Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Blaðsíða 3
|Dagur-®tminn Föstudagur 29. nóvember 1996 -15 Að girnast konu Satt best að segja hélt maður að heimspekingar létu margt mannlegt sér óviðkomandi og að þeir fikruðu sig sjaldan nið- ur til almúgans en Jóhann Björnsson heimspekingur hef- ur heimspekilegan áhuga á því að girnast konu... Jóhann hélt í vikunni fyrirlesturinn Að girn- ast konu og fjallaði um hugmyndir Jean Paul Sartre og Forn-Grikkjans Epíkúrusar, sem var uppi um 400 f.Kr. - Er annað fyrirbæri á ferð þegar kona girn- ist karl? „Ég er karlmaður og í þessari tilvistarheim- speki er oft talað út frá fyrstu persónu. Ef ég væri samkynhneigður þá héti fyrirlesturinn Að girnast karlmann.“ - Hvað í ósköpunum er heimspekilegt við girnd? „Það að þrá ást, athygli eða kynlíf frá annarri manneskju er náttúrulega mjög ríkur þáttur í mannlegum samskiptum. Þar kemur heimspek- in inní, þ.e. hvað er það að þrá aðra mann- eskju?“ - Tekst heimspekingum að hafa ólíkar skoð- anir á svo líkamlegu fyrirbæri sem girnd? „Já. Sartre vill ekki rugla saman girnd og kynferðislegum athöfnum. Hann segir að girnd- in eyðist þegar menn hafa lokið sínum athöfn- um. Hann telur að við getum ekki hamið girnd- ina, þ.e. að við ráðum því ekki hvað kemur upp í tilfinningalíf okkar. Epíkúrus segir hins vegar að við getum hamið þær hvatir sem teljast ekki dyggðugar. Þeir hafa að mörgu leyti báðir rétt fyrir sér. Við eigum erfitt með að ráða við hugs- anir okkar en getum stjórnað því að hugsunin berist ekki út í athafnir okkar.“ - Gerir girndin okkur þá að ótömdum villi- dýrum samkvæmt Sartre? „Ja, hann segir að þær séu óhemjanlegar í höfðinu á okkur. En að vera heltekin af girnd í kollinum þarf ekki að þýða að maður geti ekki neitað sér um að láta hana leiða sig á villigötur." Girndin rís og fellur - Er girndin hverful, nýjungagjörn eða getur hún verið eilíf og beinst að sömu manneskju áratugum saman? „Já, já. Hún er náttúrulega ekki alltaf viðvar- andi, maður er ekki í stöðugu spennuástandi. Þetta er eitthvað sem rís og fellur. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að maður geti girnst sömu manneskju í tíu ár en maður gerir það vissulega ekki á hverjum degi.“ - Er girndin grundvallar-drifkraftur í samfé- laginu? „Ja, Sartre segir hana svo ríkan þátt í hverjum einstaklingi að hann sé til staðar við fæðingu og endi ekki fyrr en við dauða, þó að maður sé orðinn gamall, hrumur og getulaus. En maður hefur ekki reynslu af því enn...“ - Finnst þér samtíminn hafa annað viðhorf til girndar en Sartre og Epíkúrus? „Epíkúrus stendur kannski nær okkur í dag, þ.e. að girndin eigi að miða að ánægju og ham- ingju." - Hvað finnst þér annars um girndina í sam- tímanum. Eru nútímamenn að afskræma hana á einhvern hátt? „Hafa hana að féþúfu? Hún er náttúrulega atvinnugrein. Ég held að það geti varla orðið sönn girnd, t.d. á nektardansstöðum, þegar hún beinist að öðrum aðilanum en hinn vill bara fá peninga í staðinn. Girndin er ákveðið boð um að einhver girnist mann á móti. Bara eins og með ástina, maður getur ekki með góðu móti elskað manneskju til lengdar nema hún elski mann á móti.“ - Einstefnugirnd virkar áreiðanlega ekki minna sönn. Að ekki sé talað um þegar hún breytist í þráhyggju sem er nú býsna kröfuhörð tilfinning - er þetta ekki sönn girnd? „Ég veit ekki hvort hún er neitt ósannari en hún er óþægilegri. Ef menn eru helteknir þá eru þeir í slæmum málum.