Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 29.11.1996, Blaðsíða 11
Jlagur-Œmmm Föstudagur 29. október 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ McConaughey er sá kynþokkafyllsti (Eg er heillaðri afhringnum) Talað er um Matthew McConaughey sem kyn- þokkafyllsta karlmanninn í Hollywood um þessar mundir. Honum skaut upp á stjörnuhim- ininn með leik í myndinni: „A Time to Kill“. har lék hann á móti Söndru Bullock og hafa þau sést mikið saman síðan þá. Reyndar segir talsmaður Söndru að þau séu bara vinir. Þeir, sem teljast sérfróðir í stórstjörnuefnum, segja að McCon- aughey hafi allt til að bera: hann sé klár, hæfi- leikaríkur og stelpurnar séu vitlausar í hann. McConaughey hefur nóg að gera þessa dag- ana og kvikmyndaverin eru ekki síður á eftir honum en stelpurnar. Hvað sem verður, þá mun ég minnast hans vegna hringsins sem hann ber. Málið er nefnilega að innsiglishringurinn hans, sem þið sjáið á meðfylgjandi mynd, er enginn venjulegur hringur. Þetta er hringur sem faðir hans sálugi átti. Hann er gerður eftir hringum sem foreldrar hans báru í skóla og er úr gulli úr tönnum móður hans. Trúið þið þessu? Sumir myndu nú bara segja hreint og klárt: „Oj!“ Ég vona að nóg pláss sé fyrir myndina, svo að þið stelpur (og sumir strákar) njótið þess al- mennilega að skoða þann kynþokkafyllsta. Þið hinir strákarnir getið barið hann augum og öf- undað. Matthew McConaughey, sá kyn- þokkafyllsti, með hringinn góða. Teitur Þorkelsson skrifar Afklæddir menn Þegar konur horfa á karl- mann eru þær ekki bara að dást að því hversu vel iiturinn á frakkanum hans fer honum eða hversu sniðið á buxunum sé gott. Því þótt fötin hylji vissulega líkamann er langt í frá að þeim líði eins og þær séu að horfa á föt á herða- tré. Og þær dást ekki bara að breiðum herðum, fallegum höndum og augnaráðinu. Nei, þær horfa álíka mikið á það sem leynist undir buxum og stuttermabolum karlmanna. En konur skoða oft meira ómeðvit- að og í leyni og þó þær hafi að- eins gægst í augnablik geta hugsanir þeirra hlaupið af stað. Og hvað eru þær eiginlega að hugsa? Auðvitað um sterk- byggða handleggi og flata maga og svo líta margar á bunguna sem má sjá fyrir neðan beltis- stað. Og þær velta fyrir sér, stundum í mesta sakleysi, stundum ekki, lögun og stærð þeirra muna sem þar er að finna. Aha, þarna rísa tvær hæðir sitt hvoru megin við sauminn á gallabuxunum og á Gömul pör ogný maður að halda að þessi sé með sokka innan á sér eða hvað? Stundum eru þær að at- huga hvort nærvera þeirra hafi kannski einhver áhrif eða hugsa með sér hvaða áhrif þær gætu hugsanlega haft! Og ef þeim likar vel við það sem þær sjá þegar karlmaðurinn snýr baki í þær byrja þær fyrir al- vöru að ímynda sér hvernig þeir líti út naktir. Eg sagði ykkur aðeins frá stórleikaranum Anthony Hopkins um daginn. Nýj- ustu fréttir úr einkalífi hans eru þær að hann og eig- inkona hans til 23 ára hyggja á endur- nýjun hveitibrauðs- daganna til að bæta sambandið. Þau ætla í ferðalag til Frakklands og ítal- íu um ieið og hann hefur lokið við að leika í myndinni „Bókaormurinn". í framhaldi af því ætlar Hopkins í tveggja mánaða frí og dvelja hjá eigin- konunni. Þau hafa víst eytt litlum tíma saman undanfarin ár, enda ólík að eðlisfari. Hún er týpísk bresk (leikstjórinn Oliver Stone sagði að hún væri eins og klippt út úr sögu eftir Agöthu Christie), en Anthony kann betur við sig í Bandaríkj- unum. Ég minni á að ekki fyrir svo ýkja löngu játaði karl á sig framhjá- hald með leikkon- unni Joyce Ingalls, sem var víst áður í tygjum við Sylvester Stallone. Svo segja menn að Kevin Costner og Sharon Stone séu meira en vinir um þessar mundir. Síð- ast þegar ég vissi var Sharon í tygjum við ítalskan, mið- aldra, feitlaginn (að því mig minnir sköllóttan) við- skiptajöfur. En hlut- irnir gerast hratt þegar stórstjörnurnar eru ann- ars vegar, og þannig á það að vera, slúðurunnendum til ánægju. Sagt er að Sharon Stone sé komin með nýjan kærasta. Konan er bara alltaf að skipta. Hestamannafélagið Léttir LÉTTIR JN ^^KUREYR^^ Aðalfundur Léttis verður haldinn í Skeifunni laugardaginn 30. nóv- ember kl. 14. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. FÉLAGAR FJÖLMENNUM! Stjórnin. ENGILLINN LISTAVIKA FYRIR BÖRN Á ÖLLUM ALDRI í DEIGLUN N I Á AKUREYRI 30.NÓV-9.DES. Fyrri hluti dagskrár: 30. nóv. k 1:14.00 Opnun, gítarleikur og Ijóðalestur. 1. des. k 1:16.30 Ævintýri á Aðventu. 2. -3. des. k1:14.00-18.00 Sýningin opin. 4. des. k 1:14.00 Fyrirlestur um Engla, Opin umræða á eftir. 5. des. k 1:21.30 "Engladjazz". ALLUR AÐGANGUR ER OKEYPIS

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.