Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Blaðsíða 3
7 |Dítgur-®mttmi Föstudagur 22. nóvember 1996 - 15 LÍFIÐ í LANDINU 50.000 krónur takk, fyrir að Það getur orðið dýrkeypt að kasta af sér vatni á götum úti. Yfirleitt er miðað við 5000 króna sekt, en ef menn neita að borga sektina og höfða mál getur pissið svo sannarlega kostað sitt. Ef málið tapast fara minnst 20.000 krón- ur í málsóknarlaun ríkissjóðs og annað eins handa verjandanum. Að pissa á staurinn er ekki einungis sóðalegt og kolólöglegt heldur getur það kostað 50 þúsund krónur! Miðbærinn er ekki salerni þó oft sé gengið um hann sem slíkan,“ segir Þorsteinn Skúlason, deildarlög- fræðingur lögreglunnar í Reykjavík. „Það er ekki manna- siður og — andstætt verið sagt berum orðum að bannað væri að gera þarfir sín- ar á almannafæri en í nýrri gerð samþykktarinnar varði brotið við þriðju grein. „Að kasta af sér vatni á almanna- ...... færi fell- ur undir lögum að gera þarfir sínar á almanna- færi og á meðan þetta eru regl- ur í landinu verður að fara eftir þeim. Þegar áminningar duga ekki lengur þá verður að taka fastar á málum og þá er gripið til heimilda í lögum um að sekta.“ Þorsteinn segir að í gömlu lögreglusamþykktinni hafi það ósæmi- lega háttsemi auk þess sem í 10. grein er kveðið á um að öllum beri að ganga vel um á al- mannafæri.“ En er salernisaðstöðu ekki ábótavant? „Það er annað mál og afsak- ar ekkert. Þeir sem eru þetta illa á sig komnir eiga bara að vera heima. Fólk getur ekki „Auðvitað vita flestir að þetta er bannað, en tilsvörin við lög- regluna eru stundum þau að menn geri bara þarfir sínar þar sem þeim sýnist.(( pissa! bara gert þarfir sínar út á götu ef ekki er salerni í nánd.“ Heldurðu að virðingarleysið hafi aukist? „Ég þori ekki að segja til um það, þetta hefur alltaf tíðkast eitthvað og ég veit ekki betur en að lögreglan hafi alltaf skipt sér af þessu, enda um brot á lögreglusamþykktinni að ræða.“ Vita menn að þeir eru að brjóta lög? „Auðvitað vita flestir að þetta er bannað en tilsvörin við lög- regluna eru stundum þau að menn geri bara þarfir sínar þar sem þeim sýnist og það kemur fram í íjölda skýrslna að þeim finnist þetta ekkert athuga- vert.“ Guðjón Björnsson, fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, segir mjög misjafnt eftir vöktum hve margir séu staðnir að verki við að pissa úti. „Ég er ekki frá því að það sé farið að taka harðar á þessum brotum. Þetta er yfir- leitt metið í hvert skipti og fjár- sektirnar ekki alltaf þær sömu. Það á auðvitað að taka skýrslu, þetta er brot á lögreglusam- þykkt og fleiri lögum." Og Guð- jón er sammála Þorsteini, hann segir að flestir sem teknir eru viti upp á sig skömmina. „Fólk er kannski frekar undrandi á að þessu skuli vera fylgt eftir og trúir kannksi ekki að það þurfi að borga sektina, en yfirleitt er einfalt mál að sýna fólki fram á brotið." -mar Brjóstastækkanir eru ekkert feinuiismál Langar þig að láta stækka á þér brjóstin? Vildi eigin- maðurinn ólmur taka Barb Wire með Pamelu Ander- son þegar þið skruppuð saman á myndbandaleigu í vikunni? Ef svarið við fyrri spurningunni er já, þá ert þú rétt kona í réttu Sigurður Þorvalds- son hefur stækkað brjóst einnar er- lendrar nektardans- meyjar og segir hann að brottfluttir íslendingar með er- lent ríkisfang hafi í auknum mæli kom- ið hingað seinni ár- in