Dagur - Tíminn - 28.11.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 28.11.1996, Blaðsíða 1
Eftirminnitega gott BRAGA KAFfl tslenskt og ilmandi nýtt ^Dagur-Œmmm LIFIÐ I LANDINU Fimmtudagur 28. nóvember 1996 - 79. og 80. árgangur - 228. tölublað Eftirmitmitega gott BRAGA íslenskt og ilmandi nýtt MEÐ TAFNRÉTTIÐ AÐ ATVINNU réttisráðs. Ýmislegt mætti hins vegar skýra betur í sambandi við starf mitt, t.d. upplýsingaskyldu annarra bæjar- starfsmanna við mig. Ég hef ítrekað rek- ið mig á að fræðslufulltrúi fær frekar þær upplýsingar sem hann biður um en jafnréttisfuUtrúinn. Auðvitað skiptir það gríðarlega miklu máb að borgarstjórinn er femínisti en bæjarstjórinn aðeins framsóknarmaður! En nú þegar flokkur hans hefur samþykkt nýja jafnréttisáætl- un eru eflaust betri tímar í nánd. En í al- vöru talað þá skiptir auðvitað miklu máli „Auðvitað skiptir það gríðarlega miklu máli að borgarstjórinn er femínisti en bœjarstjórinn aðeins framsóknarmaður! “ að hafa beintengingu inn í bæjarstjórn. í dag er enginn bæjarfulltrúi í nefndinni og það gerir hana óneitanlega máttlaus- ari.“ Launamálin spennandi Umrœðan um jafnréttismál, hvernig kemur hún ykkur fyrir sjónir? Hildur: „Mér finnst uppsveifla í jafn- réttisumræðunni og það eru fleiri sem eru farnir að koma að henni. Það er al- mennt viðurkennt að okkur sé vandi á höndum t.d. hvað varðar launamálin. - En ég verð þó að segja að mér brá þegar ég las þriggja síðna Moggavið- tal við forseta ASÍ, þar sem honum tókst að tala verkefnin kjaramál- um án þess að minn- ast á launa- mun kynjanna. Þannig finnst mér ennþá skorta á að þessum málum sé gefið nægilegt vægi á almennum vinnu- markaði.“ Eru launamálin efst í þínum huga líka Ragnhildur? „Nei, við erum reyndar með mjög spennandi launamál í gangi en það sem nefndin ræðir mest um þessar mundir er endurskoðun á jafnréttisáætluninni, framtíð Menntasmiðjunnar og úrræði í íþróttamálum kvenna.“ Hildur segir uppsveiflunni til stuðn- ings að fyrir fimm árum hefði verið óhugsandi að stærsti stjórnmálaflokkur landsins hefði löghelgað umræðuefni um jafnréttismál með því að taka það upp á Iandsfundi eins og nýlega átti sér stað. Þyrftu öll sveitarfélög jafhréttisfull- trúa? Ragnhildur: „Þá yrði líka hugur að fylgja máli. Það hefur gengið nógu illa að virkja þessar jafnréttisnefndir sveit- arfélaganna. Hvert sveitarfélag sem er með fleiri en fimm hundruð íbúa á að hafa jafnréttisnefnd en það eru hins veg- ar mjög fáar virkar nefndir í landinu." Hildur: „Skyldur sveitarfélaga í jafn- réttismálum liggja á svo mörgum svið- um. T.d. eru sveitarfélög stórir vinnu- staðir og veita einnig þjónustu sem getur komið inn á stöðu jafnréttismála t.d. hvað varðar dagvistarmál og ákveðna þjónustu við aldraða." Verðið þið enn varar við að fólki finn- ist þið ígervistörfum? Ragnhildur: „Já, ég er oft spurð að því hvað ég hafi að gera við ritara, - og á það jafnt við um samstarfsmenn mína, bæjarstjórn og hinn almenna bæjarbúa. Fólk er ekki vel upplýst um hvað felst í þessu starfi.