“ - Heldurðu að helteknir geti, með lævísum brögðum, fengið aðra manneskju til að girnast sig? „Stundum virðist það ganga upp. En það er samt dáh'tið dularfullt hvernig það er hægt. Það er erfitt að gefa einhverja forskrift að því. En það er margt í samfélaginu sem gengur út á þetta.“ LÓA Mynd: Hilmar Þór Samkórinn Björk á tónleikaferðalagi á Siglufirði í maí á síðasta ári. Samkórinn Björk i Eyjaiirði Samkórinn Björk úr Austur-Húna- vatnssýslu efnir til söngferðar á Eyjaijarðarsvæðið á morgun. Kór- inn heldur tvenna tónleika, þá fyrri í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit klukkan 16:00 og hina síðari í Glerárkirkju á Ak- ureyri klukkan 20:30. Björk telur 40 söngfélaga og er söngstjóri Peter Wheel- er, tónlistarkeimari við tónlistarskólann í Austur-IIúnavatnssýslu. Einsöngvari með kórnum er að þessu sinni frú Halldóra Á. Gestsdóttir frá Litlu-Giljá og aðalundirleikari er Thom- as Higgerson. Með kórnum eru einnig íjórir blásarar en það eru Arndís Ólöf Víkingsdóttir og Helga Kristín Gestsdótt- ir sem leika á klarinett og þær Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Þóra Lísebet Gestsdóttir sem leika á þverflautu. Dag- skrá tónleikana verður fjölbreytt því auk samkórsins syngur Bjarkar kvartettinn sem er karlakvartett og Dúettinn Tromp nokkur lög en Tromp hefur nýlega gefið út geisladisk. Fyrirhuguð verkefni Bjarkarkórsins á þessu starfsári eru tónleikar í heima- héraði og að heiman en stærsta verkefn- ið er upptaka á söng kórsins sem fyrir- huguð er með vorinu. -mar Skemmtilegt og vandað fræðirit og fróðleg lesning um eitt fegursta sköpun- arverk náttúrunnar Af hvaða ættbálki er keldusvín? Það kann að veijast fyrir mörgum sem vilja fræðast um þann fugl en til þessa hefur það oft á tíðum reynst nauðsynlegt að vita það til að geta flett upp á honum í þeim fuglabókum sem hér hafa verið fáanlegar. En nú er komin út frábær og „öðru- vísi“ fuglabók, ísfygla, eftir sr. Sigurð Ægisson á Grenj- aðarstað í Aðaldal, þar sem getið er þeirra 72 fuglategunda sem talið er að verpi hér að staðaldri. Bókin er byggð á útvarpsþáttum og skrifum í Degi. Það er einn af stærstu kostum bók- arinnar að fuglum er þar raðað í staf- rófsröð þannig að ekki þarf að vita að keldusvín er af ættbálki tranfugla til að fræðast um fuglinn eða hreinlega finna hann í bókinni. ísfygla er skifuð á góðu máli, hver fugl fær umfjöllun á heilli opnu sem er mikill kostur og þar er mynd af fuglinum teiknuð af Jóni Baldri Hlíðberg í svart/hvítu sem er mikill kost- ur, athyglinn beinist því fremur að text- anum en litauðugri mynd. Fjölbreyttan fróðleik má m.a. finna um útlitseinkenni fugls- i ins, stærð hans og þyngd, k hvort munur er á kynjum, B varptími og hreiðurgerð, A kjörlendi, fæðuval, rödd o.fl. í skyggðum texta er allnákvæm en mjög at- hyglisverð skýring á ís- lenska og latneska heiti fuglsins. Umíjöllun um þjóðtrú sem tengist mörgum fuglategund- um er mjög skemmti- leg og fróðleg og gerir lest- urinn mjög lifandi. Það þykir t.d. ólánsmerki að gera keldusvíni, sem einnig ber heiti eins og jarðsmuga, rindi- þvari og vatnsrella, mein. Þessi bók á erindi til allra, ísfygla er ekki bara vandað fræðirit sem á erindi til skóla-og fræðimanna, heldur til alls al- mennings enda er hér um stórkostlega fræðslu að ræða um fugla himinsins, eitt fegursta sköpunarverkið í náttúrunni. Geir A. Guðsteinsson.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.