju- daginn 26. nóv. Félag eldri borgara Kópavogi Spiluð verður félagsvist og dansað að Auðbrekku 17, Kópavogi (Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar), í kvöld kl. 20.30. Hana-nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana-nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Gjá- bakka, Fannborg 8, kl. 10. Samhjálp Hvítasunnu- manna heldur sína árlegu hátíðarsam- komu í Ffladelfíukirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 24. nóvember. Samkoman hefst kl. 16.30. Menningar- og friðar- samtök ísl. kvenna halda opinn félagsfund laugar- daginn 23. nóvember að Vatns- stíg 10 (MÍR-húsinu) kl. 14. Fundarefni: Elísabet Berta Bjarnadóttir félagsráðgjafi heldur erindi: „Fjölskyldan og S3&S unglingurinn“. Laugardaginn 7. des. kl. 14 verður bókmennta- kynning á sama stað. Norræna húsið Um þessar mundir halda Ung- verjar upp á 1100 ára búsetu í landi sínu. Af því tilefni efnir Félagið Ísland-Ungverjaland til tónleika í Norræna húsinu á morgun kl. 17. Velunnarar Ungverjalands eru sérstaklega boðnir velkomnir á tónleikana. Eins og alla sunnudaga verður kvikmyndasýning í Norræna húsinu kl. 14 á sunnudag. Sýnd verður sænska teiknimyndin „Resan till Melonia“. Dagur harmonikunnar verður haldinn í Danshúsinu í Glæsibæ v/ Álfheima sunnudag- inn 24. nóv. kl. 15. Þetta er ijöl- skylduskemmtun þar sem leikin verður tónlist úr ýmsum áttum. Tónleikar Lúðrasveit- ar verkalýðsins verða að þessu sinni haldnir sunnudaginn 24. nóv. í Lang- holtskirkju og hefjast kl. 17. Á efnisskránni verður úrval tón- listar sem sveitin hefur verið að æfa síðustu vikurnar undir dyggri handleiðslu stjórnanda síns, Tryggva M. Baldvinssonar. Þar verður vonandi eitthvað við allra hæfi. Að venju er aðgang- ur ókeypis. Brim með tónleika á Rósenberg Hljómsveitin tírim heldur tón- Ieika í tilefni útgáfu breiðskífu sinnar, Hafmeyjar & Hanastél á Rósenberg, Austurstræti, laug- ardaginn 23. nóvember á mið- nætti. PPPönk annast upphitun af alkunnri smekkvísi og einnig mun Örlygur Örlygsson leika í fyrsta skipti á íslandi opinber- lega á Þeramín. Aðgangseyrir kr. 400. Ensk guðsþjónusta í Hallgrímskirkju Næstkomandi sunnudag 24. nóv. kl. 14 verður í Hallgríms- kirkju haldin guðsþjónusta á ensku. Er hún ætluð enskumæl- andi íbúum höfuðborgarsvæðis- ins, sem og ferðafólki. Séra Karl Sigurbjörnsson annast guðsþjónustuna. Áslaug Stef- ánsdóttir leikur á orgelið og stýrir safnaðarsöng. Langholtskórinn frumflytur „Óð Skálholts“ Á morgun munu Kór Langholts- kirkju og Gunnar Eyjólfsson ásamt 23 manna blásarasveit undir stjórn Jóns Stefánssonar frumflytja „Óð Skálholts“ eftir dr. Victor Urbancic við texta séra Sigurðar Einarssonar. Verkið var samið fyrir Skál- holtshátíð 1956, en hefur aldrei verið flutt opinberlega. Tónleik- arnir hefjast kl. 16. Fræðslufundur HÍN í Odda Mánudaginn 25. nóvember kl. 20.30 verður haldinn næsti fræðslufundur Hins íslenska náttúrufræðifélags á þessum vetri. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskól- ans. Á fundinum heldur Oddur Villibráðarkvöld á Hótel KEA Okkar árlega villibráðarkvöld verður haldið á laugardags- kvöldið. Að vanda verður boðið uppá stórglæsilegt hlaðborð hlaðið allri hugsanlegri villi- bráð. Kristján Edelstein og Jón Rafnsson leika fyrir matargesti. Hljómsveitin Miðaldamenn frá Siglufirði leikur fyrir dansi. Borðapantanir eru hjá veitinga- stjóra í síma 462 2200. Tvísöngur Söngkonurnar Signý Sæmunds- dóttir og Björk Jónsdóttir ásamt píanóleikaranum Gerrit Schuil, halda tónleika á vegum Tónlist- arfélags Akureyrar í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju sunnu- daginn 24. nóv. kl. 17. Á efnis- skránni eru einsöngs- og tví- söngslög eftir Brahms, Dvorak, Haydn, Purcell, Rossini og Strauss, ásamt enskum og skoskum þjóðlögum. Sigurðsson, jöklafræðingur hjá Vatnamælingum Orkustofnunar, fræðsluerindi sem hann nefnir: „Jöklar taka á rás“. Rússneskur „Hamlet" í bíósal MÍR Sunnudaginn 24. nóv. kl. 16 verður fræg sovésk verðlauna- mynd sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10. Þetta er kvikmyndin Hamlet (Gamlet), byggð á sam- nefndu leikriti Williams Shake- speare. Myndin var gerð árið 1964 undir leikstjórn Grigorís Kozintsév. í myndinni er flutt þýðing Borisar Pasternak, en tónlistina samdi Dmitri Sho- stakovits. Enskir skýringatext- ar eru með myndinni. Aðgang- ur öllum heimill og ókeypis. Forsala hafin á tónleika Todmobile Hljómsveitin Todmobile heldur útgáfutónleika í íslensku óper- unni þann 5. desember n.k. Forsala aðgöngumiða er hafin í flestum hljómplötuverslunum í Reykjavík og er miðaverð kr. 1.200. Todmobile hafa sjö sinn- um áður haldið tónleika í ís- lensku óperunni. Myndskreytingar barnabóka Sýning á myndskreytingum í norrænum barnabókum verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 23. nóvember. Fulltrúar Islands á sýningunni eru myndlistar- mennirnir Áslaug Jónsdóttir og Erla Sigurðardóttir.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.