Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Blaðsíða 4
16 - Föstudagur 29. nóvember 1996 3Dagur-®uttmn Lífeðlisfræðileg nauðhyggja Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar S Eg rakst á það í ákaflega merkilegu vísindariti, að karlmenn verði fyrir stór- felldum lífeðlisfræðilegum breyt- ingum þegar þeir eignast börn. Margir feður verða svo gagn- teknir umhyggju og verndunar tilílnningu við fæðingu barna sinna að þeir missa t.d. kynhvöt- ina. Ég þekki einnig marga karla sem hafa tjáð mér að þeir hafi verið með stöðugt sam- viskubit yfir því að verja ekki meiri tíma með börnum sínum. Margir þeirra hafa líka tjáð mér að íjarvistir föður þeirra frá heimili hafi orðið til þess að þeir kynntust feðrum sínum lítið og finnst að ýmsar kramir í sálarlífi þeirra megi rekja til þessa sam- bandsleysis við föðurinn. Þetta gæti verið byrjun greinar Frið- riks Erlingsonar 12. nóv sl. að breyttu breytanda, þ.e. að skipt væri um kyn í kenningunni. Ef við höldum okkur við vísindaað- ferð Friðriks þá ættum við auð- vitað að draga þá ályktun að staður karlmannsins væri á heimilinu við uppeldi barna sinna. Við gætum líka haldið fram kenningu um að mæðra- veldi, sem sumir halda fram að hafi þekkst í sögunni, séu í raun náttúrulegri en feðraveldi þau sem ríkt hafa síðustu árþúsund. Niðurstaðan er svo auðvitað sú að karlmenn hafi það val í h'finu að huga að frama sínum á vinnumarkaði, eða vera öllum stundum á heimilinu a.m.k. meðan börnin eru að vaxa úr grasi. Augljóst er að karlmenn geta valið á milli menntunar og starfsframa annarsvegar og þess að eignast börn. Þetta er nú varla boðleg rökfræði eða hvað? Friðrik svarar gagnrýni minni á málílutning hans í pistli sínum 26. nóvember og telur mig hafa dregið sig inn í ein- hvern hóp samsærismanna gegn kvennabaráttu. Honum verður tíðrætt um samsæris- kenningar og finnst að sér veg- ið. Friðrik þetta er nú oftúlkun hjá þér og engin ástæða til að fá föðursýkiskast yfir þessu. Ég nefni hvergi orðið samsæri. Hins vegar tala ég um bók Faludis þar sem bent er á dæmi í sögunni hvernig, þegar ákveðnum áfanga er náð í kvennabaráttu, menn spretta fram og hver étur klisjurnar upp eftir öðrum og styðja mál sitt jafn vafasömum röksemd- um og raun ber vitni. Það hefur enginn vænt ykkur um að hitt- ast á síðkvöldum í mörgæsar- búningi með hettur upp í Rauð- hólum þar sem þið leggið á ráð- in við hrævareld. Friðrik þegar ég setti spurningamerki við til- lögu þína um kennslu í fram- haldsskólum til að styrkja sjálf- stæði ungra stúlkna og efla styrk þeirra og þor, þá var það ekki vegna þess að ég væri ósammála þér, heldur vegna þess að það virkaði fremur til- gangslaust í ljósi lífeðlisfræði- legrar nauðhyggju sem þú að- hyllist samkvæmt greininni. Ég vil að konur hafi raunverulegt val. Að þær sem vilja eignast börn geti samþætt móðurhlut- verkið öðrum hlutverkum sem þær vilja líka sinna, t.d. að mennta sig, vinna við sitt fag og fá mannsæmandi laun fyrir það. Til þess að það sé hægt þarf að breyta samfólaginu ör- lítið, útrýma launamun kynj- anna, tryggja öllum börnum ör- ugga og góða dagvistun, stytta vinnutímann, aflétta fyrirvinnu- okinu af körlum - svo fátt eitt sé nefnt. Það er allavega vafasamt að tala um frjálsan vilja þegar valið stendur um tvo kosti, að eignast barn eða ekki. Velji konur fyrri kostinn eru þær samkvæmt kenningum þínum Friðrik uppfrá því ósjálfráðir þrælar lífeðlisfræðilegra ferla í líkama sínum. í framhaldi af þessu er spurning hvort nokkur tilgang- ur sé að ræða þetta frekar. Þessi lífeðlisfræðilega frumsetn- ing Friðriks eru trúarbrögð