Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Blaðsíða 7
Jbgur-®tmirat Föstudagur 22. nóvember 1996 -19 MENNING O G LISTIR rettán leikarar taka þátt í sýningunni sem Guðrún Alfreðsdóttir stýrir. Sýnt er í Leikhúsinu á Húsavík og sýningin hefst kl. 20:00. Æfing- ar hafa staðið yflr í tæpar átta vikur, sem eru óvenjulangur tími miðað við hvað almennt tíðkast. Skýringin er hins vegar sú að leikritið er viðamikið og krefjandi, að sögn leikstjórans. „Ég hef aldrei áður leikstýrt hér á Húsavík, en þó víða ann- arsstaðar á Norðurlandi. Hér í bænum er að finna góðan hóp leikara. Helsti styrkur hópsins hér liggur að mínu mati í breiddinni. Með félaginu starfa kornungir leikarar sem eru að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Á sviðinu eru einnig leikarar, sem hafa áratuga- reynslu," sagði Guðrún Alfreðs- dóttir í samtali Dag-Tímann. Leikritið Sölumaður deyr eft- ir Arthur Miller var fyrst frum- sýnt á Broadway árið 1949. Þar gekk það 700 sinnum fyrir fullu húsi - og vinsældirnar voru ekki síðri annarsstaðar í heiminum. Höfundurinn rakaði að sér verðlaunum víða frá. „Þetta dramatíska og vel skrifaða leik- rit er með léttum undirtón. Það er ágæt blanda af hvoru tveggja í einu leikriti,“ segir Guðrún. Leikfélag Húsavíkur frumsýnir í kvöld, föstu- dagskvöld, leikritið Sölumaður deyr, eftir Arthur Miller. Sem áður sagði eru leikend- ur í þessari uppfærslu Leikfé- lags Húsavíkur alls 13 talsins. NýjsíT bs-s’jZMT Listamenn túlka heimsmynd Hringadrótt- mssogu Hugarlendur Tolkiens nefnist stór listaverkabók sem Fjölva- útgáfan hefur sent frá sér. Þeg- ar enski rithöfundurinn J.R.R. Tolkien skráði sitt mikla verk Hringadróttinssögu, skapaði hann heilan hugmyndaheim Hobbita, Manna, Álfa, Orka og fleiri kynþátta. Hann mótaði út í æsar persónur, lýsti landslagi, íjöllum, fljótum og gaf öllu heiti. Meðal þeirra sem hafa látið hrífast af sögunni er að sjálf- sögðu Qöldi listamanna, svo að þeir hafa ekki getað á sér setið og gripið til pensils eða lita til að túlka þessar hugarlendur Tolkiens í listaverkum. í þessari nýju listaverkabók Hringadrótt- inssögu eru um 60 listaverk í vönduðustu litprentun og skipt- ast þau niður á 25 listamenn. Hverri mynd fylgir hinn viðeig- andi texti bæði úr Hringadrótt- inssögu, Hobbitanum og Silm- erlinum í þýðingu Þorsteins Thorarensen. Bókin er prentuð hjá Rotolito í Mflanó, en filmu- gerð annaðist PMS í Súðarvogi. Hún er 160 bls. og er verð hennar kr. 2.890. Helstu hlutverk eru ijögur: Ingi- mundur Jónsson leikur sölu- manninn, með hlutverk Lindu konu hans fer Herdís Birgis- dóttir og syni þeirra tvo leika Sigurður Illugason og Oddur Bjarni Þorkelsson. - Þá er ónefnd smekkleg leikmynda- hönnun Sigurðar Hallmarsson- ar og Anton Fourner hefur samið ýmis tónstef sem notuð eru í leikverkinu um sölumann- inn deyjandi. -sbs. Leikfélag Húsavíkur sýnir Sölumaður deyr Höfundur: Arthur Miller. Lelkstjóri: Guðrún Alfreðsdóttir. Frumsýning föstud. 22. nóv. kl. 20.00. Önnur sýning þriðjud. 26. nóv. kl. 20.00. Þriðja sýning föstud. 29. nóv. kl. 20.00. Athugiö breyttan sýningatíma. Miðasalan opin í Samkomu- húsinu alla virka daga nema miðvikudaga kl. 17.00 -19.00 og í þrjá tíma fyrir sýningu. Símsvari allan sólarhringinn. Leikfélag Húsavíkur, sími 464 1129. Dýrin í Hólsaskógi eftir Thorbjorn Egner Sýningar: Laugard. 23. nóv. kl. 14.00. Uppselt Sunnud. 24. nóv. kl. 14.00. Fó sæti laus Sunnud. 24. nóv. kl. 17.00 Laus sæti. Laugard. 30. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 1. des. kl. 14.00 Miðasalan er opin alla virka daga nema mónud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. ®agur-©mtttm - besti tími dagsins! ÞJÓÐLEIKHÖSID Stóra sviðið kl. 20.00: Kennarar óskast eftir Ólaf Hauk Símonarsonar Lýsing: Pálí Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Leikstjóm: Þórhallur Sigurösson. Leikendur: Sigrún Edda Bjömsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson Öm Árnason, Óiafía Hrönn Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Eyjólfsson, HarpaAmardóttir. Frumsýning í kvöld kl. 20.00. Uppselt. 2. sýning: Miðvikud. 27. nóv. Nokkur sæti laus. 3. sýning: Sunnud. 1. des. Nokkur sæti laus. Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Föstud. 29. nóv. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sunnud. 24. nóv. Örfá sæti laus. Laugard. 30. nóv. Nokkur sæti iaus. Ath. Fáar sýningar eftir. Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 24. nóv. Örfá sæti laus. Sunnud. 1. des. Örfá sæti laus. Aukasýning laugard. 30. nóv. kl. 14.00 Laus sæti. ★ ★ ★ Smiðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford i kvöld. Uppselt. Á morgun. Uppselt. Miðvikud. 27. nóv. Uppselt. Fðstud. 29. nóv. Uppselt. Athygli er vakin á að sýningin er ekki viö hæfi barna. Ekki er hægt aö hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. ★ ★ ★ Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Sunnud. 24. nóv. Uppselt. Fimmtud. 28. nóv. Örtá sæti laus. Laugard. 30. nóv. Uppselt. Athugið að ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frákl. 10.00 virkadaga. Sími 551 1200.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.