til að leita sér lýtalækninga. landi því þessi þjónusta er mjög ódýr hér miðað við nágranna- löndin. Lýtalækningar almennt, stækkun, minnkun, hvaðeina. Dagur-Tíminn spjallaði við lýta- lækna um málið og kom m.a. í ljós að hagstætt verð hefur orð- ið til þess að brottfluttar ís- lenskar konur hafa hópast til landsins að undanförnu til að láta flikka upp á toppstykkið. Lágt verð Hérlendis kostar brjóstastækk- un 100.000-150.000 en í Bandaríkjunum er verð á sam- bærilegum aðgerðum um 300.000. Af eðlilegum orsökum tekur ríkið ekki þátt í kostnaði við þessar aðgerðir en skýring- in á lágu verði hér er fyrst og fremst sú að við erum láglauna- land og læknisverk almennt ódýr, að sögn Ólafs Einarssonar, formanns lýtalækna. „Það er töluvert algengt að íslendingar búsettir erlendis komi hingað til að fara í lýtaað- gerðir, ekki síst brjóstastækkun vegna hins lága verðs. Einnig eru brögð að því að útlendingar hafi keypt sér þessa þjónustu, svo sem nektardansmeyjar,“ segir Ólafur. Ilann segir að e.t.v. séu hér sóknarfæri hvað varðar útflutning á heil- brigðisþjónustunni ekki síst ef boðið yrði upp á pakkaferðir með dvöl á heilsuhæli. í Bandaríkjunum er náttúrlega hægt að komast í aðgerð- ir hjá toppmönnum en einnig er töluvert um fúskara. Þeir ódýrustu þar eru e.t.v. svipaðir í verði við það sem þekkist hér en munurinn á sambærilegri þjónustu getur verið allt að 200%. Efniskostnaður Efnið sjálft sem fer í aðgerðina kostar um 40.000 og þótt brjóstastækkun sé almennt ekki mjög stór aðgerð kallar hún á svæfmgu, skurðstofu, skurð- lækni o.s.frv. Það er því auð- skiljanlegt að fegurðin kalli á einhvern fórnarkostnað. Ólafur segist kannast við að kollegar sínir hafi sinnt erlendum nekt- ardansmeyjum enda þurfi þær að líta vel út. „Til að trekkja að útlendinga væri gott að hafa eitthvert mjög þekkt nafn, ein- hverja stjörnu eins og er al- gengt erlendis. En með því að höfða til millistéttarinnar er- lendis og bjóða upp á I Bandaríkjunum er hægt að komast í aðgerðir hjá topp- mönnum en einnig er töluvert um fúskara. fleira en aðgerðina fyrir sama verð og hún ein kostar í þeirra heimalandi, væri vissulega grundvöllur fyrir aukinni þjón- ustu fyrir útlendinga. Jafnvel þótt enginn okkar sé heims- frægur!" segir Ólafur Einars- son. Sjö læknar Alls eru 7 lýtalæknar að störf- um hérlendis og er Sigurður Þorvaldsson einn af þeim. Hann hefur stækkað brjóst einnar er- lendrar nektardansmeyjar en telur ólíklegt að þær komi hing- að sérstaklega til að fara í að- gerð. Sigurður segir rótt að brottfluttir íslendingar með er- lent ríkisfang hafi komið hingað seinni árin til að leita sér lýta- lækmnga og reyndar hafi komið upp vandamál því samfara. „Það er nú einu sinni þannig að þótt fólk hafi búið 30 ár erlend- is þá kemur það og áttar sig ekld á að þótt það tali íslensku þá hefur það ekki öll réttindi innan heilbrigðiskerfisins. Feimnismál Aðspurður hvort sókn hafi orð- ið í útlitsaðgerðir almennt hin síðari ár segir Sigurður að þessir straumar fylgi opnun þjóðfélagsins og opinskárri umræðu um þessi mál. „Ástandið nú hefði þótt ólík- legt fyrir 20 árum þegar ég var að byrja í þessu.“ Það er því ljóst að brjósta- stækkun eða -minnkun er ekkert feinmismál lengur þótt flestir séu sennilega þokkalega sáttir við það sem Guð gaf þeim. BÞ

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.