Dagur - Tíminn - 28.11.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 28.11.1996, Blaðsíða 6
18 - Fimmtudagur 28. nóvember 1996 ;®t!gur-®mtirat Heimilisfangið er; Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Víst Qölluðu kratar um skattamál! Finnur Birgisson skrifar S Iviðtali Dags-Tímans hinn 26. nóv. við Guðnýju Rún Sigurðardóttur, sem vakti athygli fyrir málflutning sinn um skattamál á nýafstöðnu flokksþingi Framsóknarflokks- ins, lýsir hún furðu sinni á því að ekki skuli hafa verið íjallað um þau mál á flokksþingi Al- þýðuflokksins fyrr í þessum mánuði. Þarna er mikill mis- skilningur á ferðinni hjá Guð- nýju. Fyrir þingið voru lagðar þrjár tillögur um skattamál, efnislega nálega samhljóða, - og voru að Iokum eftir vandlega umíjöllun sameinaðar í svo- hljóðandi ályktun, sem flokks- þing Alþýðuflokksins sam- þykkti: „Skattamál - fjölskylduskatt- kort íslenska skatta- og bóta- kerfið þarfnast róttækrar heild- arendurskoðunar. Jaðarskattar eru alltof háir, sérstaklega á barnafjölskyidur með lágar meðaltekjur og örorku- og elli- lífeyris-þega. Bótakerfið er flók- ið og ógagnsætt, bæði gagnvart þeim, sem þess eiga að njóta og hinum sem með það fara, en þar veit vinstri höndin stundum ekki hvað sú hægri var að gera. Grisja þarf frumskóg bótakerf- isins, þannig að það verði markvisst, auðskilið og réttlátt í anda jafnaðarstefnunnar og nýtist betur þeim sem á því þurfa að halda. Jafnaðarmenn telja sérstak- lega brýnt að tengja persónuaf- slátt við fjölskyldustærð í stað- inn fyrir núverandi kerfi barna- bóta og tekjutengds barnabóta- auka. Fyrir hvert barn undir 18 ára aldri, sem foreldrar hafa á framfæri sínu, fái þeir viðbótar- afslátt, þannig að skattfrelsis- mörk þeirra hækki sem nemur áætluðum lágmarksframfærslu- kostnaði barnsins. Ónýttur við- bótarafsláttur verði greiddur út, með tekjutengdri ábót til tekjulægstu fjölskyldnanna, þannig að aðstoð við þær verði ekki minni en nú er.“ Það sem Alþýðuflokkurinn er þarna að tala um er ekkert minna en róttækar björgunar- aðgerðir í þágu íjölskyldnanna. Þessi stefna þýðir m.a. að þeir póstar, sem nú ganga undir hinni ósmekklegu og villandi nafngift „barnabætur", þurfi að hækka um allt að 6 milljörðum á ári, tekjutengingin verði af- numin og jaðarskattur íjöl- skyldnanna þarmeð lækkaður stórlega. Alþýðuflokkurinn veit sem sagt upp á hár hvað hann vill flnum er bara pakkað inn í snjóbyrgi þeg- jffSSgf ar maður hefur verið veikur (og lítill í sér) U einmitt þegar gatan var mokuð. Af hverju r er ekkert spáð í náungann og basl hans við að koma litlum aflavana bíl í frosti út úr svona snjóbing? turturnar í KA heimilinu er kannski góðar jnP ^^fyrir blóðrásina en hei, þetta er jú okkar k_7blóð... væri ekki hægt að laga þetta sturtu- r sjokk sem samanstendur af brennheitu og ís- köldu vatni til skiptis á bleikan varnarlausan skrokkinn... vægð og miskunn! T'Vóstur og sími! Þegar maður er leiguþý, allt- af að skipta um íverustað, þá þarf maður í -1- hvert skipti að borga morðíjár bara til að ' láta færa símann... ef hálft ár eða minna líður á milli er einhver afsláttur en ef árið rennur á enda áður en hreppaflutningar heíjast kemur símareikningur með 10.000 krónum aukalega.. bara fyrir flutninginn. Er þetta ekki bara umbúðalaust okur? T Tvernig er það, eru allir margraíbúðaeig- I—I endur farnir af landinu eða í.þ.m. frá Ak- X iureyri? Hér auglýsir húsnæðislaus lýður- r inn kannski í heilan mánuð og ekkert gerist - síminn bara hlær og glottir! gera í skattamálum Ijölskyld- unnar. Enginn annar stjórn- málaflokkur hefur sett fram jafn skýra og afdráttarlausa stefnu í því efni, þannig að Guð- ný Rún ætti ekki að þurfa að hugsa sig lengi um það hvert hún á að leita næst, þegar hún gefst upp á að bíða eftir brúk- legri skattastefnu Framsóknar. Það er hinsvegar talandi dæmi um lélega frammistöðu tolDldlruBilEillnB.tl1-1 I~«■1“ S.S^ÍíJLJHjiwJn] LEIKFÉLAG AKUREYRAR Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner Sýningar: Laugard. 30. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 1. des. kl. 14.00 MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Simi í miðasölu: 462 1400. |DLtgur-®tmirm — besti tími dagsins! fjölmiðla, - Dagur-Túninn ekki undanskilinn, - að þessi áhuga- sama kona og þjóðin öll skuli ekki vera betur upplýst um boðskap okkar kratanna. - Þeir minna stundum einna helst á leiklistargagnrýnanda, sem veltir sér upp úr uppátækjum aðalleikaranna og ljósaeffekt- unum, en nennir ekki að gera verkinu skil að öðru leyti. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20 NANNA SYSTIR eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Á morgun 29. nóv. Nokkur sæti laus. Lau. 7. des. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson 3. sýn. 1. des. Örfá sæti laus. 4. sýn. föstud. 6. des. Nokkur sæti laus. 5. sýn. sunnud. 8. des. Nokkur sæti laus. . ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Lau. 30. nóv. Uppselt. Fimmtud. 5. des. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 1. des. Uppselt. Aukasýning lau. 30. nóv. kl. 14. Nokkur sæti laus. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Á morgun föstud. 29. nóv. Uppselt. Sunnud. 1. des. Föstud. 6. des. Sunnud. 8. des. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi bama. Ekki er hægt að hleypa gestum ínn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTþ MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson í kvöld fimmtud. 28. nóv. Örfá sæti laus. Lau. 30. nóv. Uppselt. Fimmtud. 5. des. Lau. 7. des. Athuglð að ekki er hægt aö hleypa gestum inn í sallnn eftir að sýning er hafin. ★ ★ ★ GJAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, miðvikudaga til sunnudaga kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeím tíma. Einnig er tekið á móti simapöntunum frá kl. 10 virka daga (sima 551 1200. Jólahvaö? Nú eru að koma jólin, og þá eiga allir að gleðjast í hjarta sínu. Skilyrðislaust! Líka þeir sem ekki trúa á Jesú Krist. Þeir ættu a.m.k. að geta sæst á það að hátíðin sem fer í hönd er ekki bara haldin í minningu frelsarans, held- ur er hún líka hátíð ljóss- ins, og hátíð friðarins og svo auðvitað hátíð barnanna okkar og Ijöl- skyldunnar. Hvorki meira né minna! Hvernig í ósköpunum ætti nokkur maður að geta haft eitt- hvað á móti sjálfu ljósi heimsins, friðarboðskapn- um ljúfa, nú eða börnun- um - blessuðum börnxm- um okkar sem þarf svo lít- ið til að gleðja. „Ódýru« góðverkin Að vísu eru ílestir með smá samviskubit út af kaupæðinu, verslunarorgí- unni miklu sem enginn getur skorast undan að taka þátt í ef hann vill ekki Skröggur heita, eða eitt- hvað þaðan af verra. Það verður að gleðja náung- ann á sjálfri aðalhátíð samfélagsins. Og umfram allt börnin. Gefa þeim gjafír og glingur. Skilyrðis- laust! Smá samviskubit er nú ekki stórt verð fyrir slík góðverk. Og ekki er verra hvað þjóðarhagurinn eflist með aukinni verslun á jólavertíðinni. Enda bara hallærislegt núorðið að vera eitthvað að fetta fing- ur út í „alræði frjálsra Ij ármagnseigenda". Með í leikinn Nei, það er erfitt að sker- ast úr leik, jafnvel þótt samviskan harðneiti að þramma með. Og hvað er þá til ráða? Bfta á jaxiinn og kyngja óréttlætinu. Nöldra svolítið yfir bjór- glasi eða jafnvel þusa svo- lítið í dagblöðunum, ef þannig stendur á. Kaupa síðan jólagjafirnar, jóla- skrautið og jólamatinn. Standa í stússinu og gleðj- ast með börnunum. Þeirra gleði er hvort eð er svo einlæg að það er ekki hægt annað en að smitast. Smá stund a.m.k. svona stöku sinnum. En þannig fer nú samviskan fyrir lítið. Auðvitað væri í sjálfu sér ekkert að því að gera sér glaðan dag í nafni frið- arins, ljóssins og barnanna okkar - ef ekki þyrfti jafnframt að selja sál sína Mammoni gamla og sitja um leið bjargar- laus undir galtómum boð- skap „trúarinnar" sem glymur undir niðri í hár- nákvæmum takt við flóð- bylgjur auglýsinganna. Umsjón: Guðsteinn Bjarnason.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.