“ Hildur: „Ég er nú reyndar ekki með rit- ara en ég er spurð að því hvort ég komist yfir það sem ég þarf að gera. Það eru al- mennt miklar væntingar til mín og það er gott að finna fyrir því. Mér finnst ekki að fólk geri ráð fyrir að þetta sé gervistarf." -mar Hildur Jónsdóttir Mynd: ÞÖK um Reykjavíkurborg stofnaði nýtt embætti jafnréttisráðgjafa í maí á þessu ári. Árið 1991 var emb- ætti jafnréttis- og fræðslufuUtrúa stofnað á Akureyri en það heyrir beint undir bæjarstjóra. Dagur-Tíminn ræddi við þær Ragnhildi Vigfúsdóttur á Akur- eyri og HOdi Jónsdóttur í Reykjavík en þær eru einu jafnréttisráðgjafar sveit- arfélaga í landsinu. „Ég er sérstakur ráðgjafi borgarstjóra um jafnréttismál og til aðstoðar fyrir borgaryfirvöld um þau mál. Ég er lika framkvæmdastjóri fyrir jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar, fylgi eftir fram- kvæmd jafnréttisáætlunar og vinn að stefnumótun í jafnréttismálum," segir Hildur. „Mér brá þegar ég las þriggja síðna Moggaviðtal við forseta ASÍ, þar sem honum tókst að tala um verkefnin í kjaramálum án þess að minnast á launa- mun kynjanna. “ Ragnhildur í hverju felst þitt starf? „Jafnréttisnefnd ber ábyrgð á fram- gangi jafnréttisáætlunar fyrir hönd bæj- arstjórnar. Jafnréttisfulltrúi sem starfs- maður nefndarinnar sér um og fylgir eft- ir framkvæmd á einstökum þáttum áætl- unarinnar. Einnig geta jafnréttis- nefnd og bæjarstjórn falið mér sérstök verkefni.“ Hvernig mál fáist þið við? Ragnhildur: „Við stöndum fyrir opnum fundum um jafnréttis mál, vorum þátttak- endur í ráðstefnu um heilbrigði kvenna sl. sumar, veitum styrki til verkefna sem hafa það mark- mið að jafna Ragnhildur Vigfúsdóttir stöðu kynjanna og stöndum fyrir nám- skeiðum. íþróttamálin koma líka inn á borð til okkar með jöfnu millibili en íþróttakonur hér í bæ eru afar ósáttar við úthlutun tíma í húsunum. Við höfum reynt að leggja þeim lið, en með litlum árangri því miður. Okkar stærsta verk- efni undanfarin ár er Menntasmiðja kvenna, daglýðsskóli fyrir konur án launaðrar atvinnu. Því miður sér nú fyr- ir endann á þessu þróunarverkefni, en því lýkur í vor ef við fáum ekki peninga af himnum ofan,“ Hildur: „Það er að fara af stað vinna í borgarstofnunum að gerð starfsáætlana í jafnréttismálum, en ég er ráðgjafi þeirra við þá vinnu. Fyrirhugaðar eru líka aðgerðir til að draga úr launamun kynjanna. Verkefnið Karlar og fæðingar- orlof sem var samþykkt að ráðast í er líka að fara af stað en í það fékkst pen- ingur frá Evrópusambandinu. Síðan er gert ráð fyrir að starfsmenn borgarinnar og borgarbúar geti leitað til mín um lið- veislu í jafnréttismálum. Þegar eru kom- in til mín 6 mál, tvö eru ráðningamál og fjögur launamál.“ Liggja á upplýsingum „Það er, held ég, aðstöðumunur á milli okkar Ragnhildar að því leyti að borgaryfirvöld hafa ákveðið að ég eigi að hafa skýrt umboð til að fjalla um ágrein- ing um jafnréttismál og hafa samþykkt ákveðnar reglur um mína málsmeðferð. En mig langar að spyrja Ragnhildi hvort það sé búið að skýra hennar umboð nægilega til þess að hún geti farið inn í mál sem koma upp?“ „Nei, en ég veit ekki hvort mér finnst þörf á því. í kerfinu eru önnur úrræði sem ég get vísað til ef þau sem óg hef duga ekki, t.d. kæru- nefnd Jafn- Mynd I \ i í j \

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.