Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Síða 5

Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Síða 5
IDagur-CEmmm Föstudagur 22. nóvember 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS Ekki bara fyrir götuböm í dópi Trúnaðarsíminn í Rauðakrosshusinu hringir 4-5000 sinn- um á ári. í símanum eru yfirleitt ungling- ar eða foreldrar sem þurfa að spjalla við einhvern um sín vandamál. Síminn er 800 5151. Bára Snæfeld, starfsmaður hússins, spjallar oft við unglinga, öllu fleiri stelp- ur þó, á aldrinum 13-17 ára í Trúnaðarsímanum. Yfirleitt eru þetta unglingar af „venjuleg- um“ heimilum og hún segir ekki rétt, eins og sumir foreldr- ar telji að húsið sé eingöngu „fyrir götubörn sem eru á kafl í dópi.“ Flest milli himins og jarðar getur bagað unglingana en al- gengast er að þeir hafl áhyggj- ur af samskiptum við vini, skóla eða foreldra. „Það getur verið einelti í skólanum, sorg vegna andláts foreldris eða jafnvel gæludýrs því stundum virðist gleymast að þau hafa áhyggjur líka. Flóknustu málin eru tengd sjálfsvígshugmyndum. Svo eru ástarmálin mjög stór þáttur hjá þeim. Þau eru í ástarsorg eða skotin og eru óviss um hvernig þau eigi að byrja með.“ - Hafið þið fundið Leiðina til að nálgast hitt kynið? „Nei. Við eigum sennilega seint eftir að finna einhverjar patent-lausnir enda held ég að samfélagið okkar yrði voðalega vélrænt ef við fyndum hana.“ - Nú hringir talsvert af stelp- um til ykkar sem hafa orðið óléttar? Hvaða viðhorf hafa þær til fóstureyðinga? „Þær sem eru yngri en 16 ára eru í flestum tilvikum að leita ráða um fóstureyðingu. Stundum er reyndar einhver misskilningur í gangi um það hvernig þær geta orðið óléttar." - Finnst þér unglingar hafa Mynd: Hilmar Þór unni. Það virðist líka orðið auð- veldara að nálgast vímuefni. Sölumenn eru orðnir ansi ágengir, fara alveg niður í grunnskólana." - Hvernig kanntu annars við íslenska unglinga? „Þeir eru skýrir og skemmti- legir að spjalla við og á margan hátt frjálslegri og víðsýnni en mín kynslóð var. Þeir eru þó ekki eins meðvitaðir um gildi peninga." LÓA - Hver eru ykkar ráð? „Við reynum að fá þau til að setja sig í spor annarra og skoða málin út frá því sjónar- horni.“ - Hefurðu skynjað einhverja breytingu í heimi unglinga á síðustu árum? „Á síðastliðnu ári hefur mað- ur orðið var við aukna neyslu harðari efna en þau tala sjaldn- ar um e-ið nú síðustu mánuði og gera sér grein fyrir hætt- aðra sýn á vandamál en full- orðnir? „Að sjálfsögðu líta þeir oft öðrmn augum á samskiptaörð- ugleika en foreldrarnir. T.d. ef þeim finnst þau ekki fá nóg af lífsins gæðum. Þau vilja fá sinn tískufatnað en átta sig ekki allt- af á að foreldrarnir standa illa Qárhagslega þó að auglýsing- arnar segi að þú bara verðir að eiga þetta. Slíkir árekstrar verða oft.“ Óskar Bergsson skrifar S Idag verður sett í Reykjavík 24. flokksþing framsóknar- manna og um leið haldið uppá 80 ára afmæli flokksins. í 80 ára sögu Framsóknarflokks- ins hefur þjóðfélagið breyst mikið, ekki síst búseta lands- manna. Flokkurinn var í önd- verðu flokkur bænda og sam- vinnuhreyfingarinnar. Ilans bakland var fyrst og fremst fólk í dreifbýli og sterk ítök Sam- bandsins og kaupfélaganna. Þrátt fyrir atgervisflótta úr sveitum og hrun SÍS, hefur Flokksþing framsóknarmanna Framsóknarflokkurinn haldið velli í hinni pólitísku flokkaflóru og meira en það. Hann er næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Því má m.a. þakka hagstæðri kosningalöggjöf, flokkurinn hefur verið heppinn með foringja, staðsett sig á miðju stjórnmálanna, verið laus við kreddur, ávallt lýst sig reiðubúinn til meirihlutasam- starfs og verið tilbúinn að axla ábyrgð við erfiðar aðstæður. Síðastnefndu þættirnir eru þættir sem hinn almenni kjós- andi metur umfram uppdiktaða hugmyndafræði, sem oft á tíð- um vantar tengsl við raunveru- leikann. í tímans rás er það stjórn- málaflokkum nauðsynlegt að endurmeta stöðu sína í ljósi breyttra þjóðfélagsaðstæðna. Þótt staða Framsóknarflokksins sé í dag traust, þarf flokkurinn að hugsa til þess hvar sóknar- færin eru næst. Þau eru og munu verða í þéttbýlinu. Til þess að Framsóknarflokkurinn nái að festa sig í sessi þar, verð- ur hann að láta af hagsmuna- gæslu þröngra sérhagsmuna. Landbúnaðarstefnan hefur skaðað flokkinn og fælt kjós- endur þéttbýlisins frá honum, enda hafa aðrir flokkar haft lag á því að láta Framsókn- arflokkinn einan bera ábyrgð á þeim málaflokki. Nú eru bráð- um tveir áratugir frá því fram- leiðslustýring var tekin upp í sauðfjárræktinni og sá reynslu- tími hefur betur en nokkuð annað sannað „ágæti sitt“. Á þessu flokksþingi þarf Framsóknarflokkurinn að marka stefnu um nauðsynlegar breytingar á kosningalöggjöf- inni með það fyrir augum að jafna atkvæðisréttinn. Fram- sóknarflokkurinn þarf einnig að endurskoða stefnuna í sjávarút- vegsmálunum og þá sérstak- lega með það fyrir augum að ekki verði gengið of nærri lífríki hafsins. Smáfiskadrápið og kvótabraskið er stundað í það stórum stíl, að ábyrgðarlaust er með öllu að blessa kerfið í óbreyttri mynd og jarða gagn- rýnisraddirnar, eins og lands- fundur Sjálfstæðisflokksins gerði á dögunum. Þessi mistök sjálfstæðismanna þurfa fram- sóknarmenn að notfæra sér. Þessi þrjú mál sem hér að of- an eru nefnd, auk jafnréttis- mála, umhverfismála og kjara- mála þurfa að fá góða og vand- aða umíjöllun á flokksþinginu. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, steig þýð- ingarmikið skref þegar hann viðurkenndi undirölduna í þjóð- félaginu vegna kvótakerfisins. Halldór þarf að leiða flokkinn fram í fleiri slíkum skrefum. Flokksþingið og stórafmælið sem nú fer í hönd er rétti tím- inn til þess.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.