og jafn fáránlegt fyrir þann sem ekki tilheyrir söfnuðinum að rökræða þetta, á sama hátt og það er tilgangslaust að ræða réttindi homma og lesbía við mann sem vitnar sífellt í ritn- ingargrein í gamlatestament- inu, en lætur lönd og leið kær- leiksboðorð og umburðarlyndi nýjatestamentisins. Eins og við þann sem er forlagatrúar og skoðar líf sitt í ljósi Tarotspila og slíks vil ég ekki svipta þig Friðrik trúarsannfæringu þinni, bara biðja þig að láta það eiga sig að klæða hana í vísindaleg- an búning sem klæðir engan- veginn slíka hugmyndafræði. RS. Friðrik, ég gleymdi að þakka þér skrifin, en hvers vegna er ég ein þess heiðurs aðnjótandi að fá svarbréf frá þér? Hvað með hinar sem gátu heldur ekki setið þegjandi undir þessum pistli þínum? Að elska friðinn Elskiði friðinn og strjúk- iði kviðinn.“ Þetta hefur lengi þótt gjaldgengt spakmæli hjá þeim sem eiga annars erfitt með að muna málshætti. Þannig minnist Garri þess að hafa oft heyrt heildsala nokkurn segja þetta, sem annars kom aldrei út úr sér óbrengluðum málshætti. (Sbr. betri er ein kona á laki en þrjár á þaki!) En þeir eru svo sannar- lega fleiri en þessi heildsali sem elska friðinn. Það eru þó nokkrir friðar- postular sem skilja að ómett- ir og óstroknir magar geta verið miklir friðarspillar og eins það ef einhverjum löng- unum manna oða hvötum til efnislegra gæða er ekki full- nægt. Fremstur í þessum fiokki og eitt besta dæmið er vitaskuld Ástþór Magnússon ejgandi Friðar 2000 og fyrr- um forsetaframbjóðandi. Ástþór hefur verið í góðum álnum og ekki þurft að láta fjárhagsáhyggjur íþyngja friðaráhuga sínum eða spilla honum. Friðarbaráttan Nú er Ástþóri greininlega farið að leiðast þófið og finnst landsmenn ekki taka nægjanlega vel við sér í frið- arbaráttunni. Garri telur ein- sýnt að hann hafi litið í eigin barm og athugað hvað það var sem gerði honum kleift að elska friðinn með svo stöðugum og langvarandi hætti. Niðurstaðan er aug- Ijós; til að elska friðinn þurfa menn að geta strokið kvið- inn. Þar er þá komin skýringin á því hvers vegna friðarhöfð- inginn hefur ákveðið að taka það stóra skref að uppfylla óuppfylltar neysluþarfir hjá þjóðinni og koma því þannig fyrir að hún geti hallað sér aftur og strokið kviðinn. Og hann kemst að því að hin friðspillandi neysluþörf er mest á sviði tölvusamskipta og tölvueignar. Þess vegna er rökrétt að friðarbarátta Frið- ar 2000 felist í því að gefa landsmönnum aðgang að Internet- inu og út- vega þeim pentíum tölvur á góðu verði. Auk þessara stóru neyslutil- boða felst friðarbaaráttan í því að bjóða 73% ódýrari símtöl til út- landa, alþjóðlega neyðar- tryggingu og eitthvað fleira. Þessi friðvænlegu kostatilboð eru nú auglýst í fjölmiðlum og taki menn þeim eru þeir orðnir þátttakendur í friðar- baráttunni. í þágu friðar Eftir að þessi miklu sannindi runnu upp fyrir Garra, að neyslan væri í raun í þágu friðarins, hefur hann ákveðið að gerast friðarsinni. Hann ætlar að kaupa neysluvörur af öllum friðarhöfðingjum landsins en þá er víða að finna því tilboð á neysluvarn- ingi eru t.d. algeng í stór- mörkuðum. Hins vegar er dýrt að vera svona frið- arsinni og það kemur fljótt í ljós hverjir eru sannir friðar- sinnar og hverjir berjast í raun gegn friði. Þannig olli það Garra t.d. mildum von- brigðum hvað eiginkonan og börnin hafa lítinn skilning á friðarbaráttu hans. í stað þess að styðja hann og styrkja í þessari erfiðu bar- áttu koma fram háværar kröfur um að kreditkortinu og ávísanaheftinu só skilað inn. En svona er friðarbar- áttan. Garri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.